Saga - 1975, Page 17
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
15
fellssýslu. Rafmagnsmál Reykvíkinga komust á ný í
brennidepil eftir að heimsstyrjöldin fyrri skall á, en þá
hafði verið hljótt um þau mál um skeið, enda hafði gas-
stöðin í Reykjavík komizt í gagnið 1910. Jón Þorláksson
landsverkfræðingur, sem jafnframt átti sæti í bæjarstjórn
Reykjavíkur, hélt yfirgripsmikið erindi um rafmagnsmálið
á almennum borgarafundi í Reykjavík vorið 1917 og var
það upp frá því óslitið á dagskrá bæjarstjórnar og til um-
ræðu í blöðum bæjarins. Vert er að hafa þetta atriði í huga
sérstaklega, því að sá mikli áhugi, sem nú hafði vaknað
á því að leysa rafmagnsmál Reykvíkinga, hafði nokkur
áhrif á framvindu fossamálsins árið 1917. Verður nánar
að því vikið síðar. Þetta ár, 1917, markaði hins vegar þau
þáttaskil í framvindu fossamálsins, að það kom nú til
kasta alþingis og landsstjórnarinnar með öðrum og nær-
göngulli hætti en áður hafði verið. Má segja að hin næstu
á.r hafi svo fossamálið skipað allbreiðan sess í íslenzkri
þ j óðmálaumræðu.
Engum blöðum er um það að fletta, að fréttir og frá-
sagnir blaða og tímarita um æ fjölþættari hagnýtingu raf-
orku erlendis hlutu að efla mjög áhuga alls almennings á
ftiöguleikum Islendinga í þessu efni. Rafstöðvar þær, sem
reistar höfðu verið í nokkrum kaupstöðum og kauptúnum
landsins, höfðu ótvírætt áhrif í sömu átt. Nú hafði bætzt
við nýr orsakaþáttur, sem vakti menn til enn frekari um-
bugsunar um þessi mál. Hér á ég við heimsstyrjöldina fyrri
°S ýmislegt það, sem fylgdi í kjölfar hennar. Styrjöldin
leiddi af sér talsverða erfiðleika varðandi aðdrætti ýmissa
nauðsynja. Allt verðlag fór mjög hækkandi eftir því sem
a stríðið leið og margfölduðust ýmsar erlendar nauðsynj-
ar> t. d. kol, í verði af þeim sökum.3) Hið háa kolaverð og
þeir erfiðleikar, sem voru á því að tryggja landsmönnum
nægilegt eldsneyti erlendis frá gerðu það að verkum að
) Tölfræðihandbókin, útg-. Hagstofa íslands 1965, tafla 239. Sjá
einnig Tímarit Verkfræðingafélags íslands 1917, 2. h., bls. 18.