Saga - 1971, Blaðsíða 22
20
JÓN STEFFENSEN
að frá því hafi verið skýrt: „Skotar héldu eigi lengi ssett-
ina, því að þeir sviku hann í tryggð; svá segir Ari Þor-
gilsson inn fróði um líflát Þorsteins, at hann félli á Kata-
nesi“ (fsl. fornrit V, 7).
Það er svo annað mál, hvers vegna höf. Laxd.s. lætur
Ketil flatnef og frændlið hans fara úr Noregi fyrir til-
verknað Haralds hárfagra og skapar þar með tímatals-
glundroða, sem aðeins fullkomið áhugaleysi á tímatali get-
ur sætt sig við. Svo er helzt að sjá sem á 13. öld hafi Þa^
verið trú ýmissa höfunda, — Laxdæla sögu, Eyrbyggia
sögu, Heimskringlu o. fl., — að víkingaferðir hef jist á dög-
um Haralds hárfagra, hvernig hún er til komin, er mer
ekki ljóst, en eins og fram hefur komið í þessari ritgerð,
tel ég, að hún verði ekki rakin til Ara fróða.
HEIMILDIR: ,
Jan Petersen (1940): British Antiquities of the Viking Period, f°un,
in Norway, Part V of Viking Antiquities in Great Britain an
Ireland. Edited by Haakon Shetelig, Oslo, H. Aschehoug.
Ólafía Einarsdóttir (1964): Studier i kronologisk metode, Lund.
Svend Ellehöj (1965): Studier over den ældste norrone historie-
skrivning, Bibliotheca Arnamagnæana XXVI, Hafniæ.
Jakob Benediktsson (1968): íslenzk fornrit I, Formáli, Reykjavi >
Hið íslenzka fornritafélag.
Edda Snorra Sturlusonar, útgefin af Sveinbirni Egilssyni, Reykja
vík 1848.
Jón Steffensen (1968): Hugleiðingar um Eddukvæði. Árbók Hin
ísl. fornleifafélags, bls. 26-38.
— Brot úr víkingasögu í samtíma skáldakvæðum. Einarsbo >
Reykjavík 1969, 177-95.
Heimskringla I, íslenzk fornrit XXVI. Reykjavík 1941.
Jón Jóhannesson (1941): Gerðir Landnámabókar, Reykjavík, l11
ísl. bókmenntafélag.
Barði Guðmundsson (1936): Tímatal annála um viðburði sögualda >
Andvari.
Fagrskinna, útg. P. A. Munch og C. R. Unger, Christiania 1847-
Stutt ágrip af Noregs konungasögum, Fornmanna-Sögur X-
1835.
Sigurður Nordal (1933): íslenzk fornrit II, Formáli.