Morgunblaðið - 17.10.2009, Page 28

Morgunblaðið - 17.10.2009, Page 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 FORSTJÓRI Landsvirkjunar segir Impregilo hafa mætt ósanngjarnri meðferð hér á landi. Lítum að- eins yfir feril þessara framkvæmda og rifj- um upp nokkur helstu atriðin a) Þegar boð Imp- regilo kom fram í upphafi vakti það undrun fyrir hversu mikið lægra það væri en önnur til- boð. Margir þaulvanir verktakar úr virkjanaframkvæmdum gagn- rýndu hvernig staðið hefði verið að útboðinu, launaliðir væru undir lágmarkstöxtum. b) Þegar Impregilo hóf að reisa búðirnar bentu trúnaðarmenn og byggingarfulltrúar að húsin myndu ekki standast íslensk vetr- arveður. Ráðherrar sögðu að hér væru glæsilegustu vinnubúðir sem reistar hefðu verið hér á landi og hæddu trúnaðarmenn stéttarfélag- anna. Þetta varð til þess að hið bláfátæka erlenda verkafólk átti ömurlegan vetur í þessum búðum. c) Trúnaðarmenn verkafólks sögðu strax að hlífðarföt starfs- manna væru langt frá því að vera ásættanleg. Í fyrstu vetrarveðrum kom í ljós að hlífðarskór héldu ekki vatni, vettlingar voru örþunn- ir gúmmíhanskar, hlífðargallar ör- þunnir. Verkamenn slógust um dagblöð til þess að setja í skó sína og inn á sig. d) Trúnaðarmenn kölluðu ítrek- að á heilbrigðiseftirlit m.a. vegna þess að geymsluaðstaða matar var ekki til staðar. Snyrtiaðstöðu starfsfólks eldhúsa væri verulega ábótavant. Ekki væru anddyri til þess að geyma blautan hlífð- arfatnað. Heilbrigðisfulltrúi sendi hverja aðvörunina á fætur annarri og veitti ítrekuð frávik um skamm- an tíma svo bæta mætti úr og svo dagsektum. Fyrirtækið lagaði nokkur helstu atriði og að sunnan kom skipun frá heilbrigðisráðherra um að fella niður dagsektir. e) Trúnaðarmenn bentu á að engir kaffiskúrar væru út á vinnu- svæðum og ekki heldur neinar snyrtingar. Verkafólkið skreið inn í gilskorninga til þess að leita skjóls í kaffitímum og reyndar voru allir skjólstaðir fljótlega þannig eftir skort á snyrtingum að þar var ekki vært fyr- ir ódaun. Vinnueftirlit dró fæturna í málinu en féllst loks á nokkra gamla ryðgaðir gáma. f) Trúnaðarmenn bentu brunaeftirliti á að öllum brunavörn- um væri verulega ábótavant. Það tók margra mánaða hark til þess að fá helstu lágmarksaðgerðir framkvæmdar. Í fjölmiðlum var ætíð kynnt um úrbætur en aldrei minnst á að það hefði tekið trún- aðarmenn margra mánaða þref að ná fram lögmætum útbótum. g) Í upphafi var rætt um að fyrirtækið myndi ráða 70-80% Ís- lendinga í störfin. Flestir þeirra Íslendinga sem sóttu um störf fengu engin svör, sama gilti um Norðurlandabúa. h) Fljótlega eftir að vinna hófst á svæðinu gagnrýndu trún- aðarmenn launakjör hjá Impregilo. Fyrirtækið sagði að þetta væri fjarri öllu sanni, en við nánari at- hugun kom í ljós að launakjör voru víðsfjarri lágmarkslaunum. Þetta var leiðrétt eftir mikið hark og með harla vafasömum aðferð- um. i) Öryggistrúnaðarmenn bentu ítrekað á að öryggisvörnum væri verulega ábótavant í gljúfrum. Við frostleysingar væri hrun í íslensku bergi langt umfram það sem þekktist víða erlendis, þetta var fyrst lagað eftir hörmulegt dauðs- fall. j) Trúnaðarmenn stéttarfélag- anna bentu á að það væri umtals- verður fjöldi erlendra verkamanna á svæðinu án þess að hafa tilskilin réttindi til aksturs á stórum vinnu- vélum. Eftir nokkuð stapp kom svar frá félagsmálaráðherra um að á svæðinu hafi verið 645 útlend- ingar. Erlendir stjórnendur vinnu- véla væru 98 samtals. Í starfs- mannaskýrslum kom fram að frá upphafi framkvæmda hefði verið 1.660 erlendir menn við Kára- hnjúka um lengri eða skemmri tíma og 741 séu farnir heim. Í þessu sambandi má benda á að ís- lenskt fyrirtæki var á sama tíma dregið fyrir dómstóla og sektað um verulega upphæðir fyrir að hafa notað starfsmenn á vinnu- vélum án réttinda. k) Trúnaðarmenn höfðu sam- band við sýslumann á Seyðisfirði og bentu á að samkvæmt starfs- mannaskýrslum Impregilo væru á annað hundrað erlendra iðn- aðarmanna og samkvæmt lands- lögum bæri honum að kanna hvort þeir starfsmenn hefðu tilskilinn starfsréttindi. Sýslumaður svaraði 6 mánuðum síðar þar sem hann framvísaði rannsóknarrétti sínum til trúnaðarmanna. l) Í virkjanasamning eru ákvæði um að fyrirtækjum beri að semja við starfsmenn sína um bónusa sem hafa verið um 25%. Eftir ára- langt hark tókst að fá Impregilo til þess að standa við þennan hluta kjarasamnings. m) Ítrekað kom fram fréttum að birgjar hefðu lent í vandræðum með uppgjör. Sum íslensk fyr- irtæki gáfust upp á viðskiptum við þá. Landsvirkjun þurfti stundum að hlaupa til, sakir þess að und- irverktakar voru komnir fram brún gjaldþrots. n) Sveitarfélög og ríkisskatt- stjóri hafa kvartað undan því að fyrirtækið greiði ekki til sam- félagsins einsog önnur fyrirtæki. Hér hef ég einungis talið upp örfá helstu atriði sem trún- aðarmenn og starfsmenn stétt- arfélaga hafa glímt við. Framkoma Impregilo við ís- lenska starfsmenn virtust einkenn- ast af því að hrekja þá úr starfi svo grunnur væri á að ráða frekar erlenda starfsmenn. Þessi listi er ekki síður áfellisdómur yfir félags- málaráðuneytinu og þeim stofn- unum sem undir því eru. Þjóðremba gagnvart Impregilo? Eftir Guðmund Gunnarsson »Hér eru talinn ein- ungis nokkur atriði sem trúnaðarmenn glímdu við. Þessi listi er ekki síður áfellisdómur yfir við komandi ráðu- neytum Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðn- aðarsambandsins. „ÞAÐ má vera að ég hafi hlaupið á mig þegar ég fullyrti að rafmagn til stóriðju hefði verið nið- urgreitt.“ Svo mælir Jón Bjarnason, land- búnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, í svargrein til undirrit- aðs þar sem gerð var athugasemd við slíka fullyrðingu af hálfu ráðherrans. Ástæða er til að hrósa ráðherran- um fyrir þessi orð. Ráðherrann bendir reyndar í framhaldinu á ýmis atriði úr vægast sagt um- deildri áfangaskýrslu Sjónar- randar um tengt efni, en hér verð- ur ekki farið út í þá sálma. Afnám niðurgreiðslna Ráðherrann spyr hins vegar ýmissa spurninga um núgildandi raforkulög og vekur meðal annars athygli á mikilli hækkun raf- orkukostnaðar hjá tiltekinni fisk- eldisstöð á nokkurra ára tímabili. Því er til að svara að fyrir gild- istöku raforkulaganna frá árinu 2003, á grundvelli Evróputil- skipunar, voru við lýði ýmiss konar nið- urgreiðslur og íviln- anir í íslensku raf- orkukerfi. Fiskeldið, sem ráðherrann nefn- ir, naut raunar um tíma mjög mikilla nið- urgreiðslna á raforku í sérstöku átaksskyni. Því kemur ekki á óvart að í einhverjum tilvikum hafi raforkukostnaður einhverra slíkra fyrirtækja hækk- að mikið við innleiðingu sam- keppnismarkaðar í framleiðslu og sölu á raforku. Þá bendir ráð- herrann á að garðyrkjubændur séu ekki ánægðir með sinn raf- orkukostnað. Því er til að svara að þeirra helstu umkvörtunarefni undanfarin misseri er lækkun nið- urgreiðslna ríkissjóðs á dreifing- arkostnaði til garðyrkjubænda, auk þess sem þeir hafa nú lýst áhyggjum af óljósum fyrirætl- unum um orkuskatta. Skiptar skoðanir voru á sínum tíma við innleiðingu Evróputilskip- unar í íslenskum raforkulögum ár- ið 2003 og eflaust má deila um ágæti ýmissa áhrifa þeirra. Ís- lensk raforkufyrirtæki starfa hins vegar að sjálfsögðu eftir gildandi lögum og geta því ekki verið skot- mörk athugasemda við áhrif gild- andi laga. Sá vandi tiltekinna greina sem ráðherrann fjallar um er fyrst og fremst brottfall ýmissa niðurgreiðslna og ívilnana, sem rekja má til gildistöku nýrra laga. Lögin koma þó ekki í veg fyrir sértækar niðurgreiðslur úr rík- issjóði á dreifingarkostnaði til til- tekinna greina, samanber garð- yrkjubændur, en slíkar niðurgreiðslur eru auðvitað ákvörðun stjórnvalda hverju sinni. Ráðherra hrósað Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Íslensk raforkufyr- irtæki geta ekki ver- ið skotmörk athuga- semda við áhrif gildandi laga Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. ALÞJÓÐAGJALD- EYRISSJÓÐURINN er byrjaður að setja klærnar í holdið. Boð- aður er niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og þar með á Landspít- alanum. Rætt er um 9% niðurskurð á LSH árið 2010 og það gæti þýtt að segja þyrfti upp 4-500 manns um leið og fjárlög landsins öðlast gildi. Hvíslað hefur verið um frekari niðurskurð næsta sumar. Ljóst er að árin 2011 og 2012 þarf að skera jafn mikið niður og árið 2010, eða jafnvel meira. Það stefnir í að 700-1000 manns verði sagt upp á LSH fyrir lok árs 2013. Það eru nærri 20% af 5000 manna liðsafla Landspítalans. Meðan Ísland fer eft- ir prógrammi AGS mun þetta ger- ast. Ef við könnum sögu AGS þá er hún ekki góð. Þau lönd sem hafa lot- ið stjórn hans hafa upplifað mikinn niðurskurð á velferðarkerfinu. Stefna þeirra hefur leitt af sér lækk- un launa, atvinnuleysi og gjaldþrot heimila og fyrirtækja. Hagur al- mennings í þessum löndum hefur versnað verulega, sjúkdómar og dauðsföll aukist. Við skulum líta til nágranna okkar í Lettlandi. Þeir fengu, eins og við, auðveldan aðgang að lánsfé. Að- allega frá sænskum bönkum. Úr varð mikil bóla sem síðan sprakk. Núna er þar kreppa og sænsku bankarnir vilja fá skuldirnar end- urgreiddar með vöxtum. AGS er mættur á staðinn til að sjá til þess að skuldirnar séu greiddar til baka með niðurskurði og skattpíningu. Laun kennara voru lækkuð um 25% 1. september síðastliðinn. Skattar hafa hækkað. Nú þegar er búið að loka 36 skólum og 13 sjúkrahúsum. Komu- gjöld hafa aukist. Heilbrigð- isráðherrann hefur jafnvel stungið upp á því að greiða eingöngu fyrstu tvo legudagana en síðan greiða sjúk- lingarnir afganginn. Forstjóri gasfélagsins er búinn að gefa það út að ef reikningar verði ekki greiddir verði lok- að fyrir gasið í vetur. Ríkisstjórn Lettlands reynir eftir bestu getu þessa októberdaga að slást við AGS. Lettar eru reiðubúnir að skera niður um 275 milljónir latta en AGS krefst 500 milljóna niðurskurðar á næsta ári. Lettar hafa staðið upp í hárinu á AGS nokkrum sinnum en ekki haft erindi sem erfiði. Ísland á ekki fyrir skuldum sínum og því munu koma til meiri lán frá AGS í náinni framtíð. Afleiðingin af því verður afnám þeirrar heil- brigðis- og félagsþjónustu sem við höfum þekkt hingað til. Í öðrum löndum sem AGS hefur stjórnað hef- ur millistéttin snarminnkað, fátækt aukist og örfáir verið ríkir. Er þetta það sem við viljum? Er svona mik- ilvægt að greiða skuldir óreiðu- manna, skuldir sem þú og ég vissum ekkert um fyrr en þær fóru fram yfir eindaga? Nei, segi ég. Lýsum yfir einhliða greiðslustöðvun í 5-10 ár. 27 ríki hafa gert það á síðustu 30 árum. Ræðum við lánardrottnana og semj- um um skuldirnar til langs tíma og niðurfellingu á hluta þeirra. Notum andrýmið til að byggja upp heilbrigt atvinnulíf sem skilar afgangi í kass- ann og er að öðru leyti sjálfbært. AGS og Land- spítalinn okkar Eftir Gunnar Skúla Ármannsson Gunnar Skúli Ármannsson »Rætt er um 9% nið- urskurð á LSH árið 2010 og það gæti þýtt að segja þyrfti upp 4-500 manns um leið og fjár- lög landsins öðlast gildi. Höfundur er læknir. EITT mál með þess- ari þjóð hefur valdið mér hvað mestri furðu undanfarin ár – að slepptu ýmsu því, sem fram hefur farið í efn- hagsmálum þjóð- arinnar og leiddi til „hrunsins“. Þetta mál snýr að einstaklingi; embættismanni í þjón- ustu kirkjunnar, sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi. Sr. Gunnar, sem naut – og nýtur enn – vinsælda og virðingar á meðal flestra þeirra, sem hann var settur til að þjóna, lenti í ámælismáli vegna þess, sem kallað var siðferðisbrot. Fagráð Þjóðkirkjunnar um siðferð- isbrot tók málið fyrir og fann hann sekan, en síðan fór málið fyrir dóm- stóla landsins, þar sem það fór í gegnum þau veraldlegu dómstig, sem til eru í landinu, héraðsdóm og hæstarétt, og á þeim báðum var Gunnar lýstur sýkn saka og þannig hreinsaður af því ámæli, sem á hann var borið. Nú skyldi maður ætla, að málinu væri lokið og sr. Gunnar gæti aftur tekið til starfa í söfnuði sínum í sam- ræmi við köllun sína og skipun í embætti. En viti menn, nú var mál- inu enn vísað til annarrar kirkju- legrar nefndar, að þessu sinni til Úr- skurðarnefndar Þjóðkirkunnar, sem setti saman langa greinargerð, þar sem sr. Gunnar er í heild tekið lýstur sýkn saka. Svo vill þó til, að á einum stað í greinargerðinni er rætt um siðferði. Á þennan stað hengja síðan fjöl- miðlar umfjöllun sína og láta sem nefndin hafi úrskurðað í and- stöðu við það, sem dómstigin tvö kváðu á um. Ekki nóg með það, heldur gera kirkjuleg yfirvöld það sama og meina sr. Gunnari enn að taka til starfa í því embætti, sem hann er skipaður til. Þetta mál hefur verið þvælt lengi. Aldrei virðist hafa verið tekið á því af sanngirni og í ljósi niðurstaðna dómstóla. Enda er ekki annað að sjá, en stefnan hafi ætíð verið sú, að koma sr. Gunnari frá embætti hvað sem í skærist. Slíkt hlýtur að teljast að minnsta kosti ámælisvert, enda líkist allur ferill málsins því, sem kallað er einelti. Slíkt ætti að vera langt neðan við það, sem við- urkvæmilegt getur kallast af hálfu yfirvalda kristni í landinu og því sannarlega mál til komið að linni. Einelti – eða hvað? Eftir Hauk Ágústsson Haukur Ágústsson »Mál sr. Gunnars Björnssonar á Sel- fossi hefur þvælst allt of lengi. Er ekki mál til komið að linni? Höfundur er kennari á eftirlaunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.