Saga - 1971, Blaðsíða 157
ÞEGAR FLYTJA ÁTTI ISLENDINGA
155
sé óhjákvæmilegt til þess að þeim geti gagnazt stórútgerð
að sama skapi og erlendum þjóðum, sem hér stunda út-
hafsveiðar.
Mikið skortir á, að ég hafi hér getið allra umbótatillagna
Þeirra manna, sem áður hafa verið nefndir. En sameigin-
le&t álit þeirra er, að leggja beri ríka áherzlu á bætt verzl-
Unarfyrirkomulag og aukna útgerð, því að hvorttveggja
sé forsenda fyrir því, að vænta megi framfara hér á landi.
Endurreisnarsaga þjóðarinnar tekur af öll tvímæli um,
að þeir reyndust ratvísir í leiðsögn sinni, þótt hins vegar
y^ði löng bið á því, að hugmyndir þeirra hlytu viðurkenn-
m&u í framkvæmd.
Öskin um, að af Islandi yrðu flutt 4—5 þúsund manns
til Danmerkur eða Vestur-Indía, kom frá þeim mönnum
hérlendis, er um aldamótin 1700 létu sér annast um að
koma í veg fyrir, að hér yrði alger landauðn. Heimildir
Um þessa tillögu eru ekki vafasamar, því að enn eru varð-
^eitt öll gögn varðandi erindrekstur Lárusar Gottrups fyrir
þing og þjóð. Ég ætla, að allir, sem kynna sér þau til nokk-
ui'rar hlítar, muni komast að raun um, að það var á mörk-
Um> að Island gæti talizt byggilegt, þegar samtímis gegndi
verst um veðurfar og aflabrögð. Við ráðagerðir einar sat
Um fólksflutninga héðan til Vestur-Indía, enda jókst afli
þegar að mun með árinu 1705 og var með mesta móti
U£6sta ár, og í líkan mund hlýnaði veðurfar, en um fólks-
^kkunina sá Stórabóla rækilega.
Því virðist hafa verið trúað á 18. öld og framan af
Peirri 19, að hér á landi gætu ekki bjargazt af með góðu
m°ti nema í kringum 50 þúsund manns miðað við óbreytt-
ar aðstæður. Mér virðist fara vel á að birta hér í lokin
shoðun tveggja Islendinga á þessu sjónarmiði, en þeir
^0l'u báðir í framvarðasveit þjóðarinnar á fyrri hluta 19.
aldar.
Sjarni Þorsteinsson amtmaður, sem í senn var vitur og
virtur, ber í riti sínu Um mannfjölda íslands og hag
Pess — upp tvær spurningar: Getur Island framfleytt