Saga - 1971, Blaðsíða 40
38
JÓN STEFFENSEN
frá Vestur-Evrópu, er dreifingin orðin allt önnur, flest
þeirra eru fundin sunnanfjalls, eða 37,2%, og 14,5% aust-
anfjalls. Meira en helmingur vopnanna er úr þessum
tveimur landshlutum, en aðeins 14,4 landnemanna. Það er
nauðsynlegt, ef meta á réttilega samband landnemanna
og þessara þriggja flokka fornmuna, að gera sér fylh1
grein fyrir sögu þeirra. Keltnesku skrautmunirnir eru aðal-
lega skreytingar af helgiskrínum, helgum bókum og öðr-
um kirkjugripum, er síðar voru notaðir í skrautmuni
handa konum og dætrum norsku víkinganna og fundizt
hafa í gröfum þeirra. Þessir munir eru örugglega ráns-
fengur úr klaustrum og kirkjum Bretlandseyja, einkum
Irlands, og þeir sem fundnir eru í gröfum, sem unnt er
að tímasetja nákvæmar en til víkingaaldar, skiptast eftir
aldri þannig, að 48 eru frá 9. öld, en aðeins 11 frá 10. öld.
Hlutirnir í öðrum flokki — bronsmunir — eru sumir ef-
laust ránsfengur, en margra þeirra má vel hafa verið afl-
að með friðsamlegum hætti, verzlun. Af búsáhöldum og
vogum eru 20 frá 9. öld og 43 frá 10. öld, en af búnaði
drykkjarhorna og prjónum eru 11 frá 9. öld og 4 frá 10-
öld. Munirnir í þessum tveim flokkum munu undantekn-
ingarlítið upprunnir frá Irlandi, Skotlandi og eyjunum
undan ströndum þess, og þeir benda til þess, að fyrst 1
stað hafi víkingaferðirnar auðkennzt af ránum, en þegar
tók að líða á víkingaöldina, fór meir að gæta muna feng-
inna með viðskiptum.
1 þriðja munaflokknum er um tvær tegundir vopna að
ræða, í fyrsta lagi 41 sverð, og er um helmingur þeirra
með áletruninni „Ulfberth" á brandinum, og í öðru lag1
104 spjótsodda af gerðinni „the Carolingian vinged type •
Þessi vopn eru því yfirleitt upprunnin í ríki Frankanna og
flestra trúlega aflað eftir verzlunarleiðum, þó eitthvaö
megi vera herfang, en þá frekar frá öðrum slóðum en þenu>
sem munanna í flokki 1 og 2 var aflað á. 1 sambandi við
verzlunina má minnast þess, að einn aðalkaupangur Nor-
egs á víkingaöld var Skíringssalur á Vestfold, og gseti þa°