Saga - 1971, Blaðsíða 58
56
MAGNÍTS MÁR lárusson
nefna Lómatjörn fyrir neðan túnið á Bústöðum, sem horf-
in er fyrir löngu, en finnst á uppdrætti um 1891-3,
Faxakelda, sem var hornmark Laugarness, Kópavogs og
Digraness að fornu, en er nú löngu framræst og upp-
þomuð, en landamerkjalínan að sunnan er vel sýnileg,
vegna þess að elzti þurrkskurðurinn í Fossvogsdalnum
var og er landamerkjaskurður. Og þar sem hann beygh-
til suðurs og austurs fyrir neðan Bústaði, var Lómatjörn.
Örnefnin Hangahamar, sem nefndur var, og Gelgju-
tangi inn frá Kleppi gætu gefið tilefni til mikilla heila-
brota. Gelgja er önnur orðmynd fom af sömu rót og
gálgi og merkir hið sama. Hafa ótíndir þjófar verið hér
hengdir, eða eru ömefni þessi minjar um óðinsdýrkun,
dýrkun Hangans? Hér skal spumingunni aðeins varpað
fram, en Ólafur Lárusson spurði sömu spumingar í sam-
bandi við Hangahamar. Og hví eru heiti þessi tengd landa-
merkjum?
1 Laugarnesi var komin kirkja fyrir 1200 samkvsemt
kirknaskránni fomu, og er það ábending um, að Laugar-
nes hafi snemma skipzt út úr Reykjavíkurlöndum. Til er
sögn um það, að við gröft í kirkjugarðinum, sem enn ser
fyrir í vanhirðu, hafi upp komið hinn mikli haddur Hall-
gerðar langbrókar, sem þar kvað vera grafin.
Nú verður að skjóta hér inn, að í Engey stóð bsenhús,
síðar hálfkirkja. Enn fremur var bænhús í Breiðholti
helgað Blasíusi, en á Hólmi Jóns kirkja postula. Og el
þetta óefað. En arfsögn segir frá bænhúsi í Hvammskoti
eða Fífuhvammi.
Nútíminn heimtar sitt pláss og athafnasvið sem eðh'
legt er. En óskynsamlegt og þarflaust er að höggva a
tengsl við hið liðna — á rætur stofnsins, sem hann el
sprottinn af. Bæjarstæði og kirkjugarði í Nesi við Sel-
tjöm ber að sýna sóma. Varlega ber að athafna sig a
bæjarstæði Breiðholts. Má ekki láta Bústaði að einhverju
leyti standa sýnilega? Og síðast en, en ekki sízt, má ekki
nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirk.lu'