Morgunblaðið - 24.10.2009, Side 18

Morgunblaðið - 24.10.2009, Side 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Reuters áhyggjuefni. Víðtækar stjórnvalds- aðgerðir til þess að örva hagvöxt skila greinilega ekki tilætluðum árangri – að minnsta ekki enn þá. Stefnusmiðir Englandsbanka hafa jafnframt verið í fararbroddi starfsbræðra sinna í öðrum lönd- um þegar kemur að aðgerðum til þess að auka peningamagn í um- ferð. Horfurnar eru sem sagt dökkar. Í byrjun næsta árs munu þenslu- áhrif af efnahagsaðgerðum rík- isstjórnar Gordon Brown taka að þverra og ástand fjármála hins op- inbera er með þeim hætti að ólík- legt er að hægt verði að ganga FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Á MEÐAN hagkerfi Frakklands og Þýskalands eru að rísa á lappir eftir niðursveiflu heldur samdrátt- urinn í því breska áfram. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum dróst hagvöxtur saman um 0,4% á þriðja ársfjórðungi og er núverandi nið- ursveifla sú lengsta frá lokum seinna stríðs. Nýjustu hagtölur komu á óvart en sérfræðingar höfðu búist við lít- illegum hagvexti. Niðurstaðan hlýtur að vera stjórnvöldum mikið lengra í þeim efnum. Þrátt fyrir að þingkosningarnar á næsta ári kunni að freista stjórnmálamanna til óábyrgra loforða geta þeir vart litið framhjá þeirri staðreynd að fjárlagahallinn er nú þegar 13% af landsframleiðslu. Þetta þýðir að Englandsbanki mun halda áfram að beita peninga- málastefnunni til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnum með víð- tækum uppkaupum á ríkis- skuldabréfum. Með öðrum orðum: Uppskrift að áframhaldandi veik- ingu sterlingspundsins og lækk- andi vöxtum. Í sjálfu sér ætti sú þróun á endanum að leiða til þess að hagkerfið komist á skrið á ný en viðsnúningurinn verður þó að eiga sér stað áður en fjárfestar taka að krefjast hærri þóknunar fyrir kaup á ríkisskuldabréfum. Fréttaskýrendur hafa bent á að viðbrögð stjórnvalda við fjár- málakreppunni hafi ekki enn þá beinst að því að leysa grundvallar- vandann. David Cottle, dálkahöf- undur Dow Jones-fréttaveitunnar segir hann holdgerast í tröll- auknum umsvifum fjármálageirans í hagkerfinu, og af stjórnvöldum og neytendum sem eru öðrum háð- ir um lánsfé. Bretar eru þarna ekki einir á báti en segja má að ríki á borð við Ísland séu í sam- bærilegri aðstöðu. Enn sem komið er bendir fátt til þess að ráðist verði gegn vand- anum í bráð. Blikur á lofti yfir breska hagkerfinu Samfelldur samdráttur í átján mánuði þrátt fyrir víðtækar efnahagsaðgerðir breskra stjórnvalda Þetta helst ... ● LÍTIL hreyfing var á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og íbúðabréfa á mark- aði í gær, en viðskipti með skuldabréf námu 10,2 milljörðum króna. Hlutabréfavelta var öllu meiri en undanfarna daga og nam tæpum 253 milljónum króna. Lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,4% en Marel hækkaði um 0,22%. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 9,09% í litlum við- skiptum. bjarni@mbl.is Litlar hreyfingar ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum á fimmtudag ákveðið að lækka útlánavexti sjóðs- ins. Lækka útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði úr 4,60% í 4,55% og vextir á íbúðalán án upp- greiðsluákvæðis lækka úr 5,10% í 5,05%. Tók hin nýja vaxtaákvörðun gildi í gær. Samkvæmt lögum um húsnæðis- mál getur stjórn sjóðsins ákvarðað vexti á útlánum með hliðsjón af fjár- mögnunarkostnaði í reglulegum út- boðum íbúðabréfa. Byggist vaxta- ákvörðunin nú á ávöxtunarkröfu í útboði á íbúðabréfum á fimmtudag- inn, en vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra íbúðabréfa eru 4,10%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna útlánaáhættu 0,20% og 0,50% vegna uppgreiðsluáhættu. bjarni@mbl.is Íbúðalánasjóður lækkar vexti á útlánum Morgunblaðið/Árni Sæberg hlutir að nafnverði) en bankinn hafði fengið þau meðal annars eftir veðkall á eignarhaldsfélagið Húnahorn sem er í eigu nokkurra stjórnenda Byrs, þ. á m. Ragnars Zophoníasar Guð- jónssonar sparisjóðsstjóra. Aðrir seljendur voru m.a. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Byrs (um 54 milljón hlut- ir að nafnverði) og Birgir Ómar Har- aldsson, stjórnarmaður Byrs (um 64 milljón hlutir að nafnverði). Miðað við það verð sem Exeter Holding keypti bréfin á var Byr 61 milljarðs króna virði, en eigið fé sparisjóðsins var 16 milljarðar í lok árs 2008 samkvæmt ársreikningi. Jafnframt höfðu markaðir fallið eftir hrunið og markaður fyrir stofn- fjárbréf lokaður. Talið er að lánið til Exeter hafi ver- ið til þess fallið að takmarka tjón MP banka og stjórnenda Byrs sem keypt höfðu stofnfjárbréf, því það var MP banki sem fjármagnaði stofnfjár- aukningu Húnahorns árið 2007. MP banki leysti síðan bréfin til sín með svokölluðu veðkalli, þar sem virði bréfanna hafði lækkað og stóð and- virði þeirra ekki lengur undir fjár- hæð lánsins sem bankinn veitti. MP banki sat því uppi með lán til Húna- horns og stofnfjárbréf í Byr sem höfðu lækkað mikið í verði. Allt að sex ára fangelsi FME rannsakaði í kjölfarið hvern- ig þau bréf sem MP gekk að enduðu í eignarhaldsfélaginu Exeter Holding. Grunur leikur á að um umboðssvik hafi verið að ræða, samkvæmt heim- ildum blaðsins, en þau eru refsiverð samkvæmt 249. gr. almennra hegn- ingarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Grun- ur leikur á að Ragnar Zophonías Guð- jónsson og fyrrverandi stjórn Byrs hafi, með því að lána Exeter Holding, misnotað aðstöðu sína og gengið þvert gegn hagsmunum eigenda sparisjóðsins, þ.e. stofnfjáreigendun- um. Ekki náðist í Ragnar Z. Guðjóns- son í gær. Niðurstaða FME að vísa máli Exeter til sérstaks saksóknara Stofnfjáreigandi beitir sér fyrir málshöfðun gegn fyrrverandi stjórn Byrs Fléttan með Exeter Holding MP banki situr uppi með lán til Húnahorns og bréf sem hafa hrapað í verði. Fær bréfin í veðkalli. Húnahorn Lán Fær bréf í Byr Húnahorn MP banki lánar Húnahorni, sem er í eigu Ragnars Zophaníasar Guðjónssonar og annarra stjórnenda Byrs, til að kaupa stofnfjárbréf í Byr árið 2007. Veðið er bréfin sjálf. Kaupir bréf Ragnar & co. Lán Exeter Holding Desember 2008. Byr lánar félaginu Exeter Holding 1,1 ma. króna. Exeter Holding kaupir stofnfjárbréf á yfirverði af MP banka og Jóni Þ. Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Birgi Ómari Haraldssyni stjórnarmanni. Lánið var veitt án persónulegra ábyrgða og er ógreitt. JónBirgir Kaupir bréf Tap vegna lánsins:Hjá eigendumsparisjóðsins,stofnfjáreigendum. Hverjir bera ábyrgð: StjórnByrs og sparisjóðsstjóri, semheimilaði lánið. Lán FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FME hefur kært mál vegna láns sem Byr veitti Exeter Holding, félagi sem var í meirihlutaeigu Ágústar Sindra Karlssonar, til sérstaks saksóknara, samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Jafnframt hyggst Guðjón Jónsson stofnfjáreigandi leita eftir heimild stofnfjárfundar fyrir því að Byr höfði mál gegn fyrrverandi stjórn sjóðsins. Lögum samkvæmt getur sparisjóður höfðað mál gegn eigin stjórn vegna tjóns sem hann verður fyrir af hálfu hennar. Málið snýst um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti Exeter Holding í tveimur hlutum, október og desem- ber 2008, eftir bankahrunið, til þess að kaupa 1,8 prósent stofnfjárhlut í Byr. Þetta lán er ógreitt. Seljandi bréfanna var MP banki (120 milljón Í HNOTSKURN »Húnahorn er í eigu Ragn-ars Z. Guðjónssonar spari- sjóðsstjóra og fjögurra ann- arra starfsmanna Byrs. »Framlag frá ríkissjóði erforsenda þess að lífi verði haldið í sparisjóðnum. Eig- infjárhlutfall Byrs er komið langt niður fyrir lögbundin mörk, er 2-3 prósent í dag. Stjórn Byrs lánaði eignarhalds- félaginu Exeter 1,1 milljarð króna til að kaupa stofnfjárbréf í Byr á yfirverði. Stofnfjáreigendur telja á rétti sínum brotið en jafnframt er grunur um saknæmt athæfi. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Í GÆR voru í iðnaðarráðuneytinu undirrituð drög að fjárfestingarsamningi við Verne Hold- ing ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. Samningurinn kveður á um tíma- bundnar ívilnanir vegna fjárfestingarinnar hér á landi, að því er segir í tilkynningu ráðuneyt- isins. Segir þar að byggt hafi verið á fyrirmynd- um í þeim fjárfestingarsamningum sem gerðir hafi verið vegna stóriðju á undanförnum árum. Jeff Munroe, forstjóri Verne Holding, segir að fyrirtækið hafi verið að vinna að samkomu- laginu ásamt stjórnvöldum um nokkurn tíma. „Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir Verne og kunnum við bæði iðnaðar- og fjármálaráðuneyt- inu miklar þakkir fyrir hve vel þessi vinna hefur gengið.“ Segir Munroe að næstu skref snúi að raforkumiðlun til hugsanlegs gagnavers og muni fyrirtækið einbeita sér að þeirri vinnu. Á næstunni mun iðnaðarráðherra leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. Í frum- varpinu er iðnaðarráðherra veitt heimild til að gera fjárfestingarsamning fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar við Verne Holding ehf. um bygg- ingu og rekstur gagnaversins svo staðfesta megi samninginn. Semja við Verne Holding Drög að samningi við Verne Holding um byggingu gagnavers undirrituð í gær Morgunblaðið/RAX ● SKILANEFND Kaupþings banka hefur frá því hún tók til starfa ráðið til sín 25 erlend ráðgjafarfyrirtæki. Um er að ræða lögmannsstofur í Bretlandi, Sví- þjóð, Danmörku, Noregi o.fl. auk endur- skoðendafyrirtækja í sömu löndum. Samkvæmt upplýsingum frá skila- nefnd Kaupþings liggur kostnaður vegna þessarar aðkeyptu ráðgjafar ekki fyrir, en hann verður fyrst kynntur fyrir kröfuhöfum. Það eru í raun þeir sem greiða því kostnaðurinn er greiddur af eignum bankans eins og allur annar kostnaður við störf skilanefndarinnar. Líklegt má telja að kostnaðurinn hlaupi á milljörðum króna. Til samanburðar má benda á að kostnaður Seðlabanka Íslands vegna ráðgjafar JP Morgan haustið 2008 nemur rúmlega einum milljarði króna, samkvæmt ársreikningi. fyrir árið 2008. thorbjorn@mbl.is Skilanefnd með 25 er- lend fyrirtæki í ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.