Saga - 1971, Blaðsíða 34
32
JÓN STEFFENSEN
af landnámsmönnum setur öfgalausri túlkun, verða þá, að
milli 30% og 60% þeirra hafi komið frá Bretlandseyjum
og að frá 13,6% til 25,9% hafi verið Keltar eða réttara
ekki norrænir menn. Sá hópur innflytjenda, sem hér ræðir
um, er, eins og þegar hefur komið fram, hinir eiginlegu
landnámsmenn og eiginkonur þeirra, eða þeir, sem stjórn-
uðu landnámsferðinni og alla jafna áttu farkostinn, sem
þeir ferðuðust á til landsins.
1 öðru sambandi hef ég hallazt að þeirri skoðun, að f jöldi
innflytjenda á landnámsöld hafi numið um 20.000 eða sem
svarar 800 skipum með 25 mönnum á hverju (Islands folke-
mængde gennem tiderne, Medicinsk Forum 16, 1963 129-
152). Það vaknar þá eðlilega sú spurning, að hve miklu
leyti ofangreindar upplýsingar Landnámu um fyrirliðana
geti átt við fylgdarlið þeirra. Það er ljóst, að fylgdarliðið
hefur naumast haft áhrif á það, frá hvaða iandi land-
námsförin var farin; það var ákvörðun fyrirliðans, svo
um þetta atriði gilda ofanfundin mörk jafnt um fyrir'
liða og fylgdarlið. En hvað snertir þjóðernið, þá er jafn
víst, að landnámsmannahópurinn getur ekki talizt fulltrui
fyrir innflytjendurna í heild. Mér eru þá sérstaklega 1
huga þrælarnir, sem hafa sérstöðu meðal innflytjenda,
að því er kemur til þjóðernisins. Landnáma getur oft þræla,
ambátta og leysingja, mér telst til, að þeir séu um 54, sem
getið er þjóðernis eða nafns á, og eru þar í taldir þeir
13 leysingjar, sem voru landnámsmenn (sbr. tafla 1)- ^
þrælunum eru 18 sagðir írskir, 1 skozkur og 2 af írsk-
skozkum ættum. Þræla af öðru þjóðerni er ekki getið, en
um 24 þeirra bera norræn nöfn, og má vera, að einhver
hafi verið norrænn, en það þarf þó engan veginn að vera,
því algengt var, að húsbændur nefndu erlenda þræla sma
norrænum nöfnum, þannig hétu 3 af 5 írskum þrælum
Hjörleifs, sem nafngreindir eru Geirröður, Skjaldbjörn og
Halldór. Allur þorri þrælanna hefur verið tekinn í víkiug
fyrir vestan haf og því yfirleitt keltneskir, þó ekki sé loku
fyrir það skotið, að einhverjir hafi verið norrænir, t •