Saga - 1975, Page 21
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
19
og 1908. I lok erindis síns gerði Guðmundur fróðlega til-
raun til að meta, hversu mikið vatnsafl landið hefði að
geyma. Niðurstaða hans, sem hann lagði áherzlu á að
væri hrein ágizkun, var sú, „að nothæft vatnsafl á Islandi
(væri) 2—21/9 milljón hestafla."
En fossamálið var einnig til umræðu á öðrum vettvangi
þessa mánuði. Hér að framan var lítillega vikið að af-
skiptum bæjarstjórnar Reykjavíkur af málinu. Rafmagns-
nefnd bæjarstjórnar lagði fram álit sitt liinn 1. marz.
Nefndin studdist í álitsgerð sinni mjög við skýrslu og út-
reikninga norskrar verkfræðiskrifstofu, „Forenede Ing-
eninrkontorer" í Kristjaníu. Bæjarstjórn Reykjavíkur
hafði samið við verkfræðiskrifstofu þessa um að rannsaka
°g skila skýrslu um þá valkosti til fullnægingar rafmagns-
þörf Reykvíkinga, er til greina gætu komið.8) Niðurstaða
athugana hinnar norsku verkfræðiskrifstofu var í sem
stytztu mál sú að Elliðaárnar gætu ekki fullnægt raforku-
þörf bæjarins nema um takmarkað árabil þótt virkjaðar
yrðu, en vestan Hellisheiðar og Mosfellsheiðar væri engin
á önnur, sem til greina gæti komið að virkja í þessu skyni.
Því segir nefndin í álitsgerð sinni: „Næsta vatnsfallið,
sem komið getur til greina, er Sogið.“ Það var þetta nefnd-
arálit, sem lá til grundvallar þeim tveimur tillögum um
i'afmagnsmál, sem getið var hér að framan. Aflstöð sú,
sem reisa átti við Elliðaámar, átti að vera 1000 hestöfl.
Rannsóknir höfðu leitt í ljós að aflstöð af þessari stærð
Myndi fullnægja þörfum bæjarbúa fyrir raforku um nokk-
art árabil auk þess sem aðstæður leyfðu nokkra aukningu
a íraiuleiðslugetu stöðvarinnar. Síðari tillaga rafmagns-
nefndar, þar sem lagt var til að Sogsfossarnir yrðu teknir
eignarnámi, ber vitni talsverðri framsýni og fyrirhyggju
nefndarmanna, þegar hafður er í huga hinn öri vöxtur
löfuðborgarinnar síðustu áratugi. í rökstuðningi sínum
ynr þessari síðari tillögu bentu nefndarmenn m. a. á, að
8) „Lögrjetta“, 7. marz 1917.