Saga - 1975, Page 12
10
SIGURÐUR RAGNARSSON
boðs „óháðra bænda“ við landkjörið, stóð að útgáfu blaðs-
ins „Suðurland“ og hafði nær fellt Einar Arnórsson ráð-
herra frá þingsetu, er hann bauð sig fram til þings í Ár-
nessýslu í alþingiskosningunum haustið 1916.11) Gestur
var þannig ótvírætt áhrifamikill héraðshöfðingi.
Meðal þeirra, sem stóðu að því að kaupa upp fossa og
önnur vatnsréttindi hérlendis, hafði hann nokkra sérstöðu,
þar eð hann reyndi öðrum fremur að tryggja upphaf-
legum umráðamönnum vatnsréttinda einhverja þóknun
sem heitið gat fyrir þau réttindi, er þeir létu af hendi.
Gestur Einarsson var ennfremur helzti ráðamaður fossa-
félagsins „Sleipnir“, en það keypti upp vatnsréttindi í
Hvítá í Árnessýslu.12)
Meginmarkmið Gísla Sveinssonar með tillöguflutningi
sínum var að fá því til leiðar komið, að landsstjórnin léti
rannsaka, hversu víðtækur eignar-, umráða- og afnota-
réttur sýslu- og hreppsfélaga væri að því er vatnsréttindi
í afréttum og almenningum áhrærði. Hann vildi einnig, að
að því yrði stefnt að láta ógilda alla þá gjörninga, sem
með einhverjum hætti skertu réttindi ríkisins í þessu efni.
Sjálfur orðaði hann tilgang sinn svo, að hann vildi
„. . .bjarga því sem bjargað verður. . .“.13)
1 framsöguræðu sinni fyrir þingsályktunartillögunni lét
Gísli Sveinsson í ljós rökstutt álit sitt varðandi það úr-
lausnarefni, er tillagan fjallaði um: „Ég lít nú svo á, að
fossar í afréttum heyri ekki til afnota afréttanna og sé því
eign landsins. Að því er almenninga snertir, þá er það
víst, að þeir heyra þjóðfélaginu til, þótt einstakar sveitir
kunni að hafa þeirra not sökum þess að þeir liggja nálægt
þeim. Eftir því sem ég bezt veit þá er engin heimild fyrir
öðrum réttindum sýslufélaga og hreppsfélaga til afrétt-
11) Ibid.
1Z) Nefndarálit minnililuta fossanefndar 1917, Rvík 1919,
bls. 64—65.
13) Alþingistíðindi 1916—1917 B, III, d. 321.