Saga - 1975, Page 15
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
13
ekki yrði sýnt fram á að hann hefði haft slík réttindi áður
eða eignarréttur landssjóðs verið staðfestur með dómi.
Eggert Briem vísaði í grein sinni á bug öllum tilraunum
til að benda á hliðstæður í aðstæðum hér á landi og á
Norðurlöndum, hvað þetta atriði áhrærði. Niðurstaða
Eggerts Briem í Lögrjettugreininni var í sem stytztu máli
sú, að allar afréttir hefðu í öndverðu verið í einkaeign og
engar afréttir hefðu nokkru sinni verið sameign þjóðar-
innar. Hann leggur einnig á það sérstaka áherzlu, að sam-
kvæmt ákvæðum Grágásar hafi almenningarnir allir hlotið
að liggja við sjó. Af því leiði svo aftur, að þeir hljóti að
hafa verið í einkaeign, þar eð landnámsmennirnir hafi
numið alla strandlengjuna.
Ekki virðist grein Eggerts Briem í „Lögrjettu" hafa leitt
til neinna frekari blaðaskrifa um málið að sinni. Ýmsum
getum má að því leiða, af hvaða hvötum Eggert Briem
hafi samið áðurnefnda grein sína. Vel má hugsa sér, að
honum hafi gengið það eitt til að mótmæla því, sem hann
taldi rangtúlkun á gildandi landslögum og að setja fram
aðra og réttari túlkun þeirra. Hitt má þó telja líklegra, að
höfundur hafi með greininni viljað hafa uppi markvissa
málsvörn fyrir ákveðna aðila þessa máls. Hann kveður að
minnsta kosti upp fullkominn sýknudóm yfir sýslu- og
hreppsfélögum þeim, er selt höfðu vatnsréttindi í afrétt-
um. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi, að Eggert
Briem var um þessar mundir einn af forvígismönnum
bændastéttarinnar í landinu, og þegar greinin var skrifuð
gegndi hann starfi forseta Búnaðarfélags Islands. Það
gefur auga leið, að það hlaut að vera stórmál fyrir bænda-
stéttina, hverjum yrði talinn eignar- og umráðaréttur yfir
fossum í almenningum og afréttum.
Um frekari framvindu þessa þáttar fossamálsins er það
að segja, að landsstjórnin lét í samræmi við yfirlýsingu
forsætisráðherra hefja þá könnun sem ráð var fyrir gert
í ályktun alþingis. Þetta gerðist með þeim hætti, að at-
vinnumálaráðuneytið. sem málið heyrði undir, fór þess á