Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÍSLENSKU torfbæirnir verða á yf-
irlitsskrá um þær minjar hér á landi
sem til greina kemur að sækja um
að fari á heimsminjaskrá UNESCO
á næstu árum. Yfirlitið verður vænt-
anlega sent til UNESCO í byrjun
næsta árs en Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður, formaður
heimsminjanefndarinnar íslensku,
segir að það sé margra ára verkefni
að undirbúa skráningu torfbæjanna.
Flest eða öll torfhúsin í húsasafni
Þjóðminjasafnsins verða uppistaðan
í þessari raðtilnefningu sem rík-
isstjórnin samþykkti á sínum tíma.
Þar á meðal eru helstu torfbæir
landsins sem nú standa uppi og ein-
stök torfhús, á alls liðlega tuttugu
stöðum. Öll húsin eru á landsbyggð-
inni og Margrét vekur athygli á því
að ef torfbæirnir fáist skráðir kom-
ist stór hluti landsins á heims-
minjaskrá. Það sé mikilvægt fyrir
minjavörsluna, söfnin á viðkomandi
stöðum, ferðaþjónustuna og al-
menning í landinu.
Umhverfi húsanna fylgir með og
því getur þurft að leysa ýmis mál
sem því tengist. Þá segir Margrét
að ekki sé einungis verið að tilnefna
torfhúsin sjálf sem séu úr for-
gengilegu efni heldur torfhúsahefð-
ina, aðferðafræðina og verkþekk-
inguna og sambúð manns og
umhverfis.
„Torfbæirnir eru meðal okkar
mikilvægustu minja. Þær eru merk-
ar í alþjóðlegu samhengi. Lögð hef-
ur verið áhersla á að standa sem
best að varðveislu þeirra, við erfiðar
aðstæður þar sem fjármagn hefur
verið af skornum skammti,“ segir
Margrét.
Ekki nægur sómi sýndur
Hún tekur undir það að sam-
félagið hafi ekki sýnt þessari menn-
ingararfleifð nægan sóma. Segir að í
góðærinu hafi verið lögð áhersla á
að koma upp nýjum sýningum og
setrum. „Ég bind vonir við það að
þegar menn komast aftur niður á
jörðina aukist skilningur á varð-
veislu torfbæjanna sem eru meðal
okkar merkustu minja,“ segir Mar-
grét.
Hún telur einnig að skráning á
heimsminjaskrá muni, auk þess að
fá alþjóða samfélagið til liðs við Ís-
lendinga í verkefninu, auki skilning
hér innanlands á gildi torfbæjanna.
Húsasafn Þjóðminjasafns-
ins verður undirstaðan
Unnið að undirbúningi tilnefningar torfbæjarins á heimsminjaskrá
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Torfbær Glaumbær í Skagafirði er einn af merkustu torfbæjum landsins. Hann verður tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO ásamt fleiri bæjum.
Í HNOTSKURN
»Þingvellir og Surtseyeru þegar á heims-
minjaskrá UNESCO.
» Íslendingar eru aðilarað tveimur alþjóðlegum
tilnefningum, Víkingaminj-
um og Atlantshafshryggn-
um.
»Einnig er unnið að til-nefningu torfhúsaarfs-
ins, Breiðafjarðar, Vatna-
jökulsþjóðgarðs og Mývatns.
Nemendum
9. bekkja ís-
lenskra
grunnskóla
gefst nú í ní-
unda skipti
færi á að
keppa í
stærðfræði
við jafnaldra sína á Norðurlöndum.
Keppnin nefnist Best og er um að
ræða bekkjarkeppni, ekki einstakl-
ingskeppni.
Fyrsta lota keppninnar hefst 16.
nóvember nk.
Bekkjakeppni
í stærðfræði
Reikningur á blaði.
Eftir Sigmund Sigurgeirsson
MAGN brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu í
Hveragerði mælist langt undir viðmiðunar-
mörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Þetta sýna tilraunamælingar sem fram-
kvæmdar voru af Umhverfisstofnun að kröfu
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna virkj-
unarframkvæmda á Hellisheiði og í nágrenni.
Mælingarnar fóru fram á tímabilinu mars
til október á þessu ári. Hæsta sólarhringsgildi
sem mældist í Hveragerði reyndist 40 míkró-
grömm á rúmmetra (míkrógramm er einn
milljónasti úr grammi) og meðaltalsgildið
reyndist talsvert lægra. Í þrjú skipti náði
magnið 30 míkrómetrum á rúmmetra.
Heilsuverndarviðmið Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar er 150 míkrógrömm að meðal-
tali á rúmmetra. Á sama tímabili var hæsta
sólarhringsgildið á höfuðborgarsvæðinu 34
míkrógrömm á hvern rúmmetra, en meng-
unarmælir er á Grensásvegi í Reykjavík. Þar
hefur sólarhringsgildið þó hæst farið í 90
míkrógrömm á rúmmetra en brennisteins-
vetni í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu er
eingöngu að rekja til virkjanasvæðisins á
Hellisheiði.
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá
Umhverfisstofnun sem annaðist mælingarnar,
segir erfitt að draga miklar ályktanir af niður-
stöðum mælinganna. „Helst kom okkur á
óvart að mengunin í Hveragerði reyndist
meiri í vestanátt en í öðrum áttum. Það bend-
ir til að meiri mengun sé í Hveragerði frá
virkjunum á Hellisheiði en frá jarðvarma-
svæðum í bænum sjálfum og af svæðinu norð-
an hans.“
Ekki séu til nein sérstök íslensk viðmið-
unarmörk um magn brennisteinsvetnis, en
reglugerð um slíkt sé þó væntanleg. „Ég get
ekki sagt til um hvort þau mörk verði höfð
lægri en viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, en gef mér að þau verði ekki
hærri.“
Talsvert hefur verið rætt um magn brenni-
steinsvetnis í lofti sem losnar m.a. við út-
blástur frá gufuaflsvirkjunum. Brennisteins-
vetni er að jafnaði um 0,05% þess sem kemur
upp með gufustróknum en það er mismunandi
eftir svæðum. Gasið er alla jafna um fimmt-
ungi þyngra en andrúmsloftið og lyktin sterk,
líkt og þekkist í grennd við hverasvæði víða
um land.
Almenningur getur
fylgst með mælingum
Nú er unnið að uppsetningu þriggja mæli-
stöðva í grennd við virkjanir á Hellisheiði og
verður hægt að fylgjast náið með þróun
mengunar á því svæði. Stöðvarnar verða á
Hellisheiði, í Hveragerði og í Norðlingaholti,
ysta hverfi Reykjavíkur. Mælarnir eru settir
upp og kostaðir af Orkuveitu Reykjavíkur
sem þarf að mæla útblástur brennisteins-
vetnis og annarra efna til að uppfylla starfs-
leyfiskröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri
heilbrigðiseftirlitsins, segir mælingarnar
hluta af mengunarvörnum OR. Almenningur
mun geta fylgst með mælingunum á heima-
síðu heilbrigðiseftirlitsins þar sem upplýsing-
arnar birtast í rauntíma.
Til að bregðast við menguninni, sem er ekki
síst lyktarmengun, hefur OR brugðið á það
ráð að fanga efnið og dæla því aftur niður í
jarðhitageyminn. Þorsteinn telur það farsæl-
ustu lausnina heppnist tilraunin.
Mengun vel undir mörkum
Brennisteinsvetni mælist undir viðmiðunarmörkum í Hveragerði Íslensk reglugerð væntanleg
Þrjár mælistöðvar settar upp við virkjanir á Hellisheiði Tilraun gerð með að fanga lyktarmengun
Morgunblaðið/RAX
Í sumarsól Ferðamenn slappa af við heitan læk ofan við Hveragerði.
Í HNOTSKURN
»Viðmiðunarmörk WHO um magnbrennisteinsvetnis eru 150 μg/m3 að
meðaltali. Einungis einu sinni hefur slík
tala sést, og var það á mæli í grennd við
Smárann í Kópavogi.
»Kolsýra er langstærstur hluti gasssem kemur frá jarðvarmavirkjunum,
brennisteinsvetni er í minna magni, en
hlutfallið er mismunandi eftir svæðum.
TRITON ehf. tók
þátt í vörusýning-
unni „China Fis-
heries & Seafood
Expo 2009“ sem
haldin var í
Qingdao í Kína
dagana 3.-5. nóv-
ember sl. Með
þátttöku sinni á
þessari stærstu
sjávarvörusýn-
ingu Asíu fylgir Triton eftir sölu-
átaki sínu á grásleppu til Kína en
fyrirtækið opnaði fyrir þessi við-
skipti í ár með með útflutningi á
rúmum 70 t af grásleppu. Um þrjú
þúsund tonn af grásleppu falla til á
ári, en eins og kunnugt er hafa hing-
að til einungis hrogn grásleppu ver-
ið nýtt en fiskinum sjálfum er hent.
Grásleppukarlar
binda vonir við
útflutning til Kína
Grásleppukarlar
framtíðar?
JÓLABASAR
þeirra heim-
ilismanna Hrafn-
istu í Hafnarfirði
sem taka þátt í
iðjuþjálfun dval-
arheimilisins
verður haldinn í
dag, laugardag-
inn 7. nóvember.
Basarinn verður
haldinn í Menn-
ingarsalnum á milli kl. 12 og 18 og
vera kann að þar leynist góðar gjaf-
ir í jólapakkana.
Jólabasar á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
Hlýjar gjafir Koma
sér vel á veturna.