Saga - 1975, Page 9
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
7
„Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjómina
að gæta hagsmuna þjóðfélagsins og réttar landssjóðs til
fossa og annarra verðmæta í almenningum landsins og í
afréttum þeim, er eigi heyra til neinni ákveðinni jörð ein-
stakra manna eða sveitarfélaga með því 1) að komast að
ábyggilegri niðurstöðu um það, hve langt yfirráðaréttur
sýslu- og hreppsfélaga yfir afréttum nái samkvæmt þeim
notum, er tíðkazt hafa frá fornu fari (svo sem upprekst-
ur, beit, fjallagrös, rótargröftur, skógarhögg, veiði) og
gefa það síðan hlutaðeigendum til vitundar, og 2) að láta
fram fara rifting á öllum samningum, er sýslur eða hrepp-
ar kunna að hafa gert við einstaka menn eða félög og í bága
koma við rétt landssjóðs."1)
Þingsályktunartillaga þessi var lögð fram 4. janúar, á
14. fundi neðri deildar, og kom hún til umræðu á 17. fundi
deildarinnar, mánudaginn 8. janúar. Flutningsmaðurinn,
Gísli Sveinsson, var sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu
og hafði verið kjörinn á þing fyrir það kjördæmi í alþingis-
kosningunum haustið 1916. Þetta var því eitt fyrsta málið
sem hann tók upp á alþingi. Frumkvæði Gísla í þessu efni
ber ljóst vitni áhuga hans á málefninu og framsaga hans
fyrir tillögunni sýnir, að hann hefur fylgzt allnáið með
framvindu fossamálsins árin á undan. Taldi Gísli, að mál
hefðu hér skipazt á annan veg en æskilegt hefði verið. 1
fi'amsöguræðu sinni lagði hann að öðru leyti áherzlu á
eftirfarandi atriði: Nú væri svo komið, að Islendingar
sjálfir hefðu glatað umráðarétti sínum yfir flestum stærstu
fossum landsins, því að félög þau, sem ættu fossana, væru
1 Teynd erlend, enda þótt þau væru íslenzk að nafninu til.
Gísli taldi ennfremur, að þeirri skoðun ykist nú fylgi að
meðferð stjórnarráðsins á fossamálinu hefði einkennzt af
ófyrirgefanlegu gáleysi. Um fossalögin frá 1907 lét hann
svo ummælt, að þau væru haldlaus með öllu og hefðu eng-
x) Alþingistíðindi 1916—1917, þskj. 63, bls. 69.