Saga - 1971, Blaðsíða 96
94
SVERRIR KRISTJÁNSSON
var sýnd í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn ópera,
sem orðið hafði kveikjan í byltingu Belgíumanna. Þetta
kvöld hylltu danskir leikhúsgestir konung og fjölskyldu
hans með slíkum fagnaðarlátum, að allt ætlaði um koll að
keyra. Konungi varð það að orði, að þetta væri fegursta
kvöld á ævi sinni. Nei, litla Danmörk, svo sem íbúarnii"
kölluðu land sitt í gælutón bæði þá og síðar, virtist standa
víðs fjarri pólitískum sviptingum tímans. Og þó var ai*
júlíbyltingarinnar ekki á enda runnið, er danska einvalds-
stjórnin varð sjálf að gera ráðstafanir, sem fólu í ser
þinglegt stjórnarfar í öllu Danaveldi, að Islandi ekki und-
anskildu.
1 septembermánuði 1830 hreyfði forseti Sambandsþings'
ins þýzka í Frankfurt am Main því við sendiherra Dana-
konungs þar, hvort ekki mundi vera komið mál til a^
verða við ákvæði 13. gr. sambandslagasáttmálans og veita
Holstein lögstéttaþing. Friðrik VI varð æði órótt, er hon-
um voru borin þessi tilmæli, þreifaði fyrir sér í Vínar-
borg og forvitnaðist um, hvort þessi tilmæli væru runnin
undan rifjum Metternichs fursta. Svo reyndist þó ekki
vera, en við nánari könnun kom í ljós, að mörgum ráða-
mönnum innan þýzka ríkjasambandsins þótti nokkuð kyn
legt, að Danakonungur skyldi einn allra aðila þess hal
vanrækt þá skyldu, er fólgin var í 13. gr. sáttmálans. K°n'
ungi var bent á Prússland, er hefði sett á stofn lögstétta
þing í héruðum sínum, en svo haglega sniðin, að Prússa
konungur hefði einskis misst af fullveldi sínu. Friðrik
bar því við, að hinir agasömu tímar álfunnar væru eK
rétt stund til þess að veita Holstein stéttaþing, menn kynn^
ef til vill að skilja slíka tilslökun sem veikleika konung^
andspænis uppreisnargjörnum tíðaranda. Hann vildi
að velja þá stund sjálfur, er hann gæfi Holstein stjórnai
skrá af frjálsu fullveldi. Enn um nokkra hríð vildi han^
því bíða átekta í þessu efni. En tíminn skammtaði Daua
konungi naumt setugriðin. ,
Hinn 5. nóvember 1830 kom út í Kílarborg lítill b®