Morgunblaðið - 24.10.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 24.10.2009, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 • Framkvæmdastjóri – meðeigandi óskast að innflutningsfyrirtæki með bílavarahluti. • Þekkt heimilisvöruverslun. Ársvelta 120 mkr. • Framkvæmdastjóri – meðeigandi óskast að arðbæru þjónustufyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. • Markaðsmaður – meðeigandi óskast að innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Ársvelta 100 mkr. • Mjög arðbær heildverslun á landsbyggðinni. Tilvalið fyrir markaðsfólk sem vill breyta til. Ársvelta 140 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki með öruggan markað. Ársvelta 220 mkr. • Lítið innflutnings- og iðnfyrirtæki með álprófíla og fleira. Ársvelta 90 mkr. • Heildverslun með stórmarkaðsvörur (ekki matvæli). Ársvelta 120 mkr. • Rótgróið framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til neytenda. Ársvelta 160 mkr. • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Verðmæti utandyra Hafið öll áhöld, reiðhjól og önnur tæki læst inni. Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is P IP A R • S ÍA • 9 1 3 4 0 AUKIN áhrif borg- arbúa á stefnumótun Reykjavíkurborgar er markmið allra flokka í borgarstjórn Reykja- víkur. Við viljum veita borgarbúum ný tæki- færi til þátttöku í því spennandi starfi sem fram fer á vettvangi höfuðborgarinnar og við viljum tryggja að skoðanir sem flestra heyrist og geti orðið þáttur í því að móta framtíð borgarinnar okkar. Þess vegna boðar borgarstjórn Reykjavíkur til Hugmyndaþings í Ráðhúsi Reykjavíkur næstkomandi sunnudag kl. 13. Með Hugmyndaþinginu vill borgarstjórn skapa nýjan vettvang fyrir íbúa borgarinnar til að hafa áhrif á þróun hennar. Hug- myndaþingið er nú haldið í fyrsta sinn og verður vonandi að árlegum viðburði í borgarlífinu. Á þinginu gefst borgarbúum kostur á að koma hugmyndum sínum milliliðalaust á framfæri við borg- arfulltrúa og starfs- menn borgarinnar í sérstökum hugmynda- smiðjum. Boðið verður upp á fimm smiðjur með yfirskriftunum: „Í hvernig borg viltu lifa?“, „Í hvernig borg viltu læra?“, „Í hvern- ig borg viltu starfa?“, „Í hvernig borg viltu leika þér?“ og „Í hvernig borg viltu eld- ast?“ Í hverri hugmyndasmiðju verður hægt að skrifa niður hug- myndir, teikna þær eða velja. Nokkrir áhugaverðir fyrirlesarar munu kynna fyrir okkur hug- myndir sínar um þróun borg- arinnar í stuttum erindum, auk þess sem íbúar fá tækifæri til að bregðast við drögum að sókn- aráætlun fyrir Reykjavíkurborg sem unnin voru á vormánuðum að ósk borgarstjórnar. Að gerð þeirra komu á annað hundrað fulltrúa víða að úr samfélaginu. Nú sem aldrei fyrr þurfum við að taka höndum saman um framtíð Reykjavíkur til að tryggja að í þessari góðu borg við sundin blá, haldi tækifærum áfram að fjölga, íbúar skynji kraftinn, gleðina og lausnirnar í samfélaginu. Hug- myndaþingið sem borgarstjórn Reykjavíkur boðar til á sunnudag- inn er mikilvægt skref í þá átt. Ég vil því hvetja borgarbúa til að þiggja boðið og gefa Reykjavík- urborg góðar hugmyndir í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn. Vilt þú hafa áhrif á framtíð Reykjavíkur? Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » Á Hugmyndaþingi geta borgarbúar komið hugmyndum sín- um milliliðalaust á fram- færi við borgarfulltrúa og starfsmenn borg- arinnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. ÞANN 22. október sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Ís- lands í máli Jóns Pét- urs Kristjánssonar gegn Vátrygginga- félagi Íslands. Málavextir voru þeir að áfrýjandi sem starf- ar sem smiður hafði slasast við vinnu sína þann 27. desember 2006 þegar hann féll úr stiga. Mað- urinn leitaði strax til slysadeildar í kjölfari slyssins og í vottorði kemur fram að hann hafi fengið högg á hnakka og hægri fótlegg. Á árinu 2007 fór áfrýjandi svo að finna fyrir stigversnandi verk í hægri öxl. Um haustið 2007 leitaði hann ítrekað til heimilislæknis síns vegna þessa og í desember 2007 ákvað heimilislæknirinn að senda hann í sjúkraþjálfun. Í marsmánuði 2008 hafði sjúkraþjálfun ekki borið neinn árangur og sendi heim- ilislæknir áfrýjanda þá til sérfræð- ings í bæklunarlækningum. Við rannsókn þann 17. mars 2008 var leitt í ljós að mikill áverki var á hægri öxl áfrýjanda og var það nið- urstaða að áfrýjandi þyrfti að gang- ast undir aðgerð til að fá bót meina sinna. Þann 5. maí 2008 til- kynnti áfrýjandi slysið til tryggingafélagsins þar sem hann taldi sig tryggðan samkvæmt slysatryggingu laun- þega annars vegar og slysa- og sjúkdóma- tryggingu hins vegar. Bótaskyldu var hafnað af hálfu trygginga- félagsins þar sem meira en eitt ár væri liðið frá því slys varð. Því var haldið fram af hálfu tryggingafélagsins að sam- kvæmt lögum um vátryggingasamn- inga nr. 30/2004, 1.mgr. 124.gr. sem tóku gildi þann 1. janúar 2006 hafi orðið sú breyting frá fyrri lögum að skylt væri að tilkynna slys innan eins árs frá því að slys verður. Í nið- urstöðu Hæstaréttar segir: „Eins og málið liggur fyrir er ekkert fram komið um að áfrýjandi hafi orðið fyr- ir tímabundnu atvinnutjóni fyrir 17. mars 2008 eða verið kunnugt um að hann hafi orðið fyrir slíkum meiðslum vegna vinnuslyssins að af hlytist varanleg örorka. Fyrir síð- astgreindan dag hafði áfrýjandi samkvæmt þessu ekki vitneskju um atvik, sem hann gæti reist bótakröfu á gagnvart stefnda á grundvelli þeirra vátrygginga, sem um ræðir í málinu. Var því frestur samkvæmt 1. mgr. 124. gr. laga nr. 30/2004 ekki liðinn 5. maí 2008 þegar áfrýjandi til- kynnti stefnda um vinnuslys 27. des- ember 2006.“ Með þessum dómi Hæstaréttar er staðfest sú mikilvæga regla að ekki stenst sú framkvæmd sem trygg- ingafélög hafa tíðkað frá gildistöku laga nr. 30/2004 að hafna bótaskyldu hafi sá sem verður fyrir tjóni af völd- um slyss ekki tilkynnt um slysið inn- an eins árs frá því að það varð. Þá er staðfest að nýju lögin hafi í engu breytt þeirri meginreglu sem gilti í gildistíð eldri laga að um leið og sá sem verður fyrir tjóni gerir sér grein fyrir að varanlegt tjón hefur orðið af slysi hvílir sú skylda á hon- um að tilkynna slys. Dómur þessi er mikilvægur fyrir alla þá sem verða fyrir tjóni af völdum slyss. Fjöldi slysamála hefur beðið nið- urstöðu í þessu máli enda er hér um að ræða fyrsta mál sem rekið er vegna þessa eftir gildistöku nýrra laga um vátryggingasamninga. Tímamarkandi dómur Hæstaréttar Íslands Eftir Huldu Rós Rúriksdóttur »Dómur þessi er mik- ilvægur fyrir alla þá sem verða fyrir tjóni af völdum slyss. Hulda Rós Rúriksdóttir Hæstaréttarlögmaður hjá Borg- arlögmönnum í Reykjavík, flutti mál- ið af hálfu áfrýjanda í héraði og Hæstarétti. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.