Morgunblaðið - 17.10.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
0
9
Fjöldi afmælistilboða
Komdu og gerðu frábær kaup
loftljós Ø15 cm
8.995,-
Joker. Loftljós.
H 18, Ø15 cm. Verð 8.995,-
H 33, Ø18 cm. Verð 19.995,-
Ýmsir litir.
einfaldlega betri kosturNÝJAR VÖRUR
Í VERSLUN
Nýtt kortatímabil
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin
Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„MEÐ lögum skal land byggja
sögðu þeir gömlu Íslendingar og
óvíst hvar lendir ef ekki er farið eftir
niðurstöðu dómstóla. Það kann ekki
góðri lukku að stýra að hafa tvenn
lög í landinu. Þjóðkirkjan vill þjóna
íslensku mannfélagi og þá fer ekki
vel á því að hún ætli sér að búa við
önnur lög en samfélagið sem hún
þjónar.“
Þetta sagði séra Gunnar Björns-
son á borgarafundi sem hann boðaði
til á Selfossi í gær. Á annað hundrað
manns var á fundinum.
Séra Gunnar fór yfir ásakanir sem
á hann voru bornar um kynferðis-
lega áreitni við stúlkur í sókninni.
Tvö ár eru liðin síðan málið kom
upp. Séra Gunnar var sýknaður í
héraðsdómi og Hæstarétti, en úr-
skurðarnefnd þjóðkirkjunnar taldi
að Gunnar hefði gerst sekur um sið-
ferðisbrot en ekki agabrot.
Séra Gunnar sagði að eftir að
Hæstiréttur hefði kveðið upp sýknu-
dóm hefði Karl Sigurbjörnsson bisk-
up sent sér bréf þar sem kæmi fram
að hann ætti að taka við embætti
sóknarprests á Selfossi 1. maí. Bisk-
up hefði síðar hringt í sig og spurt
hvort hann væri tilbúinn til að sam-
þykkja að fresta því til 1. júní.
„Ég spurði hvort ég gæti treyst
því að ég tæki við starfi 1. júní. Ég
man að hann svaraði: „Já, þú getur
treyst því.““
Hörð gagnrýni á biskup
Á fundinum kom fram hörð gagn-
rýni á biskup Íslands. Árni Johnsen
alþingismaður sagði á fundinum að
svo gæti farið að biskup yrði dreginn
fyrir dóm fyrir lögbrot. Biskup hefði
rofið friðinn og neitað að fara eftir
niðurstöðu Hæstaréttar. Hann lýsti
því yfir að hann myndi taka mál séra
Gunnars upp á Alþingi.
Séra Valgeir Ástráðsson sagði að
hann yrði með sorg í hjarta að taka
undir gagnrýni Árna á biskup Ís-
lands. Það væri búið að fara illa með
söfnuðinn á Selfossi og það þyrfti að
stöðva þessa endaleysu.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
sagði á fundinum að biskup ætti að
koma til fundar við sóknarbörnin á
Selfossi. Hún sagðist ekki vera viss
um að hann myndi gera það, en
hvatti sóknarbörn til að leigja rútur
og keyra til Reykjavíkur og koma
sjónarmiðum sínum á framfæri við
biskup.
Í lok fundar var samþykkt álykt-
un þess efnis að biskup endurskoð-
aði ákvörðun sína og að fundur yrði í
sókninni um málið.
Ekki farið að lögum
Séra Gunnar Björnsson segir það ekki kunna góðri lukku
að stýra að hafa tvenn lög Hörð gagnrýni á biskup
Ljósmynd/Egill Bjarnason
Fjölmenni Séra Gunnar Björnsson boðaði til borgarafundar á Selfossi í gærkvöldi og mætti á annað hundrað manns
á fundinn. Hann rakti mál sitt og í kjölfarið kom fram mikil gagnrýni á biskup Íslands.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
og Sigurð Boga Sævarsson
„VIÐ getum tekið fyrsta skrefið til
afnáms haftanna fyrir 1. nóvember,“
segir Gylfi Magnússon efnahags- og
viðskiptaráðherra um gjaldeyris-
höftin. Á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun fór hann yfir endurskoðun
stöðugleikasáttmálans, vexti og af-
nám hafta.
Að sögn Gylfa er fyrsta skrefið
fólgið í því að opna fyrir innstreymi
fjármagns. Í því felst, að þeir sem
hafa í hyggju að fjárfesta hér á landi
eða flytja hingað fjármuni hafi
tryggingu fyrir því að geta flutt pen-
ingana út aftur þegar þeim hentar,
það er að höftin eigi ekki við það sem
kemur að utan eftir breytinguna.
Skref í ákveðinni röð
„Næstu skref eiga að vera að opna
fyrir útstreymi eftir ákveðinni röð
sem ekki er þó hægt að tímasetja,“
útskýrir Gylfi. Hann segir afnám
hafta að nokkru haldast í hendur við
hvernig til tekst með efnahagsáætl-
un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lán
sem henni fylgja, hvernig viðskipta-
og greiðslujöfnuður þróast og hvern-
ig aðgengi að lánsfjármagni, utan
þess sem fylgir AGS, verður á næstu
misserum.
Stöðugleikasáttmáli ríkisvaldsins
og vinnumarkaðarins er í uppnámi
og fellur að óbreyttu úr gildi 26.
október. Reynt er þó að bjarga því
að samningurinn haldi. Fulltrúar Al-
þýðusambands Íslands og Samtaka
atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu
í gær með fulltrúum efnahags- og
viðskiptaráðuneytis þar sem meðal
annars var farið yfir vexti og geng-
ismál.
Vaxtamál í hnút
„Við erum á stöðugum fundum og
enn er æði mikið út af borðinu í við-
ræðum við ríkið,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ. Sérstaklega
er vænst bitastæðra tillagna sem
bætt geta afkomu og stöðu heimil-
anna sem og réttarbóta til handa
þeim sem hafa orðið gjaldþrota eða
eru í greiðsluaðlögum. Skattamál
eru einnig í deiglu.
Stórframkvæmdir sem efla áttu
atvinnustigið í landinu voru meðal
pósta í stöðugleikasáttmálanum en
eru nú í uppnámi, meðal annars
vegna ákvörðunar umhverfisráð-
herra. Þá eru vaxta- og gengismál í
hnút og eftir því sem lengra líður
dregur úr líkunum á því að krónan
styrkist og nái því sem Gylfi Arn-
björnsson kallar sögulegt jafnvægi.
„Getum tekið
fyrsta skrefið til
afnáms hafta“
ASÍ vill réttarbætur fyrir gjaldþrota
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Til stendur að af-
létta gjaldeyrishöftum í áföngum.
Í HNOTSKURN
» Fyrsta skrefið til afnámsgjaldeyrishaftanna verður
tekið fyrir 1. nóvember.
» Opnað fyrir útstreymigjaldeyris í ákveðinni röð.
» ASÍ og SA ræða um stöð-ugleikasáttmálann við rík-
ið. Vaxtamál og stórfram-
kvæmdir í hnút.
»Sífellt minni líkur á því aðíslenska krónan styrkist
og nái sögulegu jafnvægi.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
TÓMAS H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahval-
veiðiráðinu, segir að á tveggja vikna fundi 12 ríkja í
ráðinu, sem lauk í Santiago í Chile í gær, hafi niður-
staðan verið sú að hvalveiðiríki og ríki andstæð hval-
veiðum vilji ná málamiðlunarsamkomulagi sem feli í sér
aukna verndun hvalastofna og bætta stjórnun hvalveiða.
„Þetta var mjög gagnlegur fundur og það miðar í rétta
átt,“ segir hann.
Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júní sem leið var
hópi 12 ríkja – Antígva & Barbúda, Ástralíu, Bandaríkj-
anna, Brasilíu, Íslands, Japans, Kamerúns, Mexíkó,
Nýja-Sjálands, Saint Kitts og Nevis, Svíþjóðar og
Þýskalands – falið að leita samkomulags um betrum-
bætur á starfsemi ráðsins.
Vilja ná sáttum
Tómas H. Heiðar segir að fyrsti fundur fulltrúa þess-
ara 12 ríkja í Santiago hafi verið afar gagnlegur og góður
andi hafi ríkt. Hvalveiðiríkin og þau ríki sem séu and-
stæð hvalveiðum geri sér grein fyrir því að alþjóðahval-
veiðiráðið verði ekki starfhæft ef togstreita ríki áfram á
milli hópanna. „Báðir hóparnir eru reiðubúnir að leggja
töluvert af mörkum til að ná málamiðlunarsamkomulagi
sem felur bæði í sér aukna verndun hvalastofna og bætta
stjórnun hvalveiða,“ segir hann.
Annar fundur hópsins verður haldinn í desember með
því markmiði að ná samkomulagi fyrir næsta ársfund Al-
þjóðahvalveiðiráðsins sem verður í Marokkó í júní 2010.
Miðar í rétta átt hjá
Alþjóðahvalveiðiráðinu
Morgunblaðið/Kristinn