Saga - 1971, Blaðsíða 86
84
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
alajarðir, 3. bindið prestsjarðir, 4. og 5. bindið jarðu’
bænda, en í 6. bindi er að finna ýmsar mikilvægar hag-
fræðilegar töflur með meiru. Jarðabók Skúla var aldrei
staðfest af konungi, en eftir henni var þó farið, þar seffl
hún var yngst. Sá galli var þó sameiginlegur henni og hin-
um eldri jarðabókum, að matið var miðað við það, sem að
fornu verið hafði, eða þá, að landskuldin hafði verið tví-
tugfölduð til að setja eitthvert samanburðarmat á. Hun
byggðist því á venju, sem ríkt hafði um langan aldur-
Það er eftirtektarvert, að jarðir í námunda við biskups-
stólana, í Árnessýslu, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu>
reyndust vera mun hærri í mati en til að mynda jarðir a
Austfjörðum eða Vestfjörðum. Jarðabók þessi myndaði þ^1
eigi hlutlægan grundvöll lengur fyrir skoðun á því, hverju
jarðir þessar köstuðu af sér í raun og veru. Móðuharðindu1
höfðu svo haft sín áhrif. Hins vegar hafði frjáls verzlun
og sala 310 Skálholtsjarða áhrif á móti, þannig að efn&'
hagur færi batnandi. Þjóðin var að ná sér aftur eftir móðu-
harðindin. Árið 1798 er mannfjöldinn aftur orðinn 45.5S^>
en 1769 hafði hann verið 46.221. Nú var eftir að selja Hóla'
stólsjarðir 330, jarðirnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12
og umboðsjarðir 632, svo að aðalhlutinn sé upptalinn. Enn
eru því um 3/8 af jörðum landsins setnir af leiglendingum>
en jarðirnar alls taldar um 4256. Skattamál landsins erU
flókin og byggja á ákvæðum frá ýmsum tímum og eru &£]
sanngjörn, þar sem ekki er hægt að byggja á fullri eign
föstu og lausu. Til þess að skapa réttlátan grundvöll í}n
áframhaldandi jarðasölu skulu allar jarðir landsins metn
á nýjan leik og tekið fullt tillit til gæða og hlunninda 0
enn fremur til áhafnarinnar. Fyrst er þetta nýja mat l^f1
fyrir, átti að halda áfram jarðasölunni á uppboðum eft^
nánari reglum. 1 matsnefndina voru skipaðir Euo
Eiríksson kammerráð, Stefán Stephensen assessor lan
yfirréttar, Árni Sigurðsson kansellisti og Gunnlaug
Briem sýslumaður, sbr. konungsúrskurð og erindisbie ’
bæði úttekin sama dag, 18. júní 1800. Nefnd þessi
lauk