Saga - 1971, Blaðsíða 178
176
EINAR BJARNASON
kreik, en hins vegar verður þess hvergi vart, að meira
hafi úr orðið. Slíkur orðrómur hefði getað orðið Ólafi
biskupi til ófrægðar, en engin óvild virðist hafa skapazt
milli hans og mágafólks hans. Honum ferst rausnarlega
við bræður Sigríðar og gengur lengra í stuðningi við þá
til ríks kvonfangs en efni hans leyfðu. Það sýna skjöl,
sem enn eru varðveitt, og eru þau sýnishom af því, hvern
mann Ólafur hafði að geyma. Fleira mun tengdafólk hans
hafa átt honum upp að unna, því að ekki mun það vera
tilviljun ein, að öll systkini Sigríðar, sem afkvæmi áttu
og kunnugt er um, létu heita Ólafsnafni, og er þó löng
leit að því nafni í ætt þeirra eða maka þeirra, eftir þvl
sem nú er kunnugt. Ólafar þessir, séra Ólafur á Miklab®
Jónsson, séra Ólafur á Stað í Steingrímsfirði Halldórs-
son eða Ólafur bóndi á Steinsstöðum í Tungusveit, bróðir
hans, ólafur lögréttum. í Núpufelli Jónsson og Ólafur
lögréttum. á Héðinshöfða Jónsson, sem allir munu vera
fæddir á efstu árum ólafs biskups eða skömmu eftir lát
hans, munu flestir hafa borið nafn hans, og eru nafn-
giftir þær óbrotgjarnasti minnisvarðinn yfir Ólafi Hjalta-
syni.
Vígaferli voru ekki ótíð á 15. öld, en við vígi að ófyrir'
synju lá útlegðarrefsing. Árið 1494, 6. febrúar, komu tveir
menn, Jón Jónsson og Þorvarður Jónsson, innan úr EyJa'
firði á fund sýslumannsins í Vöðluþingi, Amfinns JónS-
sonar, sem þá bjó á Laugalandi á Þelamörk. Sýslumaður
hefur ekki verið heima, en staddur í Neðri-Lönguhlíð,
vestan árinnar, í Hörgárdal, og þangað fóru komumenn-
Erindið var að skýra frá víglýsingu, sem þeir höfðu verl
vottar að. Þeir sögðust hafa heyrt Jón Jónssor lýsa ýfir
því þriðjudaginn næsta fyrir Pálsmessu um veturinn, þann
sama dag sem hann spurði andlát Oims SigurðssonaL
þess manns, sem hann hafði áverka veitt, að hann hex _ ^
„ófyrirsynju í hel slegið“ Orm heitinn Sigurðsson. Þen
töldu Jón hafa um nóttina næstu fyrir verið í Saurb®