Saga - 1975, Blaðsíða 10
8
SIGURÐUR RAGNARSSON
an veginn gegnt því hlutverki, sem þeim var ætlað.2)
Meginniðurstaða Gísla Sveinssonar í framsöguræðu hans
fyrir þingsályktunartillögunni var sú, að það ástand, sem
nú hefði skapazt, væri ógnun við framtíðarsjálfstæði lands-
ins. „Mín skoðun er sú, að það sé eitt af skiiyrðunum fyrir
sjálfstæði landsins, að varðveitt sé þau auðæfi, sem það
hefir að bjóða, því að ef vér eigum að lifa í landinu þá
þurfum vér að eiga landið. En ég skil ekki, að vér fáum
til fulls haldið sjálfstæði voru, ef útlendingar ná yfirráð-
um yfir þeim efnum, sem eru afl þeirra hluta, sem gjöra
skal og svo má með réttu nefna afllindir landsins.“3)
Gísli vék í þessu sambandi lítillega að innflutningi er-
lends fjármagns til íslands og komst um það atriði að svo-
felldri niðurstöðu: „Þótt oft sé svo að orði kveðið, að gott
sé að veita peningum inn í landið, þá er hitt þó víst að
betra er að hafa óbundnar þær afllindir, sem síðar mega
verða oss að notum."4)
Orðalag þingsályktunartillögu Gísla Sveinssonar ber
með sér, að flutningsmaður ætlaði henni að þjóna skýrt
afmörkuðum tilgangi. Hann vildi fá því framgengt, að
stjórnvöld létu gera úttekt á þeim sölusamningum um
vatnsréttindi í almenningum og afréttum, sem nokkrir
hreppar á Suðurlandi höfðu gert undangengin misseri.
Hér var um eftirfarandi að ræða: Þrír hreppar í Rangár-
vallasýslu, Holtahreppur, Ásahreppur og Landmanna-
hreppur, höfðu selt þau vatnsréttindi, sem þeir töldu sig
eiga í Þjórsá og þverá hennar, Tungnaá. Gnúpverj ahrepp-
ur og Skeiðahreppur í Ámessýslu höfðu einnig selt þau
vatnsréttindi, er þessir hreppar töldu sér í Þjórsá og
2) Hér er átt við lög um takmörkun á eignar- og umráðarétti á
fossum á íslandi, um eignarnám á fossum o. fl., sbr. Alþingis-
tíðindi 1907 A, bls. 424^27, 1011—1012, 1202, 1203—1206,
1233—1236 og B, d. 1772—1791.
3) Alþingistíðindi 1917 B, III, dálkur 318.
*) Ibid.