Saga - 1971, Blaðsíða 165
SJÓSLYSAÁRIN MIKLU
163
Vafalítið er frásögn Mælifellsannáls réttust, að því er
varðar fjölda líkanna og greftrunina. Frásögn Eyrar-
annáls kynni einnig að vera rétt, því fleiri skip af Suður-
^esjum fórust á góuþrælinn, og kann eitthvað af líkum
Peirra manna að hafa rekið og þau verið greftruð annan
<^aS' en fyrr er greint.
Kjósarannáll og Fitjaannáll herma báðir, að þennan
Saitla dag hafi týnzt 3 skip úr Garði.
Ugglaust má því telja, að 8. marz 1685 hafi farizt 10
skiP af Suðurnesjum. En hvað margir menn drukknuðu
af þeim? Kjósarannáll telur, að þeir hafi verið 81 og þar
ai> 13 verið á Garðskipunum. Eftir því hefðu 68 menn
att að hafa farizt með Stafnesskipunum. Fitjaannáll segir
Pá hafa verið um 70, en Vallaannáll hins vegar 58. Sú
tala er tvímælalaust röng, annaðhvort vegna ranghermis
eba misritunar, 68 orðið að 58. Á Stafnesskipunum hafa
Vafalítið verið 70 menn og af þeim bjargazt 2. Þannig
tarast 68 af Stafnesi og 13 úr Garði eða alls 81, eins og
Kjósarannáll greinir, en ekki 99, svo sem talið er í Sjávar-
b°rgarannál.
En nú telja Hestsannáll og Fitjaannáll, að 136 menn
afí farizt þennan dag12, og mun það mjög nærri því
^etta, því að enn eru ótaldir 4 teinæringar, sem þá fórust
ra Vestmannaeyj um,13 og á þeim 53 menn,14 enn fremur
^eggja manna far frá Vatnsnesi í Húnavatnssýslu með
eim mönnum.15 Af þessum 5 skipum hafa því farizt 55
^enn, en að viðbættum 81, er drukknuðu frá Stafnesi og
ai’ði, hafa því alls farizt í sjó þennan dag 136 menn,
eins og Fitjaannáll og Hestsannáll telja.
Sex annálum16 ber saman um það, að fyrr þennan vetur
afí farizt áttæringur eða teinæringur frá Eyrarbakka
^eð 11 mönnum. Kjósarannáll einn tilgreinir daginn, sem
Var 7. febrúar. Þá telur sami annáll, að 20. marz hafi far-
lzt smábátur úr Hafnarfirði með tveim mönnum. Ein-
aPgis einn annáll annar getur um þennan bátstapa17 Hafa
Pa verið taldir allir skipstapar í Sunnlendingafjórðungi