Saga - 1971, Page 41
TÖLFRÆÐILEGT MAT 39
verið skýringin á hinum mörgu vopnum og bronsmunum,
sem fundnir eru sunnanfjalls í Noregi.
Af þessum upplýsingum um fornmunina verður ljóst,
að það eru keltnesku skrautmunirnir, sem gefa öruggasta
yitneskju um, hvaðan úr Noregi víkingarnir, sem herjuðu
a vesturveg, voru ættaðir, og styður sá vitnisburður mjög
frásögn Landnámabókar um það atriði.
Ég tel, að fornmunir af vestrænum uppruna frá vík-
lr*gaöld í Noregi falli svo vel að frásögn Landnámabókar,
að ógerlegt sé annað en álíta hana sanna, að því er kemur
til þeirra landnámsmanna, er sæmilega glögg deili eru sögð
a- Og þótt þeir séu margir landnemarnir, sem næsta lítið
er vitað um, og tilvist sumra þeirra byggist á einum sam-
an Örnefnum, þá er kjarni bókarinnar traustur.
Það mun því sanni næst, að þau mörk, sem fundin voru
fyrir mögulegum hluta af Keltum meðal innflytjenda á
tandnámsöld, standi sízt á ótraustari fótum en þær álykt-
anir um uppruna Islendinga, sem hafa verið dregnar af líf-
írseði- og mannfræðilegum rannsóknaraðferðum til þessa.
HEIMILDIR:
■Jakob Benediktsson: íslenzk fornrit I. Rvk 1968.
°n Jóhannesson: Gerðir Landnámabókar. Rvk. 1941.
íslendinga saga I. Þjóðveldisöld, Rvk. 1956.
Luðmundur Hannesson: Körpermasze und Körperportionen der Is-
lander. Fylgirit Árb. H. í., 1924-25, Rvk. 1925.
°n Steffensen: Islands folkemængde gennem tiderne, Medicinsk
porum 16, 1963, 129-152.
Jón Steffensen.