Saga - 1971, Blaðsíða 150
148
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
eins og við þekkjum ærin dæmi til. Mér er nær að halda,
að allt frá því um miðja 15. öld og þangað til sala á lifandi
fé til Bretlands hefst um 1870 hafi Islendingar sjaldan
fengið það verð fyrir landbúnaðarafurðir sínar á erlendum
markaði, er fyllilega samsvaraði framleiðslukostnaði.
Við megum ekki láta það verð á landbúnaðarafurðum.
sem verzlunarskýrslur kunna að veita bendingar um, villa
okkur sýn, því að það er til komið með annarlegum hsetti.
Lengi vel vildu Islendingar ekki viðurkenna í reynd verð-
fallið á landbúnaðarafurðunum, og í skiptaverzlun innan-
lands héldu þeir yfirleitt fast við verðlagsákvæði Búalaga-
En jafnskjótt og landsmenn reyna sjálfir að koma á hja
sér fastri kaupsetningu með tilliti til útflutningsverzlunar,
en það var 1615, neyðast þeir til að staðfesta opinberlega,
hvernig komið var. Þá eru sauðir og flestar sláturafurðir
verðfelldar um 16.5%, en lýsi hækkað um 25% og blaut-
fiskur um 15%.7
1 fyrstu kaupsetningunni, sem Danir setja hér á landi,
en hún er frá árinu 1619, varð til tvenns konar verðlag
eða reikningur eins og það var nefnt, annars vegar prjón-
les — eða sauðareikningur, en hins vegar fiskreikningur-
Ástæðan til þess var sú, að bændur töldu sig ekki geta unað
lægra verði á landbúnaðarafurðum en ákveðið var í kaup'
setningunni. Kaupmenn héldu því aftur á móti fram, að
það væri allt of hátt, og fengu þá því til leiðar komið, að
verðið á útlendu vörunni mætti vera 10—20% hærra, et
látnar væru fyrir hana landbúnaðarafurðir í stað fiskaf'
urða.8 1 gögnum, sem til eru frá Finni Jónssyni biskuph
sýnir hann fram á, að þessi mismunur hafi að jafnaði ver'
ið um 12%.9 Tvískiptingin á verðlaginu hélzt í nær 16
ár, en þó er ekki með henni nema hálfsögð sagan.
Bændur höfðu lengi selt kaupmönnum talsvert af 7
vetra nautum. Þau voru í kaupsetningunni 1619 verðfe*
um 45% miðað við vöruskiptaverðlag innanlands, og Þ^r
á ofan þurfti svo a. m. k. að greiða 12% hærra verð fyr^
erlendu vöruna, sem fyrir þau fékkst, heldur en ver