Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 32

Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 FYRR í vetur bár- ust fregnir af því í fjölmiðlum að músl- imar úr röðum stúd- enta við Háskóla Ís- lands hefðu fengið leyfi hjá deildarforseta guðfræði- og trúar- bragðafræðideildar til að biðjast fyrir í kap- ellu Aðalbygging- arinnar yfir ramadan- hátíðina. Beiðni músl- imanna sýnir ekki aðeins einlæga og sjálfsagða þörf þeirra fyrir að fá að iðka trú sína í háskólasamfé- laginu heldur leiðir hún einnig í ljós víðsýna og umburðarlynda afstöðu þeirra til kristinna manna og helgi- staða þeirra. Þessi jákvæða afstaða músl- imanna ætti engum að koma á óvart sem þekkingu hefur á trúar- bragðafræðum, enda líta þeir svo á að trúarbrögðin gyðingdómur, kristindómur og íslam eigi sameig- inlegar rætur hjá ættföðurnum Abraham og varði öll trúna á hinn eina sanna Guð sem allir hlutir séu runnir frá, enda þótt þau greini á um með hvaða hætti hann nákvæm- lega leiði manninn aftur til sín. Að kristnum skilningi opinberast Guð í persónu Jesú Krists og mætir manninum í lífi hans og boðun, krossdauða og upprisu, en músl- imar segja að Jesús hafi aðeins ver- ið spámaður sem hafi vísað veginn fram að Múhameð. Óhætt er að segja að margir kristnir menn á Ís- landi hafi glaðst yfir því að þessir múslimar hafi viljað leita Guðs í bæn í kristinni kapellu en að sama skapi komu einnig fram ýmsir sem ýmissa hluta vegna gagnrýndu á opinberum vettvangi bænaiðkun þeirra þar. Í öllum trúarbrögðum eru skipt- ar skoðanir um hvernig líta beri á önnur trúarbrögð. Þannig tala trúarbragðafræðingar um þröng (exclusive), opin (inclusive) og jafn- vel fjölhyggjuleg (pluralistic) við- horf innan allra trúarbragða til annarra og jafnvel innan sjálfra helgirita þeirra. Jafnt kristnir sem múslimar, sem hafa þrönga eða jafnvel í sumum tilfellum sér- trúarlega afstöðu til annarra, myndu lík- lega gagnrýna það að helgistaðir þeirra yrðu notaðir til bænahalds af mönnum sem kenna sig við önnur trúar- brögð. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að tala um tvo aðgreinda guði þess- ara trúarbragða vegna ágreinings þeirra um með hvaða hætti Guð opinberi sig í vissum efnum. Aðrir myndu segja að taka verði tillit til þess að staðurinn hafi eingöngu verið helg- aður viðkomandi trú, hvað sem sagt verður um önnur trúarbrögð. Þeir sem hafa opna afstöðu til annarra trúarbragða eru hins vegar tilbúnir að viðurkenna hvað þeir eigi sam- eiginlegt og mætast á þeim grund- velli á m.a. helgistöðum sínum án þess þó að draga úr vægi þess sem aðskilur, en þeir sem teljast fjöl- hyggjusinnaðir líta svo á að flestar ef ekki allar leiðir til Guðs eða hins háleita sannleika, hvernig sem hann er skilgreindur, geti að lokum reynst jafngildar. Út frá sjónarhóli trúarbragðafræðinnar geta öll þessi viðhorf átt rétt á sér. Fjölmörg dæmi eru um að kap- ellur og kirkjur þjóðkirkjunnar um land allt standi opnar öðrum kristnum kirkjudeildum sem ekki kenna sig við evangelísk-lútherska trúarhefð, svo sem rómversk- kaþólsku kirkjunni og Nýju post- ulakirkjunni. Þá eru sömuleiðis fjölmörg dæmi um bæði þver- trúarlega fundi og athafnir í ís- lenskum kirkjubyggingum á und- anförnum árum. Síðastliðið sumar bauð t.d. biskup Íslands guðleys- ingjanum Dalai Lama, forystu- manni einnar helstu greinar tíb- etsks búddisma, til „samtrúarlegrar friðarstundar“ í Hallgrímskirkju þar sem fulltrúar nokkurra trú- félaga í landinu fengu sömuleiðis að halda ávarp og lesa texta úr helgi- ritum sínum. Í þessum hópi voru m.a. fulltrúar Ásatrúarfélagsins, Bahá’ía og Félags múslima á Ís- landi en forystumaður þess síðast- nefnda söng þar heilan kafla úr Kóraninum. Í raun er það yfirlýst stefna þjóðkirkjunnar að hvetja alla til að leita til Guðs og biðja til hans hvort sem er innan kirkjubygginga hennar eða utan, en sjálf gerir hún það í nafni Jesú. Auðvitað skiptir máli hvernig staðið er að þvertrúarlegum sam- skiptum og athöfnum og þarf m.a. að gæta þess að helgihaldi allra hlutaðeigenda sé auðsýnd gagn- kvæm virðing. Þannig er eðlilegt að ætlast sé til að þeir múslimar sem kjósi að biðja til Guðs í krist- inni kapellu auðsýni helgihaldinu þar tilhlýðilega virðingu og hylji t.d. ekki trúartákn á borð við krossa. Engin ástæða er til að gagnrýna umgengni þeirra í há- skólakapellunni og hefur raunar framkoma þeirra öll verið til fyrir- myndar. Öll trúfélög múslima á Ís- landi hafa að sama skapi lagt sitt af mörkum til að stuðla að jákvæð- um samskiptum fólks af ólíkum trúarbrögðum hér á landi, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trú- félaga. Kapella Háskólans er ekki að- eins hlaðin kristnum trúartáknum, heldur er hún líka friðað mannvirki sem ekki verður breytt. Þess vegna getur hún ekki til frambúðar þjón- að sem samtrúarlegt rými þar sem öllum væri gert jafnhátt undir höfði. Því ber að fagna að rektor skuli segja að Háskólinn hafi í hyggju að bjóða stúdentum upp á annað trúarlegt, hlutlausara bæna- og hugleiðsluherbergi eins og víða tíðkast erlendis. Vonandi mun þó kapellan einnig standa öllum opin sem það vilja og eru tilbúnir að sýna hinu kristna helgihaldi þar til- hlýðilega virðingu óháð trúaraf- stöðu og trúarbrögðum. Fjölmargir þjóðkirkjumenn myndu fagna því. Eftir Bjarna Rand- ver Sigurvinsson » Vonandi mun kap- ellan standa öllum opin sem það vilja og eru tilbúnir að sýna hinu kristna helgihaldi þar tilhlýðilega virðingu óháð trúarafstöðu. Bjarni Randver Sigurvinsson Höfundur er starfsmaður trúarbragðafræðistofu HÍ og stundakennari þar. Aðgangur múslima að kapellu HÍ SITTHVAÐ hefur verið rætt um mæting- ar eða öllu heldur mæt- ingarleysi Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar á fundi skipu- lagsráðs Reykjavíkur, þar sem hann situr sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins. Hefur Björk Vil- helmsdóttir, áður borgarfulltrúi Vinstri grænna nú Samfylkingar, verið nokkuð dugleg að tjá sig um þetta mál og m.a. látið hafa eftir sér að Sigmundur Davíð hafi þegið rúma milljón í laun fyrir það tímabil sem hann hefur setið í skipulagsráði. Hefur hún komizt að því að miðað við að Sigmundur Dav- íð hafi mætt á alls 19 fundi hafi hann þar með þegið um 53 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund. Þar fyrir ut- an hafi Sigmundur Davíð kallað til varamann sinn í önnur 19 skipti og sá hafi þegið að auki um 200 þúsund krónur eða 10-11 þúsund fyrir fund- inn. Nú bætir það ekki bölið þó að bent sé á annað verra. En þegar svona fréttir koma fyrir augu manns getur maður varla orða bundizt. Ég þekki Sigmund Davíð Gunn- laugsson ekki neitt og ætla ekki að taka að mér að svara neitt sérstak- lega fyrir hann. Enda geri ég ráð fyrir að hann sé alveg maður til þess sjálfur. Mér þykir bara að Björk Vil- helmsdóttur væri hollast að hafa sig hæga í þessari umræðu. Hvað gengur henni og hennar samherjum eiginlega til að vera að tjá sig í fjölmiðlum, með tilheyrandi reikningsdæmum, um mætingu Sig- mundar Davíðs eða yfirleitt nokkurs annars á nefndarfundi borgarinnar? Ekki eru allir flekklausir þar á bæ. Því háttar nefnilega þannig til að varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti hennar í borgarstjórn, Dag- ur B. Eggertsson, hefur t.a.m. verið nokkuð duglegur að tilkynna forföll á stjórnarfundum Faxaflóahafna þar sem hann situr sem fulltrúi síns flokks. Á þessu ári hafa t.d. verið haldnir 11 fundir hjá stjórn Faxa- flóahafna og þar af hefur Dagur B. séð sér fært að mæta á 5 þeirra. Ég sel það ekki dýr- ara en ég keypti það en ég hef heyrt að Dagur þiggi 100 þúsund krón- ur á mánuði fyrir þessa stjórnarsetu þrátt fyrir að hafa ekki mætt á helming þeirra funda sem stjórnin hefur haldið á þessu ári. Með svipuðu reikningsdæmi og vitnað var til hér að ofan má komast að þeirri niðurstöðu að Dagur B. Eggertsson hafi þegið um 220 þúsund krónur fyrir hvern set- inn fund. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson er því ekki einu sinni hálf- drættingur á við hann. Hugsanlega hefur Sigmundur Davíð, sem er vissulega óreyndari í pólitíkinni en Dagur B., aðeins ætlað að taka sér reyndari menn sér til fyrirmyndar með því að mæta svona „Dag“-lega á fundi. Varamaður Dags B. Eggerts- sonar hefur hins vegar verið dugleg- ur að mæta fyrir hann á stjórn- arfundi Faxaflóahafna. Ekki veit ég hvað varamaðurinn þiggur í laun en líklega ætti það ekki að vefjast fyrir honum að gefa það upp. Varamaður Dags B. Eggertssonar í stjórn Faxa- flóahafna er nefnilega enginn annar en áðurnefnd Björk Vilhelmsdóttir. Ég ætla ekki gera að umtalsefni meint mætingarleysi Dags B. Egg- ertssonar á fundum borgarráðs og ferðamálaráðs þó að fróðlegt væri að vita hvað hann hefur þegið fyrir hvern fund í þeim embættum og hvað varamenn hans hafa einnig þegið. En ég held að spuni samfylk- ingarmanna hafi heldur betur snúist í höndum þeirra í þessu máli og Björk Vilhelmsdóttur hafi tekist að skjóta sig illilega í fótinn. Eftir Emil Örn Kristjánsson »Hugsanlega hefur Sigmundur Davíð aðeins ætlað að taka sér reyndari menn sér til fyrirmyndar með því að mæta svona „Dag“-lega á fundi. Emil Örn Kristjánsson Höfundur er leiðsögumaður. Varamaður, líttu þér nær Það fer að verða soldið erfitt að botna íilla þefjandi ríkisstjórninni. Ög-mundur stekkur í ofboði úr hennihaldandi fyrir nefið en styður hana hins vegar heilshugar. Hann er svo hrifinn af þessari ríkisstjórn að hann getur ekki fengið af sér að sitja í henni mín- útunni lengur. Guðfríður Lilja vill sömuleiðis ekki sjá að taka sæti í þessari rík- isstjórn og kúgast við til- hugsunina en styður hana hins vegar alveg af alefli. Hugsunin er einhvern veg- inn svona: „Ég vil engan þátt eiga í ykkar heimsku- lega glæpapukri og vil ekki bendla mig við ykkar rugl, en ég styð ykkur hins vegar af heilum hug því frekar vil ég hreina vinstri óstjórn en óhreina hægri óstjórn.“ Ég veit ekki hver nennir að reyna að skilja þetta. Það er eins og hvert sæti í þessari ríkisstjórn sé rafmagnsstóll sem enginn vill tylla sér í nema fársjúkir valdafíklar. Steingrímur J. er löðursveittur á harða- hlaupum út um allan heim til að redda snúrum og drasli í öndunarvél þessarar ríkisstjórnar sinnar og snýst eins og vindhani í ofsaroki og sturtar niður hverju kosningaloforðinu á fætur öðru enda hefur hann sagt að stefna flokks síns samræmist ekki raunveruleikanum. Ráðríkið, það er ég Jóhanna Skjaldborg Sigurðardóttir forsæt- isráðherfa er líklega illskiljanlegust þeirra sem nenna að sitja í þessari nor-rænulausu helferðarstjórn. Henni finnst best að stjórna með kúgunum og hótunum eins og yndislegi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hennar og hún heimtar samstillta samvillta samspillta rík- isstjórn sem er til í að láta ALLT yfir sig og þjóðina ganga til að tryggja inngöngu í ESB sem fyrst. Einkunnarorð Jóhönnu eru: Ráð- ríkið, það er ég. Þetta er ráðríkisstjórn Jó- hönnu. Hún flæmdi Ögmund burt af því hann hafði sjálfstæða hugsun og vildi halda í þann mikilvæga fyrirvara að við gætum leitað réttar okkar fyrir dómstólum varðandi Icesave- ruglið. Skömmu eftir að hafa sparkað Ög- mundi út á götu snerist hún 180 gráður og sagði að „það væri auðvitað ekki ásættanlegt ef okkur væri bannað að leita rétta okkar síðar meir, ef í ljós kemur að okkur hafi ekki borið þessi greiðsluskylda á icesave-láninu“. Og núna snýst hún aftur 180 gráður og vill ásamt villta spillta vinstrinu samþykkja að ákvæðið um dómstóla verði gert marklaust og einsk- isvert! Hvað er að? Ég er ekki alveg nógu þroskaheftur til að skilja þennan hringlanda- hátt. Fyrir örfáum mánuðum vildi hún troða þessum ánauðarsamningi ólesnum í gegnum þingið án ALLRA fyrirvara. Hún hendir Ög- mundi út og tekur síðan undir allt sem hann sagði sem var orsök þess að hún henti honum út. Og núna snýr hún aftur við blaðinu og sam- þykkir að ef málið fari fyrir dómstóla þá töpum við því jafnvel þótt við vinnum. Eru ekki til einhver lyf við þessu? Hring eftir hring eftir hring eftir hring fer flokkurinn Af hverju ganga ekki allir úr þessari rík- isstjórn úr því að verið er að framkvæma þar hluti sem allir virðast vera ósammála? Meira að segja Jóhanna er ósammála sjálfri sér. Steingrím J. væri að vísu ekki hægt að losa úr stólnum með járnkarli og kúbeini og 50.000 volta rafstuði því hann er jú hugsjónamaður. Hugsjón hans er að sitja sem fastast. Hann er eins og farþegi í strætisvagni sem fer með hon- um hring eftir hring mánuðum saman án þess að vita hvert hann er að fara og hvort hann sé yfirleitt í réttum vagni, en vill ekki standa upp og fara úr á næstu stoppustöð af ótta við að sjálfstæðismaður setjist í sætið hans. Jóhanna situr rammvillt og samvillt við stýrið í vag- úmpökkuðum stjórnklefa. „Viðræður bann- aðar við vagnstjóra í akstri.“ Kleppur – Hrað- ferð. Óskastjórn pottaglamraranna Endurtek: Fyrir örfáum mánuðum reyndu dýrðlingarnir gegnsæju þau Jóhanna Skjald- borg og Steingrímur Gjaldborg að lauma Ice- save-ánauðarsamningnum ólesnum í gegnum Alþingi, án allra fyrirvara, og töluðu um „frá- bæran samning“ sem Svavar-ég-nenni-þessu- ekki-Gestsson og einhver Mr. Bean krotuðu annars hugar undir í útlandinu að beiðni Stein- gríms, góðvinar þeirra. Samfylkingarforkólf- arnir töluðu þá um að þeir myndu samþykkja hann blindandi eins og kettlingar og voru skýj- um ofar í einfeldni sinni, fákunnáttu og ábyrgðarleysi. Þetta er óskastjórnin sem búsáhaldabylt- ingin vildi sjóða saman í pottunum sínum. Hér er hún komin: „Hrein“ vinstristjórn. Hreinn viðbjóður. Þessi nor-rænulausa helferð- arstjórn veit samt ekki hvort hún er að koma eða fara en hún mætti gjarnan fara, – fara ein og óstudd til heljar án þess að draga þjóðina með sér í fallinu. Við þurfum að fá hér utanþingsstjórn, – neyðarstjórn skipaða óklíkutengdum, klárum, heiðarlegum, frjálsum og óháðum fagmönnum. Ef engir slíkir innlendir fagmenn finnast þá mega þeir allir vera erlendir mín vegna. Jafn- vel helst erlendir. Allavega kæri ég mig ekki um fleiri gjörspillta, vanhæfa, vankaða, eig- inhagsmunapotandi, keypta og illa þefjandi stjórnmálaviðvaninga í boði Baugs, kúlu- vambabankanna og FL-Group, hvar í flokki sem þeir hanga. stormsker@gmail.com Laugardagshugvekja Sverris Stormskers Nor-rænulausa helferðarstjórnin Sverrir Stormsker

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.