Saga - 1971, Blaðsíða 153
ÞEGAR FLYTJA ÁTTI ISLENDINGA 151
Þrjá aldarfjórðunga, og allan þann tíma var greitt sama
^ága verðið fyrir fiskinn, sem ef til vill var lengst af ein-
Ungis fimmti hluti þess, sem fékkst fyrir hann á erlend-
um markaði. Með kaupsetningunni, sem ákvörðuð var
arið 1776, var reynt að nálgast rétt verð á útflutnings-
vörunni, og þá kom að nokkru leyti í ljós, hversu hallað
hafði verið á sjávarútveginn, því að í þessari kaupsetningu
var fiskur rösklega tvöfaldaður í verði miðað við það, sem
tandsmenn höfðu þá orðið að búa við í 74 ár samfleytt. Ef
rannsaka á hlutdrægnislaust framleiðsluhag sjávarútvegs
°g landbúnaðar á 17. og 18. öld, verður að taka til greina
Þser staðreyndir, sem hér hefur verið vikið að. Sé það ekki
gert, er borin von, að unnt sé að skýra rétt búskapar- og
hagsögu þjóðarinnar á þessum öldum.
Skúli Magnússon og Magnús Ketilsson reyndu að gera
ser grein fyrir rekstrarhag landbúnaðar og sjávarútvegs
a 18. öld. En þótt þeir séu engan veginn alveg sammála,
eru athuganir þeirra eigi að síður glöggar og mjög fróð-
legar. Þar með er ekki sagt, að nota megi gagnrýnislaust
uiðurstöður Skúla og Magnúsar, því að verðlagið í kaup-
setningunni 1776, sem þeir byggja á útreikninga sína, er
ekki í fuliu samræmi við raungildi útflutningsvörunnar á
erlendum markaði, þótt það nálgist það miklu meira en í
haupsetningunni frá 1702. is
Árin 1699 og 1701 sitja frændurnir Páll og Arngrím-
Ur Vídalín við að koma á blað hugmyndum sínum og til-
|egum um, hvernig megi bæta hagi landsmanna. Fjörður-
1Uu á milli þeirra er ærið breiður, því að Páll er á óðali
®luu norður í Húnaþingi, en Arngrímur suður í Danmörku.
Ekki veit ég deili þess, að þeir hafi haft samráð um bolla-
eggingar sínar.
Endurreisnartillögur Páls birtust í riti hans „Deo, Regi,
patriæ“, (Guði, konungi, föðurlandinu), sem hann reit
1699. Það gaf Jón Eiríksson út með miklum viðaukum
rá sjálfum sér árið 1768 og bar þá sem höfuðtitil „Om Is-
auds Opkomst". — Páll vill, að stofnaður verði kaupstað-