Saga - 1971, Blaðsíða 29
TÖLFRÆÐILEGT MAT
27
eftir beinni frásögn Landnámu, nema í fáum tilvikum,
þar sem ættartengsl landnemans voru slík, að telja má
nærri öruggt, hvaðan hann hafi komið til landsins. Hverj-
uni þessara þriggja hópa er síðan skipt í þrennt eftir ætt-
erni landnemans, norrænt, keltneskt og óþekkt, og er þá
farið eftir ættfærslu. Ennfremur ef landnemi úr Noregi
er sagður norrænn eða ber norrænt nafn, þá er hann talinn
öorrænn, nema um leysingja með norrænu nafni sé að
ræða, hann er talinn í flokki óþekkts þjóðernis. Á sama
hátt er landnámsmaður frá Bretlandseyjum talinn kelt-
neskur, ef hann er sagður ættaður frá Bretlandseyjum eða
ber keltneskt nafn, en sé nafnið norrænt, lendir hann í
flokknum óþekkt þjóðerni, nema ættfærsla sýni annað.
Þegar ókunnugt er, úr hvaða landi landnemi er kominn,
er hann talinn í flokki óþekkts þjóðernis, séu engin frekari
deili sögð á honum, sem skipa honum í annan flokk. Ef
foreldrarnir eru sitt af hvoru þjóðerni, þá er settur y%
við hvort, og sé aðeins vitað um þjóðerni annars foreldris-
ths, þá er það látið ráða og settur 1 í þann dálk. Á þennan
ivátt eru eftirfarandi töflur unnar, að því viðbættu, að í
óálkinum norrænn eru taldir með þeir fáu Svíar og Danir,
Sem Landnáma getur um, og að Keltar á við íbúa Stóra-
Bretlands og Irlands almennt, og á það ekkert skylt við
fornleifafræðilega merkingu orðsins.
TAFLA 1.
I töflu 1 er birt heildarniðurstaða af talningu landnáms-
hvanna og eiginkvenna þeirra. Þar kemur í ljós, að aðeins
er kunnugt um 219 eða tæpan helming þessa fólks, frá
hvaða landi það fór í landnámsförina, og af þeim hópi
komi 68% frá Noregi og 32% frá Bretlandseyjum. Þjóð-
erni 271 landnema eða 60% þeirra er þekkt, og af þeim
eru 11% Keltar og 89% norrænir.
Það verður af þessu ljóst, að það skiptir miklu máli