Saga - 1975, Blaðsíða 13
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
11
anna, en þeim, sem alkunn eru, sem sé beit, grasatekju,
upprekstri, veiði o. s. frv. En það, sem í jörðu finnst, eða
afllindir, sem í afréttum eru, fellur ekki undir þessi rétt-
indi.“i4)
Til stuðnings þessari niðurstöðu sinni skírskotaði Gísli
annars vegar til gildandi löggjafar um nýbýli frá 6. nóvem-
ber 1897 og „einkanlega" til námulaganna frá 80. júlí 1909,
því „þar hefur löggjafinn ótvírætt sagt hver eigi þennan
rétt.“15)
Umræður um tillögu Gísla Sveinssonar urðu ekki langar
á Alþingi. Auk flutningsmanns tóku til máls við umræð-
urnar Jón Magnússon forsætisráðherra, Einar Arnórsson,
fyrrverandi ráðherra, og Bjarni Jónsson frá Vogi, for-
maður þingflokks Þversummanna. Þeir létu allir í Ijós
stuðning við tillöguna. Bjarni Jónsson frá Vogi komst
m. a. svo að orði í umræðunum: „Það hefur jafnan verið
mitt áhugamál, að eitthvað það mikilvægasta, sem fram-
kvæmt yrði hér á landi, væri það að sporna við því að land-
ið lendi í höndum útlendinga." Bjarni lauk máli sínu með
því að skora á stjórnvöld „að endurskoða öll lög, sem að
þessu lúta, jafnt þótt varði eignir einstaklinga, og athuga
kaup, sem hafa farið fram til leppa, og aðaláskorun mín
er sú, að stjórnin vildi setja leppalög til þess að vernda
þjóðfélagið. . .“ Einar Arnórsson lýsti yfir því, að hann
teldi nauðsyn bera til að gerð yrði sú athugun, sem rætt
væri um í tillögunni. Á hinn bóginn lét hann í ljós efa-
semdir um að unnt reyndist að rifta þeim samningum um
sölu á vatnsréttindum, sem gerðir hefðu verið. „Slík rift-
lng mundi varla geta farið fram nema greiddar væru
skaðabætur úr landssjóði í sumum tilfellum." Gísli Sveins-
son mótmælti ofangreindri skoðun í síðari ræðu sinni við
uinræðurnar. Taldi hann engin tormerki mundu verða á
að rifta þeim samningum er einstakir hreppar eða sýslu-
14) Alþingistíðindi 1916—1917 B, III, d. 319—20.
15) Ibid.