Saga - 1971, Blaðsíða 134
132
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
leigur eftir ábýlisjarðir sínar. 1 glöggri og skilmerkilegri
samtímaheimild má sjá, að konungslandsetar í Gullbringu-
sýslu skulda fyrir leigur frá 1698 og til ársloka 1700 351
vætt í fiski,33 og vafalaust hafa þessar skuldir aukizt til
muna árið 1701. — Þegar haft er í huga, hve fast umboðs-
menn konungs gengu jafnan eftir landskuldargjöldum og
leigum eftir fylgipening, mætti áðurnefnd heimild styðja
sanngildi annarra frásagna um aflaleysið í Faxaflóa.
Um þessar mundir voru stærstu verstöðvarnar á Sn®'
fellsnesi og í Breiðafirði. Á þeim slóðum var eitt minnsta
verzlunarumdæmi á landinu, en það náði frá Skarðsvík,
sem er rétt fyrir utan Gufuskála, og inn að Búlandshöfða-
Eigi að síður var aldrei, meðan umdæmaverzlunin ríkth
greidd jafnhá leigu fyrir nokkurt kaupsvæði. Þegar hsest
var boðið í Rifshöfn, nam gjaldið eftir hana drj úguin
hærri upphæð en samanlagt fyrir verzlunarstaðina þrja-
Grindavík, Básenda og Keflavík.34 Einungis fiskurinn réð
kappi kaupmanna um að fá umráðarétt yfir Rifshafnar-
kaupsvæðinu. Þar var þá eina þurrabúðarhverfið hér a
landi, Hjallasandur, er svo var mannmargt, að með sanni
mætti nefna þorp. Auk þess voru þar tvö býsna fjölmenn
pláss, Rif og Brimilsvellir. Á Gufuskálum var einnig tals-
verð útgerð, þó ekki í sama mæli og áður. Talandi vottur
um afleiðingar aflaskortsins á Snæfellsnesi er sú staðreyn ,
að á tímagilinu 1680-1701 leggjast þar í auðn 98 tómthús,
og voru 84 þeirra í Neshreppi, en hann einn var kaupsv®
Rifshafnar og fjölmennasti hreppur landsins við uppn
þessa harðæris- og aflaleysistímabils. Á Gufuskálum nr
7 fjölskyldur að yfirgefa heimili sín, 36 á Hjallasandi, 2
í Rifi og 18 á Brimilsvöllum.35 Þessi fjölmenni hópur, sem
varlega áætlað hefur verið um 360 manns, varð nú ^
skilja við býli og búslóð og leggja upp í þrautagöngu m
beiningastafinn einan að styðjast við. Um ferðalokin seg
fátt, en líklegt er, að margt af þessu fólki og forfeður
hafi áður komið úr stríðu volki nauðleitarmanna víðs ve°
ar úr sveitum landsins og einmitt sett sig niður á þess