Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 10

Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Frægt er að lúðrasveit héltáfram að leika þótt Titanic væri farið að hallast.     Á Íslandi er allt á hverfandihveli. Landið steytti á borg- arís bankakreppunnar. Stjórnkerfi landsins er fámennt og því var þess vænst að sérhver starfsmaður þess legði dag og nótt við að vinna landið út úr vandanum og koma fólki og fyrirtækjum á réttan kjöl. En þá, einmitt þá, þótti ein- hverjum rétt að setja allt stjórn- kerfið í dag-, nætur- og helgidaga- vinnu við spurningaleik við Evrópusambandið.     Ekki þótti einu sinni nauðsynlegtað sýna íslensku þjóðinni þá tillitssemi að kynna henni á móð- urmálinu þau svör sem send yrðu í hennar nafni.     Hér á landi hefur verið látið aðþví liggja að umsóknin að Evrópusambandinu sé gerð til þess að „sjá hvað við getum feng- ið“. Þess vegna væri einkar fróðlegt að fá að sjá spurningalistann, sem hlýtur að hafa verið sendur af Ís- lands hálfu.     Því verður nefnilega ekki trúaðað samningaviðræðunum við Evrópusambandið verði hagað eins og við Breta og Hollendinga og aðeins setið þar öðrum megin við borðið. Íslendingar hafa þegar dýrkeypta reynslu af þeirri samn- ingatækni. Utanríkisráðuneytið. Eru svörin við okkar spurningum komin? VERÐ á leigukvóta í þorski hefur verið mjög hátt undanfarið. Verð á aflamarki og krókaaflamarki hefur hækkað mikið frá því snemma í vor og nú um stundir er verð á afla- marki í hæstu hæðum eða 270 krón- ur fyrir kíló, segir á heimasíðu Fiskistofu. Miðað er við hæsta verð hvern dag í viðskiptum með afla- mark/krókaaflamark sem flutt er milli óskyldra aðila. Undanfarið ár hafa verið miklar sveiflur á verði á afla- og krókaafla- marki í þorski. Eftir stöðugt verð í aflamarki þar sem það hélst í kring- um 250 krónur á kíló í um ár á fisk- veiðiárinu 2007/08 varð mikil verð- lækkun í kjölfarið á bankahruninu síðastliðið haust og fór verð á afla- marki niður í 160 kr/kg. Verð á krókaaflamarki sveiflaðist á sama hátt en meiri sveiflur hafa þó einkennt krókaaflamarkið á undan- förnum misserum. Lækkun á mörkuðum Verð á fiskmörkuðum hefur að- eins gefið eftir síðustu daga og verið um 310 krónur fyrir kíló af óslægð- um þorski í vikunni og um 270 krón- ur að meðaltali fyrir kíló af ýsu, óslægðri. Meðalverð af óslægðum þorski á fiskmörkuðum fór yfir 400 krónur fyrir um hálfum mánuði og meðal- verðið á ýsunni var þá um 330 krón- ur. aij@mbl.is Verð á leigukvóta í hæstu hæðum Miklar sveiflur hafa verið undanfarið ár í verði á afla- og krókaaflamarki Morgunblaðið/RAX UMHVERFISSTOFNUN hefur ákveðið að loka tímabundið gönguleið sem liggur frá neðra bílastæði að fossbrún Gullfoss. Aðstæður geta skapast á veturna sem kunna að vera hættulegar og er stígnum því lokað í örygg- isskyni, segir á vef stofnunarinnar. Stígurinn verður lokaður til 31. mars. Skilti hafa verið sett upp á fjórum tungumálum til upplýsingar um að stígurinn sé lokaður vegna hættu. Eftir sem áður verður efra svæðið við útsýnispall opið. Morgunblaðið/RAX Stíg lokað í öryggisskyni FLUGSLYSANEFND hefur lokið rannsókn á flugatviki á flugvellinum á Skógum í maí í vor. Loftskrúfa rakst þá í jörð og eyðilagðist auk þess sem loftinntak dældaðist. Við skoðun RNF kom í ljós að skrúfan hafði snert brautina um tíu sinnum þar sem flugbrautin hækkar aðeins. Fram kemur í skýrslu flugslysa- nefndar að flugmaðurinn hugðist fljúga vélinni, TF-BCX, af gerðinni Yakolev Yak-52 í lágflugi í þriggja metra hæð yfir flugbrautinnni. Eftir að hafa flogið eftir hluta brautar- innar snerti skrúfan brautina með þeim afleiðingum að mikill titringur kom upp í vélinni. Flugmaðurinn hækkaði þá flugið og ákvað að nauð- lenda á næsta túni og tókst lend- ingin giftusamlega. Engar öryggis- tillögur eru settar fram vegna atviksins. aij@mbl.is Loftskrúfan snerti flug- brautina um tíu sinnum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 rigning Lúxemborg 10 þoka Algarve 22 heiðskírt Bolungarvík 0 snjókoma Brussel 14 léttskýjað Madríd 18 heiðskírt Akureyri 3 skýjað Dublin 13 skýjað Barcelona 20 heiðskírt Egilsstaðir 4 léttskýjað Glasgow 13 skýjað Mallorca 20 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað London 16 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Nuuk 1 léttskýjað París 13 skýjað Aþena 20 skýjað Þórshöfn 11 þoka Amsterdam 14 skýjað Winnipeg 1 alskýjað Ósló 5 skýjað Hamborg 8 skýjað Montreal 2 skýjað Kaupmannahöfn 9 alskýjað Berlín 7 þoka New York 12 alskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Vín 12 skýjað Chicago 14 skúrir Helsinki 3 skýjað Moskva 7 þoka Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 24. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.34 1,2 10.05 3,4 16.25 1,4 22.29 3,0 8:47 17:38 ÍSAFJÖRÐUR 5.19 0,7 11.47 1,8 18.26 0,7 9:01 17:33 SIGLUFJÖRÐUR 2.02 1,1 7.44 0,6 14.05 1,2 20.38 0,4 8:45 17:16 DJÚPIVOGUR 0.35 0,6 7.00 1,9 13.26 0,8 19.07 1,6 8:19 17:05 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Norðan og norðaustan 5-10 m/s og él á norðanverðu land- inu, en annars hægari og létt- skýjað að mestu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við S- og V- ströndina. Á mánudag Hægviðri og léttskýjað með köflum, en él á stöku stað í fyrstu. Víða frost. Á þriðjudag Austanstrekkingur og rigning með S-ströndinni, en annars hægari og víða bjart veður. Hlýnar S-lands. Á miðvikudag Austanstrekkingur um sunn- anvert landið, en annars hæg- ari. Rigning eða súld S- og A- lands, en annars skýjað og þurrt að mestu. Hlýnar í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðaustanátt, víða 5-13 m/s, hvassast norðvest- anlands. Slydda eða rigning norðan- og norðvestanlands, annars skýjað og úrkomulítið. Stöku él norðan til á landinu, en léttir víða til sunnan heiða. Kólnar og hiti 2 til 8 stig, en um eða undir frostmarki norð- anlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.