Morgunblaðið - 24.10.2009, Síða 44

Morgunblaðið - 24.10.2009, Síða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 ✝ Guðbjörn Inga-son fæddist á Ísafirði 17. ágúst 1937. Hann lést 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Sveinfríður Svein- björnsdóttir frá Laugum í Súgandaf- iði, og Ingi Guðjón Eyjólfsson, skó- smiður, frá Kaldr- ananesi. Systkini hans eru: Erla, f. 1929, Haukur, f. 1930, d. 2003, Þorbjörg, f. 1935, Steingerður, f. 1939, Elvar, f. 1941, Reynir, f. 1943, d. 1999, Ester, f. 1945, Ernir, f. 1947. Guðbjörn kvæntist Elínborgu Sigurðardóttur frá Nauteyri 1. apríl 1961. Foreldrar hennar voru Sigurður Pálsson og Sigurveig Jónsdóttir. Börn Guðbjörns og El- ínborgar eru Dagný, f. 1961, d. 1979. 1) Sveinn Ingi, f. 1963, kvæntur Önnu Jakobínu Hinriks- dóttur. Börn Sveins Inga frá fyrra hjónabandi eru Dagný og hennar sonur Aron Ingi, Axel og Elín Lóa, barn hans með Önnu Jakobínu er Brynjar Ari, börn Önnu Jakobínu úr fyrri sambúð eru Guðrún H. Thoroddsen og Dagur Elí Ragnarsson. 2) Veigar Þór, f. 1968, kvæntur Kristjönu Birnu Marthensdóttur Olsen. Barn Veigars Þórs úr fyrri sam- búð er Guðbjörn Hólm, börn hans og Kristjönu eru Marthen Elvar, María Birna, Særún Thelma, Kolfinna Rós og Sólveig Perla. Guðbjörn lærði bakaraiðn í Gamla bakaríinu á Ísafirði hjá Aðalbirni Tryggvasyni og tók meistarapróf í þeirri iðn. Hann tók sér hlé frá bakstri og vann í Steiniðjunni, við múrverk, með góð- um félögum eins og Guðmundi Helgasyni og Árna Höskuldssyni, einnig í Ís- húsfélagi Ísfirðinga. Árið 1961 fór hann til Bolungarvíkur og var þar bakari í þrjú og hálft ár hjá Einari Guðfinnssyni hf., þá keypti hann bakarí á Ísafirði sem hann skýrði Búbbabakarí, sem hann rak um árabil. Seinna gekk hann til samstarfs við Bökunarfélag Ísafirðinga. Síðar vann hann hjá Skipasmíðastöð Marzellíusar, Vél- smiðjunni Þristi, og síðast hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru. Guðbjörn var mikill íþrótta- maður, stundaði knattspyrnu og starfaði lengi í knattspyrnuráði, einnig vann hann bikar til eignar fyrir víðavangshlaup. Hann starf- aði að ýmsum félagsmálum, t.d. Rauða krossinum, starfaði í fjöl- mörg ár í Lionsklúbbi Ísafjarðar og í Oddfellow-hreyfingunni. Útför Guðbjörns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 24. októ- ber, og hefst athöfnin kl. 14. Fallinn er frá fyrir aldur fram Guðbjörn Ingason (Búbbi bakari), svili minn, kær vinur og félagi í sam- tökum sem hafa að leiðarljósi í sínu starfi vináttu, kærleika og sannleika. Í þessum félagsskap naut vegferð Búdda í lífinu sín mjög vel og var hann kjörinn til forystu þar um ára- bil. Ég var svo heppinn að vera hon- um samferða á þessum vettvangi í rúman aldarfjórðung og hefur það þróað enn betur okkar vináttu í leik og starfi. Aldrei hefur gefið svo mikið á bátinn að við næðum ekki lendingu á farsælan hátt. Ég kynntist Búbba fyrir nær fimmtíu árum þegar hann og Ella Bogga mágkona mín voru að hefja samleið sína í lífinu. Þegar ég var landpóstur í Ísafjarð- ardjúpi, sem var í þrjátíu ár, átti ég hauk í horni sem Búbbi var, hann hljóp oftar en ekki í skarðið fyrir mig og leysti það svo vel af hendi að betur varð ekki á kosið. Þá kom hugsun hans um miskunnsama samverjann mjög vel í ljós. Það fer margt í gegnum hugann þegar ég minnist Búbba, bæði í póst- ferðum og öðrum ferðum. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum tveir að Nauteyri til viðgerða og lagfær- inga á gamla húsinu. Einnig minnist ég veiðiferðanna sem voru fastur lið- ur á hverju ári, annaðhvort tveir saman eða í félagi við aðra. Þá vil ég nefna verslunarmannahelgarnar, það hefur verið fastur liður hjá af- komendum þeirra Nauteyrarhjóna, Sigurveigar og Sigurðar, að hittast þá helgi á Nauteyri síðastliðin þrjá- tíu og fimm ár. Fyrir allt þetta vil ég þakka og geymi minningarnar í huganum um ókomna tíð. Ég og Valgerður kveðjum Búbba af heilum hug og ég veit að hann fær góða heimkomu hjá þeim sem öllu ræður. Ellu Boggu og afkomendum henn- ar sendum við hugheilar samúðar- kveðjur og ég veit að góður Guð verður þeim skjól og styrkur í þeim harmi sem fráfall Búbba er. Far þú heill kæri vinur í vináttu, kærleika og sannleika. Gunnar Pétursson og Valgerður Jakobsdóttir. Afi okkar var allt það sem afar eiga að vera. Hann var mjúkur og gott var að sitja í fangi hans þegar við vorum lítil og þótti okkur oft spennandi að fá að kúra í hæginda- stólnum hans. Það eru svo ótal marg- ar góðar minningar sem við geymum um afa okkar. Allar þær verslunar- mannahelgar sem við eyddum saman á Nauteyri, þar sem honum þótti svo gaman að vera, og auðvitað okkur líka, hann hjálpaði okkur að smíða báta, tilbúinn að smakka allar drullu- kökurnar sem við „bökuðum“ og kom alltaf með fisk í soðið úr netinu sem lá í fjörunni. Afi fylgdist mikið með boltanum og fóru strákarnir oft sam- an til afa að fylgjast með ýmsum leikjum sem fönguðu athygli þeirra. Uppáhaldið okkar frá bakaranum, honum afa, voru kransakökurnar sem þau amma bökuðu í sameiningu. Það er undarleg tilhugsun að hugsa ekki um þau sem eina heild, Ella og Búbbi, amma og afi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Dagný, Axel, Dagur Elí, Elín Lóa, Brynjar Ari og Aron Ingi. Búbbi afi, eins og hann var kall- aður af okkur, barnabörnunum sín- um, var frábær maður og algjör gjöf frá Guði. Hann kom fram við okkur líkt og við værum kóngar og drottn- ingar, eins og við værum æðislegustu manneskjur í heimi og að það væri ekkert sem við gerðum rangt. Hann var þekktur af öðrum sem Búbbi bakari og var algjör orkubolti. Það var virkilega gaman að honum elsku afa okkar og alveg æðislegt að sjá hann leika við yngstu fjölskyldumeð- limina enda höfðu þau með eindæm- um gaman af honum. Hann var alltaf brosmildur og jákvæður og mun bros hans ávallt búa í hjörtum okkar. Minning hans mun fylgja okkur um ókomin ár og við vitum að hann fylg- ist með okkur og styður við bakið á okkur hvað sem við tökum okkur fyr- ir hendur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ástarkveðjur frá barnabörnum þínum. Guðbjörn, Marthen, María, Særún, Kolfinna og Sólveig. Hann Búbbi Inga hefur kvatt Ísa- fjörð, sína nánustu ættingja og vini óvænt og fyrr en nokkurn gat órað fyrir. Það er mikill söknuður að þeim öðlingsdreng. Mig langar í örfáum orðum að rifja upp fáeinar góðar minningar um Búbba minn ágæta frænda, ömmu- barn Guðmundínu ættmóður Lauga- ættar. Sú fyrsta er frá mínum smá- púkaárum á Ísafirði þegar Búbbi var kornungur. Sögusviðið er gamli fót- Guðbjörn Ingason ✝ Vegna mistakabrenglaðist eft- irfarandi formáli að minningargreinum um Kristján Hafliða- son, sem var jarð- sunginn í gær. Ævi- ágripið er því birt aftur og biður Morg- unblaðið hlutaðeig- andi innilega velvirð- ingar á mistökunum. Kristján Hafliðason fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 29. apríl 1919. Hann andaðist á dvalarhem- ilinu Hrafnistu í Reykjavík 16. októ- ber 2009. Foreldrar hans voru hjónin Haf- liði Þórður Snæbjörnsson Krist- jánssonar í Hergilsey og Matthildur Jónsdóttir frá Skeljavík í Stein- grímsfirði. Kristján var næst- yngstur þriggja barna foreldra sinna, auk þess átti hann einn hálf- bróður, samfeðra, allmiklu eldri. Systkini hans, Kristján Pétur, Snæ- björn Gunnar, Guðrún Sigríður og Hafliði, hálfbróðir Kristjáns, eru öll látin. Uppeldissystir þeirra, Svava Lárusdóttir, er einnig látin. Föður sinn missti Kristján af slys- förum haustið 1926, þegar Kristján var á áttunda árinu, en Hafliði var þá aðeins 39 ára að aldri. Árið 1934 flutti ekkjan, Matthildur, með börn- in til Reykjavíkur. Árið 1945 kvæntist Kristján Gyðu Gunnarsdóttur kaupmanni. For- eldrar hennar voru Gunnar Sig- urðsson kaupmaður í Von og Mar- grét Gunnarsdóttir. Eignuðust þau hjónin þrjú börn. Þau eru: 1) Snæ- björn verkfræðingur, var kvæntur Helgu Steinsson skólastjóra, þau eiga eitt barn, Heiðrúnu Helgu, hún á þrjú börn. Seinni kona hans var Lilja Ágústa Guðmundsdóttir, kennari, og eiga þau tvö börn, Kristján, sem er í sambúð með Þór- dísi Örnu Stefánsdóttur, og Sól- veigu Lilju, sem er í sambúð með Snorra Guðbrandssyni og eiga þau einn son. 2) Matthildur lífeinda- fræðingur. Hún er gift Jóni Má Jak- obssyni vélstjóra og eiga þau einn son, Jakob Má; Matthildur á tvö börn, Gyðu, sem er gift Einari Frey Sverrissyni, eiga þau þrjú börn; og Kristján Þór, í sambúð með Brynju Pétursdóttur. 3) Gunnar, búfræðingur og sjálf- stætt starfandi atvinnurekandi. Hann á eina dóttur, Elísabetu, sem er gift Gylfa Sigurðssyni og eiga þau eitt barn. Kristján vann m.a. við vitabygg- ingar norður í Strandasýslu, vega- vinnu og girðingavinnu norður á Kjöl og símalínulögn norður við Dumbshaf. En þó var Kristjáni mest að skapi, þegar hann var við fornleifagröft í Stöng í Þjórsárdal m.a. undir leiðsögn dr. Kristjáns Eldjárn. Kristján þreytti inntöku- próf við Menntaskólann á Akureyri og stóðst það með prýði, en á þeim árum var ekki nema fjórðungur af hundrað umsækjendum, sem prófi náði. En þegar hann fór að telja krónurnar úr vasa sínum um haust- ið voru þær ekki nógu margar til eins vetrar uppihalds. Kristján lauk síðar prófi frá Ingimarsskóla í Reykjavík. Árið 1939 gerðist Krist- ján lögregluþjónn í Reykjavík, til ársins 1945, er hann réðst í póst- þjónustuna, seinna Póst og síma, allt til 1988, fyrst á bréfadeild en í seinni tíð sem yfirdeildarstjóri m.a. á bögglapóststofunni í Tryggva- götu og seinna sem póstrekstr- arstjóri í Ármúla. Síðustu árin var Kristján sérlegur ráðgjafi í þjón- ustu við fyrirtæki. Útför Kristjáns fór fram frá Ás- kirkju 23. október sl. Kristján Hafliðason AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar sambýliskonu, móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, GUÐRÚNAR LÁRU KJARTANSDÓTTUR, Heiðarhjalla 29, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans Kópavogi. Bjarni Sólbergsson, Jón Kjartan Kristinsson, Elsa Guðrún Jóhannesdóttir, Arnar Jónsson, Karítas Jónsdóttir, Kjartan Kjartansson, Halla Guðmundsdóttir, Kristín Kjartansdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur okkar, RAGNHEIÐAR KARLSDÓTTUR, Tjarnarlundi 3f, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Bakkahlíð og Skógarhlíð fyrir góða umönnun. Karl Haraldsson, Steingerður Ósk Zóphoníasdóttir, Haraldur Haraldsson, Sigurlaug Bára Jónasdóttir og fjölskyldur. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, GUNNARS HVAMMDALS SIGURÐSSONAR veðurfræðings. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir, Bill Jenkins, Helga Gunnarsdóttir, Val Bracey, Ásta Kristín Gunnarsdóttir, Oddur Björnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.