Saga - 1971, Blaðsíða 106
104
SVERRIR KRISTJÁNSSON
landfógeta, biskups, Landsyfirréttar og lærða skólans.
Gagnvart slíkum vexti hlutu vellirnir og hraunin við
Öxará að missa lit sinn. En Baldvini Einarssyni, hinuiö
skagfirzka bóndasyni og Bessastaðapilti, hraus hugur við
tilhugsunina um þingstað í Reykjavík. Þegar hann skrifai'
bækling sinn um stéttaþingin 1832, fer hann svofellduiö
orðum um höfuðstað landsins: „Reykjavík ber ekkert þjóð-
legt mark, miklu fremur er hún í litlu áliti hjá þjóðinnú
því að menn telja hana það höfuðból, hvaðan stafar að
minnsta kosti spilling tungunnar ásamt öðrum skyldum
áhrifum.“ Stundum er jafnvel á honum að heyra, nð
Reykjavík sé eingöngu byggð erlendum mönnum. En við
öxará „eru tengdar minningarnar um allt það, sem þjóðm
hefur talið stórfenglegt, göfugt og heilagt, allt sem hún
hefur elskað.“
Ég gat um það fyrr í þessari ritgerð, að álitsgerðir amt-
manns og embættismanna á Norður- og Austurlandi hefðu
ekki komizt til Danska kansellísins fyrr en um haustið
1832, er þegar hafði verið gengið frá þátttöku íslands i
stéttaþinginu með þeim hætti sem fyrr er sagt. En þegaT
Grímur amtmaður Jónsson og sýslumennirnir í umdæöii
hans semja tillögur sínar og umsagnir, hafa þeir flestiv
lesið bækling Baldvins Einarssonar um stéttaþingin. Áður
en Baldvin sigldi til Kaupmannahafnar, hafði hann verið
skrifari hjá Grími amtmanni. Til eru nokkur bréf fr£l
Baldvini til hins gamla húsbónda síns, en að lokum reidd-
ist hann Grími og sendi honum óþvegið skammabréf•
greinargerð sinni til kansellís setur Grímur amtmaður siS
ekki úr færi að senda fyrrverandi skrifara sínum tóninn
og hæðist að „hinum ungu og óþroskuðu börnum landsins»
sem ganga á háskólann í Kaupmannahöfn“. En í tillögnm
sínum leggst hann á móti því að senda fulltrúa frá r
landi á stéttaþingið danska, hallast að innlendu þingt en
er í aðra röndina mjög svartsýnn á, að það mundi bless
ast, og óttast rifrildi og flokkadrætti, sem séu einkenni
íslenzkrar sögu. Sýslumennirnir í amti hans, Björn Blö11