Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 6

Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 FJÖLGAÐ hefur verið hjúkr- unarfræðingum sem svara í síma Læknavakt- arinnar, númer 1770, á kvöldin og um helgar vegna aukins álags sem rekja má til inflú- ensufaraldursins. Hjúkrunarfræð- ingar frá Læknavaktinni og Land- spítala sitja fyrir svörum og enn verður fjölgað í hópi þeirra ef þörf krefur. Hringingar á Læknavaktina eru núna að jafnaði tvöfalt til þrefalt fleiri en áður. Ef upp koma veikindi sem benda til inflúensu er bent á að hringja á dagvinnutíma, frá kl. 8-16, í næstu heilsugæslu. Eftir dagvinnutíma og allan sólarhringinn um helgar er ýmist hægt að hringja í vaktþjón- ustu viðkomandi landshluta eða í Læknavaktina. Ef upp koma bráð, alvarleg veikindi skal hringja í 112. Símaráðgjöf í inflúensufaraldri BALDUR Guð- laugsson ráðu- neytisstjóri í mennta- og menningar- málaráðuneytinu hefur ákveðið að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá ráðu- neytinu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sér- stakur saksóknari hafi til skoðunar hlutabréfaviðskipti Baldurs á þeim tíma sem hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Í bréfi sem Baldur hefur sent starfsfólki mennta- og menningarmálaráðu- neytisins segir að umfjöllun sem síðustu daga hafi blossað upp í fjöl- miðlum um viðskipti sem hann átti með hlutabréf í Landsbanka Íslands haustið 2008 og um athugun á þeim hafi truflandi áhrif á hans daglegu störf, auk þess sem hún sé til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á starf og trúverðugleika ráðuneytisins. Baldur kveðst gjarnan vilja að ráðuneytið og starfsfólk þess geti ótruflað af sínum völdum gengið til sinna krefjandi starfa. Hann hafi því haft frumkvæði að því að óska eftir að láta af störfum í ráðuneyt- inu og í Stjórnarráðinu um næstu mánaðamót. Baldur hættir sem ráðu- neytisstjóri Baldur Guðlaugsson BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands hefur vísað kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins til ríkis- sáttasemjara en það er í fyrsta sinn í aldarfjórðung að slíkt gerist. Samningar hafa verið lausir í um ár en fyrri viðræðulotu lauk þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þegar viðræður hófust að nýju hinn 16. september gerði samn- inganefnd Blaðamannafélagsins kröfu um sambærilegar kjarabætur og fengist höfðu á almennum vinnumarkaði en því var hafnað af hálfu viðsemjenda þótt samið hefði verið við aðrar stéttir á fjölmiðlum um þessar hækkanir, segir í frétt frá félaginu. „Blaðamannafélagið getur ekki sætt sig við að blaðamenn einir fái ekki þær lágmarks kjarabætur sem tryggðar eru á almennum vinnu- markaði,“ segir í tilkynningunni. Deila blaðamanna til ríkissáttasemjara OFSAGT er að Bændasamtök Íslands hafi farið yfir svör við landbúnaðar- kafla spurninga- listans. Þetta segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtak- anna. Samtökin veittu sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu aðstoð við hluta af svörum kaflans. Svörin í heild sinni hafa ekki komið til formlegrar yfir- ferðar hjá Bændasamtökunum. Íslensk stjórnvöld hafa skilað svörum við spurningalista fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sem er hluti af umsóknarferli að ESB. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er tekið fram að náið samráð hafi verið haft við félagasamtök og hagsmunahópa og Bændasamtökin nefnd þar til sög- unnar ásamt fleirum. Samningahópi um landbúnaðar- hluta viðræðna við ESB var m.a. ætlað að fara yfir svörin samkvæmt ályktun Alþingis. Hann hefur hins vegar ekki enn verið skipaður og BÍ hefur ekki borist formlegt erindi um tilnefningu fulltrúa bænda í hópinn. Hafa ekki farið yfir spurningalistann Haraldur Benediktsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is 181 frambjóðandi, sem tók þátt í prófkjöri eða forvali stjórnmála- flokka fyrir síðustu alþingiskosning- ar, hafði skilað Ríkisendurskoðun upplýsingum um fjárframlög til próf- kjörsbaráttu sinnar um miðjan dag í gær. Frestur frambjóðenda til að skila uppgjöri eða yfirlýsingu rennur út á morgun, 25. október. Alls eiga 318 frambjóðendur að skila upplýsingum til Ríkisendur- skoðunar vegna fjárframlaga í tengslum við prófkjör eða forval. Því áttu 137 frambjóðendur eftir að skila upplýsingum í gær. Af þeim sem höfðu sent Ríkisendurskoðun upp- lýsingar höfðu tuttugu skilað upp- gjöri vegna prófkjörsbaráttunnar en 161 frambjóðandi hafði skilaði undir- ritaðri yfirlýsingu um að framlög til hans hefðu ekki verið umfram 300 þús. kr. Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri Ríkisendurskoðunar, taldi að upplýsingar um framlög til fram- bjóðendanna yrðu birtar fljótlega eftir næstu mánaðamót. Hann sagði að fara þyrfti yfir upplýsingarnar og ákveða framsetningu þeirra. Lárus sagði koma til greina að birta nöfn allra frambjóðendanna 318 og gera þar grein fyrir því hverjir skiluðu yfirlýsingu eða uppgjöri og hverjir ekki skiluðu neinu. Ríkisendurskoðun skrifaði fram- bjóðendunum 9. mars síðastliðinn vegna kosninganna 2009 og kallaði þar eftir upplýsingum um fjárhags- legt uppgjör vegna persónukjörs, þ.e. þátttöku í prófkjöri eða forvali. Í bréfinu kemur meðal annars fram að stofnunin muni birta útdrátt úr upp- lýsingunum á heimasíðu sinni. Þar verða heildartekjur, flokkaðar eftir framlögum frá lögaðilum, einstak- lingum og eigin framlögum. Einnig verða birt heildarútgjöld hvers fram- bjóðanda við kosningabaráttuna. 181 var búinn að skila fjár- hagsupplýsingum í gær Upplýsingar um kostnað frambjóðenda vegna prófkjöra verða birtar fljótlega Í HNOTSKURN »Samkvæmt lögum um fjár-mál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda eiga frambjóð- endur sem hafa meiri kostnað en 300.000 kr. af prófkjörsbar- áttu sinni að skila fjárhags- legu uppgjöri, staðfestu af endurskoðanda. »Þeim sem eyða 300.000 kr.eða minna vegna persónu- kjörs nægir að skila skriflegri yfirlýsingu um það. „ÞAÐ er ekki á dagskrá að ríkið sleppi hendi sinni af Landsvirkjun. Hvort lífeyris- sjóðirnir koma að fyrirtækinu með nýtt hlutafé er möguleiki sem mætti skoða, sem og kannski að- koma þeirra að fjárfestingum og fjármögnum í orkumálum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að lífeyrissjóðirnir keyptu eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun. Ragnar Önundarson, stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, varpaði fram þessari hugmynd á fundi á fimmtudag. Hann sagði að þessi leið tryggði að erlendir kröfuhafar í Icesave gætu ekki gengið að Landsvirkjun, en sá möguleiki hefur verið nefndur. Í erf- iðleikum ríkissjóðs væri sala eigna skynsamleg. Það sparaði lántökur og vaxtagreiðslur. Steingrímur sagði þörf á að skoða heildarskipulag þessara mál. Orku- fyrirtækin væru mjög skuldsett og réðu ekki við nýjar fjárfestingar. egol@mbl.is Útilokar að Landsvirkj- un verði seld Steingrímur J. Sigfússon Gætu hugsanlega komið með hlutafé „ÞETTA er allt að skella á og við opnum um leið og búð- in verður tilbúin,“ segir Jón Gerald Sullenberger sem vonast til að geta opnað nýja lágverðsverslun sína inn- an nokkurra vikna. Verið er að leggja lokahönd á inn- réttingar og vörurnar að koma til landsins. Búðin hefur fengið nafnið Kostur og segist Jón Gerald hæstánægð- ur með nafnið sem sé alíslenskt og viðeigandi. Kostur er til húsa að Dalvegi 10 í Kópavogi í um 1.900 fermetra húsnæði og segir Jón Gerald að búðin verði að mörgu leyti öðruvísi en Íslendingar eigi að venjast. jmv@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Kostur opnar senn á Dalvegi RÍKISSTJÓNRNIN lagði fjögur frumvörp fram á Alþingi í gær. Allt eru þetta frumvörp sem lögð voru fyr- ir sumarþingið en hlutu ekki afgreiðslu þá. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra endurflytur dómstólafrumvarpið, sem m.a. gerir ráð fyrir því að einn hérðasdómstóll verði í landinu. Þá endurflytur ráðherra frumvörp til breytinga á kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Frumvörpin gera ráð fyrir því að viðhaft verði persónukjör sem felst í því að flokkarnir bjóða fram óraðaða lista og kjósandinn raði frambjóðendum í sæti í kjörklefanum. Þá lagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fram á Alþingi lagafrumvarp um þjóðaratkvæða- greiðslur. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið var unnið í samráði við fulltrúa allra þing- flokka. Það er endurflutt frá síðasta löggjafarþingi og er það efnislega óbreytt að öðru leyti en því að tekið hefur verið tillit til nokkurra athugasemda sem settar voru fram í umsögnum um frumvarpið til allsherjarnefndar Alþing- is, annars vegar frá landskjörstjórn og hins vegar frá Skúla Guðmundssyni, skrifstofustjóra hjá Þjóðskrá. Fram kemur í athugasemdum við lagafrumvarpið að markmið þess sé að kveða með almennum lögum á um framkvæmd og tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort sem um sé að ræða þjóðaratkvæðagreiðslur sem skylt sé að halda samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar eða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur sem Alþingi ákveði að efna til með samþykkt þingsályktunartillögu. Þá segir að lög um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi ekki verið sett fyrr hér á landi þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir slíkri atkvæðagreiðslu í nokkrum tilvikum í stjórnarskrá lýðveldisins. Þjóðaratkvæðagreiðsla hafi þó ekki farið fram hér á landi á lýðveldistíma. Ekki hafi verið deilt um að þörf sé á setningu sérstakrar löggjafar um þjóð- aratkvæðagreiðslur. sisi@mbl.is Þjóðaratkvæði og per- sónukjör á þingi á ný Ríkisstjórnin endurflytur fjögur stjórnarfrumvörp Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.