Saga - 1971, Blaðsíða 108
106
SVERRIR KRISTJÁNSSON
jarða og bændajarða, ef þeir eiga 5 hundruð í lausafé og
jafnvel þótt þeir greiði ekki skatt sökum ómagafjölda, er
þeir hefðu á framfæri sínu. 1 kaupstöðum vill hann veita
þeim kosningarrétt, er eiga hús til 200 rd. silfurverðs og
stunda verzlun eða aðra borgaralega iðju.
Páll telur ástæðu til að afsaka svo róttækar tillögur urn
kosningarrétt, en hann fullvissar kansellíið um, að á íslandi
séu ekki nauðsynlegar þær varúðarreglur, sem kallast ör-
yggis- eða íheldnismeginreglur og talið sé skylt að gseta
í öðrum löndum, því að á íslandi sé hinn fátæki ekki síður
en sá ríki áhugasamur um viðhald ríkjandi þjóðskip11'
lags og muni ekki gera freklegri kröfur til stjórnarinn-
ar. Menn mundu finna sárt til þess á íslandi að vera
sviptir kosningarétti sakir eignaskorts, þótt þeir að öðru
leyti væru búnir öllum persónulegum kostum til að neyta
kosningarréttar.
Loks telur Páll Melsted það fulla fásinnu að krefjast
jarðeigna til kjörgengis, þar sem slík eign á Islandi g®^
ekki haft nein hugsanleg áhrif á hæfileika manna til a
veita stjórninni holl ráð og upplýsingar eða til að bera
fram mikilvægustu hagsmuni landsins, hins vegar mund
sumum af dugmestu íbúum þess verða stuggað frá Þin£
mennsku, ef jarðeignar væri krafizt.
Þegar litið er á álitsgerðir íslenzkra embættismanna
heild, þá er það sérstaklega athyglisvert, hve dauflega Þel1'
taka þeirri konunglegu náðargjöf að mega senda íslenzka
fulltrúa á stéttaþing í Danmörku. Oftast er borið v1^
fátækt landsins, stundum stafa þessar undirtektir
embættislegri íhaldssemi, pólitísku sinnuleysi, en ósja
an er borin fram gagntillagan: íslenzkt þing í landinU
sjálfu. Þessi hugmynd var undarlega fast tengd minning^
unni um það Alþing, sem háð var í síðasta sinni í RoykJa
vík árið 1800.
Þegar fyrsta danska stéttaþingið kom saman til íun
vorið 1885 í Hróarskeldu og tveir voru fulltrúar lslan ’
kjörnir af konungi, og annar danskur, þá var sem
Islend'