Saga - 1971, Blaðsíða 184
182
EINAR BJARNASON
veldur, Ámi Brandsson". Væntanlega er hér um þann
Brand að ræða, sem átti Guðrúnu Ámadóttur. Jafnvel
þótt talin séu svo mörg börn sem hér eru nefnd, 6 að tölu,
og ætla mætti því, að þau séu tæmandi talin, bendir niðja-
talsbrotið að öðru leyti eltki til þess, að það sé með tæm-
andi upptalningar.
I festingarbréfi síra Steins Ólafssonar og Arnbjargai'
Brandsdóttur, sem skráð var á Hólum 19. marz 1556, skýr-
ir frá því, að 1. október 1558, á Urðum í Svarfaðardal,
hafi Ólafur biskup Hjaltason verið forsagnarvottur að
gemingi um festingu síra Steins Ólafssonar á AmbjörgU
Brandsdóttur, frillu hans og barnamóður, sér til eiginkonu.
Var þetta gert með jáyrði Ambjargar og með „sam-
þykki sin(n)ar móður Guðrúnar Árnadóttur og náfrænda
síns Jóns bónda Sigurðssonar“. Svo er að sjá, sem móðir
Ambjargar hafi verið stödd hjá henni og því hafi hennai'
samþykki og „náfrænda“ hennar, Jóns bónda Sigurðsson-
ar, sem þar hefur einnig verið staddur, verið talið nægja,
en svo heldur bréfið áfram: „Enn þá þessi gjörningur fór
fram, var oss sagt, að hennar faðir væri kominn og
vissum vér það, og að honum til kölluðum, gaf hann va&r
(þ. e. Ólafi biskupi Hjaltasyni) sína hönd uppá það, að
sá gerningur, sem þeirra á millum gerðist, skyldi af hon-
um óbrigðilegur standa.“
Það væru einkennilegar tilviljanir á ferð, ef foreldrar
Ambjargar, Brandur og Guðrún Ámadóttir, eru ekki hm
sömu sem þau, er samþykktu ættleiðinguna á Bimi í>°r'
valdssyni, jafnvel þótt Brandur sé ekki nefndur með nafm
í festingarbréfinu og Arnbjörg sé ekki nefnd í niðjatals-
brotinu.
Sigurðarbörnin ættu þá að vera að 2. og 3. við Ambjörgm
Nú er enginn Jón „bóndi“ Sigurðsson kunnur nyrðra
þessum árum annar en sá, sem var á vegum Ólafs biskuPs
Hjaltasonar og þá var nýkvæntur Þórunni ÁrnadóttuÞ
dótturdóttur Þorsteins sýslumanns Finnbogasonar og hafo
þannig mægzt ríkustu ætt landsins. Sá Jón hlýtur að hafa