Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Eitt sinn er lítilfjörlegt blað komtil umræðu í menningarlegum kaffiklúbbi varð einum þeim orðvarasta í hópnum á að segja að í sínum huga væri það blað skolp. Þegar hann sá að það kom nokkuð á sómakæra sam- drykkjumennina ákvað hann að draga nokkuð í land. Sagðist hann sjá á svip þeirra að þeim þætti að fullsterklega væri að orði komist. En svo spurði hann hvort menn gætu ekki verið sam- mála um það að minnsta kosti að blaðið væri rörið sem skolpið fer um. Um það varð ekki ágreiningur.     Dagblaðið,sem er það ekki leng- ur, hefur skrifað margar „fréttir“ um Morgunblaðið, einkum síðustu vikurnar. Sú frétt sem komst næst því að vera rétt var um að settar hefðu verið upp tvær nýjar hurðir á annarri hæð hússins sem hýsir blaðið. Sjálfsagt hefur skrif- ari „fréttarinnar“ áttað sig á að tæpast var um stórfrétt að ræða og bætti því við til fyllingar að minnstu hefði munað að stórslys og mannskaðar hefðu hlotist af þessum merkilegu framkvæmd- um.     Og sífellt er lengra seilst og síð-ast birt hrein uppspunafrétt um meintar uppsagnir á áskrift að Morgunblaðinu. Dagblaðinu til fróðleiks skal það nefnt að frétt sem birt væri með fullyrðingum um að enginn keypti lengur það blað, hvorki í áskrift né lausasölu væri sennilega nánast upp á ein- tak jafnrétt og fréttin um Morg- unblaðið. Og er þá rétt að þeir taki upp reiknistokkinn.     Ekki muna Staksteinar lengur afhverju þessi kaffihúsasaga kom upp í hugann í upphafi þessa máls. Kaffihúsaspjall Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Algarve 21 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Brussel 9 skúrir Madríd 15 skýjað Akureyri 5 rigning Dublin 9 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Egilsstaðir 6 alskýjað Glasgow 9 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 skýjað London 12 léttskýjað Róm 12 skýjað Nuuk -5 frostrigning París 10 skýjað Aþena 20 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 10 skýjað Winnipeg 5 léttskýjað Ósló 0 snjókoma Hamborg 10 skýjað Montreal 4 skýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Berlín 10 heiðskírt New York 8 léttskýjað Stokkhólmur 6 skýjað Vín 4 súld Chicago 11 skýjað Helsinki 1 slydda Moskva -2 snjókoma Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 7. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.49 0,7 9.07 3,9 15.31 0,8 21.40 3,4 9:32 16:52 ÍSAFJÖRÐUR 5.00 0,4 11.07 2,1 17.48 0,4 23.44 1,7 9:52 16:42 SIGLUFJÖRÐUR 1.29 1,2 7.11 0,3 13.25 1,3 19.54 0,2 9:35 16:24 DJÚPIVOGUR 6.18 2,1 12.42 0,6 18.31 1,8 9:05 16:18 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 13-18 m/s og rigning S- og V-lands um kvöld- ið en hægari og þurrt á norð- austanverðu landinu. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst. Á mánudag Sunnanátt og vætusamt, en léttir til N-lands þegar líður á daginn. Hiti 5 til 10 stig. Á þriðjudag Suðvestanátt og víða skúrir, en léttskýjað A-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á miðvikudag og fimmtudag Suðaustan- og austanátt og milt veður. Víða rigning, en lík- lega úrkomulítið fyrir norðan. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, yfirleitt á bilinu 3-8 m/s. Víða rigning eða súld með köflum, bjart að mestu á suðvestanverðu landinu. Hiti 0 til 8 stig. Eftir Jónas Erlendsson Fagridalur | Árni Johnsen alþingis- maður boðaði til baráttufundar í Víkurfjörunni sunnan við Vík í Mýrdal í ljósaskiptunum á fimmtu- dag. Fundurinn var boðaður með mjög skömmum fyrirvara og þrátt fyrir það mætti um einn þriðji af þorpsbúum á fundinn. Málefni fundarins var sú brýna þörf sem hefur skapast fyrir því að farið verði að hefja vinnu við gerð sjó- varnargarðs sunnan við þorpið en undanfarin ár hefur sjórinn brotið sífellt meira land og þar af leiðandi færst nær byggðinni og eru íþrótta- mannvirki staðarins og síðan skól- inn orðin í verulegri hættu ef ekk- ert verður að gert. Árni taldi nauðsynlegt að gengið yrði strax til verka og verkinu yrði lokið í einum áfanga áður en stór- skaðar verða af sjógangi. Kostnaðaráætlun við verkið er upp á 250 miljónir króna. Hann var mjög ánægður með mætingu heimamanna á fundinn en hann skaut á að á fundinn hefðu mætt um hundrað manns þrátt fyrir rok og rigningu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fjölmenni á brimgarðs- fundi í Víkurfjöru í Vík LANDSMENN allir geta pantað tíma á heilsu- gæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svína- flensu frá og með mánudeginum 16. nóvember. Viku síðar, mánudaginn 23. nóvember, verður byrjað að bólusetja þá sem fyrstir skráðu sig. Til stóð að hefja almenna bólusetningu fyrr, en þar sem minna kemur af bóluefninu í næstu sendingu en vonir stóðu til verður þessi seink- un. Þegar hafa um 30.000 manns verið bólusettir hérlendis og verður áfram unnið að því að bólu- setja sjúklinga í skilgreindum forgangshópum. Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar hafa þó vissar áhyggjur af að sjúklingar í skilgreindum forgangshópum og vanfærar konur skili sér ekki eins vel til bólusetningar og æskilegt væri. Sóttvarnalæknir hvetur því vanfærar konur og þá sem eru með „undirliggjandi sjúkdóma“ til að panta þegar í stað tíma fyrir bólusetningu á næstu heilsugæslustöð. Þá er eindregið mælst til þess að aðstand- endur barna, ungmenna og aldraðra með „undirliggjandi sjúkdóma“ sjái til þess að við- komandi láti bólusetja sig. Almenn bólusetning gegn svínaflensu hefst 23. nóvember Svínaflensa Um 30.000 hafa verið bólusettir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.