Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 26
26 Bomban MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is S ú kynslóð sem komið hefur á vinnumarkaðinn síðustu ár er sú fyrsta sem ekki upplifði kjarn- orkuógn kalda stríðsins, ógn sem var viðvarandi og að flestra mati raun- veruleg. Það er því ekki undarlegt að kjarnorkuógnin hafi haft djúpstæð áhrif á þá sem ólust upp í skugga hennar. Upp úr 1960 fóru áhyggjur fólks vaxandi af því að til allsherjar kjarnorkustríðs gæti kom- ið. Kúbudeilan 1962 ýtti undir áhyggjur fólks og telja sumir að mannkynið hafi aldrei komist eins nærri tortímingu af eig- in völdum eins og einmitt þær tvær vikur sem Kúbudeilan stóð sem hæst í október það ár. Menning áranna á eftir markaðist af áhyggjum af kjarnorkustríði og voru vísanir í ógnina algengar í kvikmyndum og bókmenntum. Árið 1964 var kvikmyndin Dr. Strange- love or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb sýnd og í raun var undirliggjandi ógn kjarnorkustríðsins viðvarandi fram til leiðtogafundarins í Höfða 1986. Í Bandaríkjunum byggði fólk sér kjarnorkubyrgi og á Íslandi voru réttu viðbrögðin brýnd fyrir al- menningi. Endurnýjuð ógn Á áttunda áratugnum jókst ógnin á ný og var kalda stríðið því ævar- andi ógn þeirra sem höfðu fæðst inn í þessa tilgangslitlu baráttu vesturs og austurs. Kjarnorkuslysið í Chernobyl, um hálfu ári áður en leiðtogafundurinn í Höfða fór fram, leiddi heiminum fyrir sjónir á ný hættuna sem stafaði af óvandaðri meðferð kjarnorku. Á kvöldin áður en draumalandið tók völdin hvarfl- aði að ungum huga að kannski yrði sprengjan sprengd um nóttina og þá væri allt búið. Í huganum var fyrirfram búið að ákveða flóttaleið- ina niður í kjallara ef hrollvekjandi ýlfur almannavarnalúðranna skyldi heyrast. Sum börn höfðu jafnvel gengið svo langt að vera búin að velja það nauðsynlegasta úr búrinu til að hafa með sér niður í kjallara, vitandi að ekki yrði hægt að hætta sér út ef maður lifði á annað borð af árásina sjálfa. Bíða yrði eftir geisla- virka ofanfallinu áður en farið væri út fyrir hússins dyr. Reglulega urðu Íslendingar varir við hættuna. Fregnir af rússneskum björnum í loftrýmiseftirlitssvæði landsins höfðu aðra og dýpri þýðingu þá en nú. Hið sama má segja um eftirlit með kafbátaumferð og fréttir af njósnamáli Arnes Treholts hins norska, sem allt voru vísbendingar um harða baráttu stórveldanna. Langtímaáhrif Ungdómur landsins í dag hefur líklega ekki svo ýkja mikið að hræð- ast þótt fugla- og svínaflensa, Ice- save og gróðurhúsaáhrif geri sitt besta til að valda börnum magap- ínu. Sennilega er alltaf eitthvað í deiglunni sem er áhyggjuvaldur. Reyndar hafa háskólamenn séð ástæðu til að rannsaka hvaða áhrif það hefur á fólk að vaxa úr grasi í skugga slíkrar ógnar. Líkur hafa verið leiddar að því að skuggi kjarn- orkusprengjunnar hafi ýtt undir kvíða, kvíðinn hafi svo mögulega ýtt undir glæpsamlega hegðun, kald- hæðni og sinnuleysi. Algeng við- brögð við ástandinu á sínum tíma voru flótti og afneitun. Það eru ekki nema um 20 ár síðan börn landsins glímdu við áhyggjur af heimsendi sem almannavarna- flautur minntu fólk reglulega á. Þíð- an í samskiptum stórveldanna hófst að miklu leyti með leiðtogafund- inum í Höfða, og með hruni Berl- ínarmúrsins og loks Sovétríkjanna gat ungdómur landsins loksins slak- að á … um skeið, þangað til einhver benti á hitnun jarðar sem gríðar- legt vandamál. Þriðja heimsstyrjöldin Almannavarnir voru stofnaðar með lögum frá Al- þingi nr. 94/1962 og upprunalega var hlutverk þeirra að fræða al- menning og búa til viðbragðsáætl- anir svo draga mætti úr eigna- og manntjóni af völdum hernaðar- aðgerða. Í dag þekkja flestir Al- mannavarnir af síðari tíma hlut- verki þeirra, að búa fólk undir náttúruhamfarir og viðbrögð við þeim. Þeir sem ólust upp á landinu á dögum kalda stríðsins muna því vel eftir leiðbeiningum úr símaskrá landsmanna og stuttri kynningar- mynd í Ríkissjónvarpinu um hvern- ig ætti að bregðast við kjarn- orkuárás, sem var helsta ógn þess tíma. Sem börn upplifðu margir raun- verulega hræðslu við „sprengjuna“. Ísland var mikilvægt Nató-ríki og vegna staðsetningar sinnar, Kefla- víkurflugvallar og herstöðvarinnar þar var landið í huga margra mikil- vægt skotmark sem mögulega gæti orðið eitt fyrsta skotmark Rússa- grýlunnar. Börn vissu sem var að nánast ómögulegt var að lifa kjarn- orkuárás af en möguleikinn var allt- af fyrir hendi og því var símaskráin stúderuð í þaula og öruggustu stað- irnir í hverju húsi valdir. Algeng spurning á skólalóðinni var: Ef kjarnorkusprengjunni yrði varpað, myndir þú reyna að lifa sprenginguna af? Hlutskipti þeirra sem lifðu af sprenginguna sjálfa var nefnilega augljóst og talið það slæmt að margir töldu betra að brenna upp til agna á einu augna- bliki. Lítið annað var í boði á kvöld- in en að horfa á sjónvarpið með for- eldrunum og því vissu þau börn sem fylgdust vel með heimsmálunum í meginatriðum t.d. hver væri mun- urinn á vetnissprengju og nifteinda- sprengju, þ.e. að vetnissprengjur valda bæði manntjóni og eyðilegg- ingu en nifteindasprengjur fyrst og fremst manntjóni. Þriðja heimsstyrjöldin var talin raunverulegur möguleiki og gerðu sér flestir grein fyrir því að ef svo illa færi að hún yrði að veruleika myndu eftirlifendur, ef einhverjir yrðu, glíma við svokallaðan kjarn- orkuvetur og líf sem væri frum- stæðara og óblíðara en flestir gátu ímyndað sér. Breytt hegðun Ljóst er að ógn á æskuárunum hefur langvarandi áhrif. Nokkrir viðmælendur nefndu til að mynda að forvarnarstarf Almannavarna hefði haft þau áhrif að þeir væru al- mennt meðvitaðri um öryggi sitt, t.d. væru það ósjálfráð viðbrögð í jarðskjálfta að hlaupa í næstu dyra- gætt, tilbúinn til að krjúpa þar, skýla sér og halda sér ef skjálftinn væri öflugur. Eflaust eru viðbrögðin við skærum blossa falin einhvers staðar í undirmeðvitundinni líka. Þá er óupptalið hvernig áhættu- hegðun fólks sem ólst upp á þessum tíma er frábrugðin áhættuhegðun annarra kynslóða sem lausar voru við kjarnorkuvá. Kannanir í Banda- ríkjunum frá tíma Kúbudeilunnar sýndu að 95% barna óttuðust kjarn- orkustríð. Könnun frá Ástralíu sem var unnin árið 1988 sýndi að jafnvel svo seint sem þá óttuðust 67,4% barna kjarnorkustríð þar í landi. Þegar Sovétríkin leystust upp hvarf þessi ógn eins og dögg fyrir sólu þótt miskunnarlaus stríð geisi vissulega enn víðsvegar um heim- inn. Hvernig fólk sem nú er á fertugs- og fimmtugsaldri brást við þegar ógnin hvarf er enn að miklu leyti órannsakað. Því hefur meðal annars verið haldið fram í heimildarmynd- inni The Great Global Warming Swindle að umhverfisverndarhreyf- ingin sem telur að losun gróð- urhúsalofttegunda leiði til hitnunar jarðar sé upprunnin úr því tóma- rúmi sem skapaðist við hrun Sov- étríkjanna og hættunnar sem þá hvarf. Heimsendir handan Von Friðartáknið var upprunalega þróað til notkunar í baráttunni gegn kjarnavopnum. Síðar varð táknið notað sem almennt friðartákn. Ógnvekjandi Myndir frá tilraunasprengingum voru algengar. Langdræg Titan eldflaugar Bandaríkjanna v og voru þær iðulega með níu megatonna kja „Lítið undan og verjið augun sem allra bezt. HORFIÐ EKKI Í LJÓSIÐ … Kvikni í fötum yðar skul- uð þér reyna að slökkva eldinn með því að velta yður á þann líkamshluta, sem er í hættu. Liggið kyrr, unz höggbylgjan hefur gengið yfir. Leitið síð- an strax betra skýlis.“ Svona hljómar texti á síðu 21 úr fræðsluriti um Almannavarnir frá árinu 1967, þegar áhersla skrifstofu Almannavarna var á varn- ir og viðbúnað gegn kjarnorkuvá. Poppmenning áttunda áratugarins fór ekki á mis við kjarnorkuógnina og eru mörg lög með kald- astríðsþema vinsæl enn í dag. Þar má nefna 99 Luftballons með Nenu frá 1983 sem fjallar um hvernig heiminum er eytt í allsherjarstríði, Manhattan Project með hljómsveit- inni Rush og Enola Gay með Orc- hestral Manoeuvres in the Dark. Einna frægast er þó Two Tribes (Tveir ættbálkar) með hljómsveit- inni Frankie Goes to Hollywood en það var einkum myndbandið við lagið sem var áhrifaríkt. Lagið hefst á loftvarnarflautum og drama- tísku stefi sem fengið er úr breskri kynningarmynd með leikaranum Patrick Allen. Í laginu eru tví- farar þeirra Ronalds Reagans og Konst- antins Chernenkos að útkljá málin í glímuhring og má heyra rödd Pat- ricks Allens í bak- grunni en hann hafði lesið inn á áðurnefnda kynn- ingarmynd um hvernig ætti að bregðast við kjarnorkuárás. Þeir Reagan og Chernenko beita ýmsum óþverrabrögðum í Two Tribes- myndbandinu eins og við er að bú- ast og aðrir leiðtogar heimsins sjást sem áhorfendur sem að lokum skella sér í slaginn og í enda mynd- bandsins sést jörðin springa. Viðbrögðin við myndbandinu á sínum tíma voru afar hörð og var það meðal annars bannað í bresku sjónvarpi þar sem það þótti of of- beldisfullt. Tveir ættbálkar Umdeilt Lagið Two Tribes með Frankie Goes to Hollywood kom út á breiðskífunni Welcome to the Pleasuredome 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.