Saga - 1975, Síða 16
14
SIGURÐUR RAGNARSSON
leit við Klemens Jónsson, fyrrverandi landritara, sem nú
var á biðlaunum, að hann tæki þetta verkefni að sér og
féllst hann á það. Síðar kom fram hjá forsætisráðherra í
umræðum á alþingi, að ástæðan fyrir því að leitað var til
Klemensar Jónssonar hefði verið sú, að hann væri „mjög
æfður embættismaður og (hefði) sérstaklega lagt tals-
verða stund á sagnafróðleik og (væri) auk þess mjög góð-
ur lögfræðingur." Má af þessum ummælum Jóns Magnús-
sonar forsætisráðherra ráða, að hann hefur talið Klemens
einkar vel til starfans fallinn. Enda þótt Klemens Jónsson
tæki þetta verkefni að sér, lauk hann því ekki, og var það
síðan falið fossanefndinni, eftir að hún hafði verið skip-
uð.J8)
II. FossamáliS kemst fyrir alvöru á dagskrá
hjá þingi og þjóð.
Sé skyggnzt víðar um svið íslenzkra þjóðmála þau miss-
eri, er hér um ræðir, verður augljóst, að samþykkt alþingis
á þingsályktunartillögu Gísla Sveinssonar var ekki ein-
angraður atburður. Allir þættir fossamálsins voru smátt
og smátt að komast í brennidepil, og þeir möguleikar og
þau vandamál, sem tengd voru beizlun vatnsorkunnar,
voru nú sem óðast að taka á sig rauntækt snið í vitund æ
fleiri Islendinga. Margt er til vitnis um þessa þróun. Má
þar fyrst nefna að samþykkt höfðu verið á alþingi tvenn
lög um rafveitur í kaupstöðum og kauptúnum, hin fyrri
1918 og hin síðari 1915.1) Á þinginu 1915 beindi annar
þáverandi þingmanna Reykvíkinga, Sveinn Björnsson
yfirdómslögmaður, fyrirspum til Einars Amórssonar ráð-
herra, um eignarhlutdeild ríkisins í Sogsfossunum.2)
Bygging lítilla rafstöðva á einstökum sveitabýlum hófst
1911 og fjölgaði þeim nokkuð næstu árin, einkum í Slcafta-
is)‘ Nefndarálit meirihluta fossanefndar 1917, Rvik 1919, VI—VII.
!) Helgi Hermann Eiríksson: Alþingi og iðnaðarmálin.
2) Alþingistíðindi 1915 A, þskj. 913, bls. 1501; B, III, 2273—2278.