Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 45
Minningar 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ✝ Óli Júlíus Björns-son fæddist á Siglufirði 16. desem- ber 1926. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu á Blönduósi mánudaginn 26. októ- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Björns Skarphéð- inssonar, f. 22.10. 1896, d. 31.5. 1955 og Bjargar Bessadóttur, f. 12.6. 1896, d. 3.2. 1934. Systkini Óla voru Ingibjörg, f. 1918, og Skarphéðinn, f. 1924, þau eru bæði látin. Árið 1948 kvæntist Óli Ástu Bjarnadóttur, f. 26.2. 1932, d. 25.7. 1992. Foreldrar hennar voru Bjarni Júlíus Ólafsson, f. 1.7. 1905, d. 13.5. 1981 og Helga K. Jóhannsdóttir, f. 6.7. 1909, d. 6.1. 1994. Sambýliskona Óla frá árinu 1995 er Sigríður Pálsdóttir, f. 27.1. 1927. Börn Óla og Ástu eru: 1) Sverrir Sævar, f. 4.4. 1949, kvæntur Björgu Viktoríu Zophoníasdóttur, f. 28.5. 1952. Börn þeirra eru: Björn, f. 24.11. 1970, maki Una K. Árnadótt- Þór Tryggvason. Sonur Birnu og Halldórs Einarssonar er Ástþór Óli, f. 17.5. 1982, unnusta Erla María Eðvarðsdóttir, sonur þeirra er Óli- ver Leó, f. 16.10. 2007. 3) Helga, f. 15.5. 1955, gift Óskari B. Elefsen, f. 10.12. 1956, dætur þeirra eru Aníta, f. 26.12. 1987, unnusti Jón Karl Ágústsson og Sigríður, f. 18.10. 1989. Dætur Helgu og Finns Hauks- sonar, f. 10.11. 1955, d. 23.11. 1986 eru Dagný, f. 6.9. 1978, dóttir henn- ar er Sylvía Ósk, f. 28.6. 1997 og Sandra, f. 9.1. 1983, unnusti Hjalti Gunnarsson, f. 12.2. 1982, dóttir þeirra er Tinna, f. 26.2. 2009. 4) Júl- ía, f. 30.7. 1962, gift Reyni Karls- syni, f. 23.4. 1960, börn þeirra eru Ásta Rós, f. 21.8. 1986, unnusti Ólafur Guðbrandsson og Gabríel, f. 7.11. 1990, unnusta Bára Dögg Þór- isdóttir. Eftir lát móður Óla ólst hann upp hjá föður sínum og móðursystur sinni Sigríði Bessadóttur. Eftir að Óli lauk hefðbundinni skólagöngu hneigðist hugur hans snemma til sjós og sjómennsku, sem hann stundaði mestalla sína ævi. Óli var virkur í harmonikkusveit Siglu- fjarðar og einnig á Blönduósi eftir að hann fluttist þangað árið 1995. Útför Óla fer fram frá Siglufjarð- arkirkju í dag, 7. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. ir, börn þeirra eru Óli Júlíus, f. 10.7. 2001 og Heiðrún María, f. 25.1. 2005. Áður átti Una Árna Rúnar, f. 21.2. 1994 og Andreu, f. 11.4. 1998. Óli Brynjar, f. 23.6. 1972, var kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur, börn þeirra eru Sverrir Sævar, f. 19.10. 1998, Karen Ósk, f. 25.3. 2000, Halldór Alex, f. 22.6. 2004 og Rakel Ósk, f. 17.10. 1992. Elva Dögg, f. 18.1. 1976, maki Ólaf- ur V. Sigurðsson, börn þeirra eru Guðrún Viktoría, f. 1.6. 2004, Árný Eyja, f. 5.4. 2006 og Sigurður Trist- an, f. 17.9. 2009. Áður átti Elva Björgu Köru, f. 19.12. 1994 og Sverrir Örvar, f. 28.5. 1998. Heimir, f. 6.11. 1980, maki Eygló Þóra Ótt- arsdóttir, dóttir þeirra er Elísabet Ásgerður, f. 19.11. 2005. Karen Sif, f. 2.11. 1984, maki Þórarinn Magn- ússon. 2) Birna, f. 15.5. 1955, gift Arnari E. Ólafssyni, f. 26.4. 1956. Dóttir þeirra er Díana Lind, f. 16.9. 1990, unnusti hennar er Þorsteinn Elsku pabbi og tengdapabbi. Við kveðjum þig með þessu fal- lega ljóði og þökkum þér samfylgd- ina. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Hvíl í friði, öðlingur. Júlía og Reynir. Það var síðla vetrar fyrir tæpum 15 árum síðan er sól hækkaði á lofti yfir Blönduósi að við fréttum að það væri að fjölga í heimili á Urð- arbrautinni. Mamma hafði kynnst manni frá Siglufirði og við hlökk- uðum mikið til að sjá hann og hitta. Sú samleið sem við erum búin að eiga með Óla síðan er búin að vera sérlega ánægjuleg og gefandi og var það því erfið stund þegar sím- tal barst um andlát hans. Tónlistin skipaði mjög stóran sess í lífi Óla á efri árum og það voru fá skiptin sem við komum í heimsókn og ekki heyrðist annað- hvort í harmonikunni eða harmon- ikutónlist í spilaranum. Ekki sló maður hendinni á móti því að fá að hlusta á hann spila nokkur lög og þögnuðu þá allir, hlustuðu og fyllt- ust hugarró. Alltaf var stutt í glettni og grín hjá Óla og var hann alltaf til í smá grín sem særði eng- an, því honum var virkilega annt um alla sem í kringum hann voru. Þótti honum mjög gaman að taka í litlar hendur og leiða um og sýna það sem fyrir augu bar og fannst það miklu skemmtilegra heldur en að tala um einhver þjóðfélagsmál. Mjög oft spurði Óli frétta af þeim sem hann vissi að áttu við einhvern krankleika að stríða og kom þar vel í ljós hvað honum var umhugað um alla sem voru í kringum hann. Ferðalög voru hluti af því að vera harmonikuspilari og fóru mamma og Óli á margar harmonikuhátíðir og gistu þá yfirleitt í tjaldi eins og hver önnur unglömb og spilað var á nikkur fram á nætur. Óli var bind- indismaður og dró enga dul á það hvað hann taldi notkun á áfengi eða tóbaki mikið böl. Oft komu þau til Reykjavíkur til okkar og í seinni tíð notuðu þau rútuna til ferðalaga. Þótti okkur þá mjög gaman að skreppa í bíltúra saman til að skoða borgina og borgarlífið. Stundum var farið út úr borginni, eins og í sumar þegar við keyrðum Þing- vallahringinn með nesti og fínerí. Eins gladdi það okkur mjög þegar Óli þáði að við keyrðum hann í heimsókn til vina og ættingja sinna. Óli var alltaf fljótur að því sem hann tók sér fyrir hendur og af- greiddi hlutina strax og sama má segja um það þegar hann kvaddi þennan heim og færði sig yfir á annað stig. Þökkum við þér, Óli minn, fyrir þessi ár sem við og okk- ar fjölskylda höfum átt samleið með þér því þú hefur skipað stóran sess í lífi okkar. Við munum geyma minninguna um þig í hjarta okkar um ókomna tíð. Guð veri með þér. Bjarni, Pálína og fjölskylda. Elsku afi, mér finnst skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn, ennþá skrítnara að vera að skrifa um þig minningargrein. Þú fórst svo skyndilega, það hvarflaði ekki að mér þegar við Hjalti og Tinna komum við hjá ykkur Siggu í byrj- un október að það yrði í síðasta skiptið sem ég mundi sjá þig. Þú varst svo hress eins og þú varst nú alltaf, þú settir geisladisk í spil- arann og hækkaðir vel í báts- mannstríóinu, svo varla heyrðist mannsins mál. Minningarnar eru margar. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég var lítil og við Ástþór frændi vorum hjá ykkur ömmu á Lauga- vegi 12 inni í litla herberginu sitj- andi ofan í kassanum utan af harm- onikkunni og hlustuðum á þig spila á nikkuna fyrir okkur. Í seinni tíð áttir þú það til að hringja, annað hvort hingað heim eða niður á sól- baðsstofu og gera eitthvert grín, þóttist vera að panta tíma í ljós, spyrja hvort ég tæki það ekki að mér að snyrta fætur og svona, það var ekki fyrr en maður var orðin hálf vandræðalegur í símann að þú fórst að hlæja og maður áttaði sig á því hver þetta var. Já, minningar mínar um þig eru margar, þær eru allar góðar. Þú varst skemmtilegur, stríðinn og góður afi og ég á eftir að sakna þín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Sofðu rótt. Þín Sandra. Elsku afi. Hér sitjum við systkinin og rifj- um upp minningar. Mikið er það erfitt en auðvelt í senn. Margs er að minnast en við ætlum að kveðja þig með þessu ljóði sem okkur finnst eiga vel við. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir.) Hvíldu í friði, elsku afi. Ásta Rós og Gabríel Elsku hjartans afi. Ég kveð þig með söknuði og höf- uðfylli góðra minninga. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín er nikkan og súkku- laðirúsínur – þú spilaðir á nikkuna við hvert tækifæri og laumaðir allt- af súkkulaðirúsínum að okkur krökkunum. Takk fyrir allar góðu stundirnar bæði á Laugarvegi 12 og á Blönduósi hjá ykkur Siggu. […] Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran.) Sofðu rótt í faðmi englanna. Þín Anita Nú þegar félagi okkar, Óli Björnsson, hefur verið kallaður burt frá okkur viljum við setja nokkur minningarorð á blað um góðan félaga. Þegar kór eldriborgara í Húna- þingi var stofnaður í febrúar 2002 varð Óli strax undirleikari hjá kórnum. Óli var góður harmonikkuleikari og var búinn að spila mikið á nikku. Hér hófst nýr kafli í hans hljóðfæraleik. Tókst hann á við það verkefni að þjóna kröfum söngstjóra sem miðaði allt við mat sitt á getu söngfólksins en minna tillit tekið til undirleikara. En Óli leysti úr þessu ótrúlega vel og var í mörgum tilfellum mjög fljótur að aðlaga sig nýjum viðfangsefnum. Það vita allir að margir harmon- ikkuspilarar eiga sér uppáhalds- grip á nikkunni sinni sem þeir spila sína músík á. Þannig var með Óla, en sem undirleikari með kór ræður undirleikarinn litlu um hvar söngur er raddsettur og verður því að aðlaga sig því tónsviði sem söngurinn er staðsettur á. Þessi þáttur var Óla erfiðari vegna þess að hann spilaði ekki eftir nótum og varð að leggja allt á minnið. Eftir að kórinn fékk rafmagnshljómborð til nota við undirleikinn með Óla varð það honum strax til hægð- arauka. Þurfti hann því ekki að muna einn alla hluti svo sem byrj- anir, endurtekningar, styrkleika- breytingar og fleira og fleira. Óli var Siglfirðingur, því ekki skrýtið að músík væri ofarlega í hans huga. Það er líka góð dægra- dvöl, ekki síst þegar árum fjölgar en viðfangsefnunum fækkar, að setjast inn í stofu, setja nikku á öxl sér og framkalla ljúfa tóna og láta sér líða vel. Þetta kunni Óli og átti margar góðar stundir með nikkunni sinni, bæði einn og með félögum sínum. Við vottum Siggu sambýliskonu hans okkar innilegustu samúð, einnig fólkinu hans á Siglufirði. Megi minning um góðan félaga lifa með okkur. Kæri vinur og félagi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Fyrir hönd félaga í kór eldri borgara í Húnaþingi, Kristófer Kristjánsson. Óli Júlíus Björnsson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR, Eyjabakka 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Karitaskonum. Steinn Gunnarsson, Kristbjörg Áslaugsdóttir, Friðbjörn Steinsson, Halldís Hallsdóttir, Björgvin Steinsson, Sigrún Anný Jónasdóttir, Svana Steinsdóttir, Sigurður Guðmundsson, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar sambýliskonu og móður, HUGRÚNAR B. ÞÓRARINSDÓTTUR, Skarðsbraut 4, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut og Sjúkrahúss Akraness. Birgir S. Elínbergsson, Elísabet Jónatansdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, áður til heimilis að Bessastöðum, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Foldabæjar í Grafarvogi fyrir frábæra umönnun og starfsfólki Droplaugarstaða. Steina Kristín Kristjónsdóttir, Danfríður Kristjónsdóttir, Sverrir Jónsson, Guðbjörg Lárusdóttir, Jónas Halldór Jónasson, Lára Kristjana Lárusdóttir, Kristjón Sverrisson, Vigdís Sverrisdóttir, Kristín Sverrisdóttir og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.