Saga - 1975, Page 22
20
SIGURÐUR RAGNARSSON
yrði ekki gripið til þessa ráðs gæti vel farið svo, að Sogs-
fossamir læg-ju alls ekki á lausu til virkjunar síðar, þegar
borgin hefði þörf fyrir afl frá slíkri virkjun og fjárhags-
legt bolmagn til að ráðast í slíkt fyrirtæki. Töldu nefndar-
menn miklu varða, að þessi möguleiki lokaðist ekki. I áliti
rafmagnsnefndar kom einnig fram sú skoðun, að æskileg-
ast væri að ríkið stæði fyrir eignarnáminu, en Reykja-
víkurbær fengi síðan forkaupsrétt að því vatnsafli, sem
bærinn þyrfti á að halda.
Sú varð niðurstaðan af umfjöllun bæjarstjórnar um
málið, að báðar tillögur nefndarinnar voru samþykktar.
Var þeim verkfræðingunum Guðmundi Hlíðdal og Jóni
Þorlákssyni síðan falið að ganga frá áætlun um byggingu
aflstöðvar við Elliðaár.
Knud Zimsen borgarstjóri sendi atvinnumálaskrifstofu
stjórnarráðsins afrit af áðurgreindri samþykkt bæjar-
stjórnar um Sogsfossana. Þetta gerðist með bréfi dags.
29. júní 1917.8) Með bréfi þessu kom hann á framfæri
beiðni til landsstjórnarinnar um að hún flytti á alþingi
frumvarp til laga um eignarnám á Sogsfossunum eins og
bæjarstjóm hafði samþykkt að leggja til að gert yrði.
Varðandi sendingartíma bréfs þessa skal á það bent, að
alþingi átti að koma saman 1. júlí og þá fyrst gat einhverra
viðbragða verið að vænta af hálfu landsstjórnarinnar.
III. Þáttur af fossafélaginu ,,lsland“.
Meðan þau atvik gerðust, sem greint hefur verið frá hér
að framan, hófst einn aðili til viðbótar, sem hér átti nokk-
uð í húfi, handa um að tryggja aðstöðu sína og hagsmuni
við þær nýju aðstæður, sem nú virtust vera að skapast í
fossamálinu. Hér er átt við fossafélagið „ísland“. Félag
þetta var stofnað veturinn 1908—1909. Það leysti þá af
hólmi annað félag, fossafélagið „Skjálfanda", sem þá
9) Þjóðskjalasafn, Atv. Db. 5, nr. 787.