Saga - 1975, Page 20
18
SIGURÐUR RAGNARSSON
„hentugasta afllindin til þess að byrja á að koma á stór-
iðnaði í landinu.“ Einnig taldi hann fullvíst að ekki yrði
neinum erfiðleikum bundið að tryggja Reykjavík og öðr-
um byggðarlögum á Suðvesturlandi nægjanlegt rafmagn
„með góðum kjörum“ í tengslum við stóriðjurekstur á
grundvelli vatnsaflsvirkjana, fyrst í Soginu, en síðar í
Hvítá og Þjórsá. Er ekki ófróðlegt að bera saman þessa
framtíðarsýn Guðmundar Hlíðdals og hugmyndir Jóns
Þorlákssonar um framtíðarþróun þessara mála, sem að-
eins var vikið að hér að framan. Röksemdafærsla Guð-
mundar er í sjálfu sér góð og gild, en maður fær tæpast
varizt þeirri hugsun, að í þessu máli tali hann ekki ein-
vörðungu sem hlutlaus sérfræðingur heldur miklu fremur
sem málsaðili, því að Guðmundur Hlíðdal var hluthafi í
fossafélaginu „lsland“, átti sæti í stjóm þess og var aðal-
fulltrúi þess á Islandi. Fossafélagið „lsland“ hafði á sín-
um tíma fyrir meðalgöngu Guðm. Hlíðdal tryggt sér um-
ráðarétt yfir talsverðum hluta Sogsfossanna.0) Atburðir
þeir, sem gerðust síðar á árinu, sýndu glöggt að félagið
hefur talið nærri sér höggvið með tillögugerð rafmagns-
nefndarinnar.
Sjálfur hélt Guðmundur Hlíðdal erindi í Verkfræðinga-
félaginu síðar um vorið. Erindi þetta, sem hann hélt á
fundi félagsins hinn 1. maí, nefndi hann „Nokkrir fossar
á lslandi.“6 7) Guðmundur dvaldi í erindi sínu einkum við
þau vandamál, sem væru því tengd að áætla, hversu mikið
vatnsafl fyrirfyndist hér á landi. Rakti hann síðan í
stuttu máli þær forsendur, sem slík áætlun yrði að byggj-
ast á. Guðmundur gaf einnig yfirlit yfir þær mælingar,
sem gerðar höfðu verið á vatnsmagni í einstökum ám og á
fallhæð ýmissa fossa. Þetta yfirlit byggði fyrst og fremst
á mælingum, sem hann hafði sjálfur gert á árunum 1907
6) Nefndarálit meirihluta fossanefndar 1917, Rvík 1919,
bls. XXVI—XXVII.
7) TVFÍ 1917, 3. h., bls. 29—37.