Saga - 1975, Page 24
22
SIGURÐUR RAGNARSSON
við landeigendur í september 1908, en síðan framselt
fossafélaginu „Skjálfandi“ í maí árið eftir. Samningár
þessir höfðu þó aldrei hlotið endanlega staðfestingu að því
er jörðina Syðri-Brú varðaði, þar eð hún var kirkjueign
og ekki hafði verið sótt um staðfestingu kirkjustjórnar-
innar á nefndum gjörningum.* 3) Hvað jörðina Úlfljóts-
vatn varðar ber að taka fram, að hún var í leiguábúð, er
samningarnir voru gerðir og gat ábúandinn að sjálfsögðu
ekki gert neinn samning sem var bindandi fyrir eigandann.
Samningurinn var þess vegna ógildur að % hlutum að því
er tók til þessarar jarðar. Fossafélagið hafði hins vegar
tryggt sér öll þau vatnsréttindi, er heyrðu þessari jörð til,
með nýjum samningi við rétta eigendur hennar. Var sá
samningur dagsettur 20. júlí 1916.4 5)
Ætlun fossafélagsins „Island“ hafði verið að virkja
Sogsfossana til saltpétursframleiðslu. Félagið lét fram-
kvæma nokkrar frumathuganir og mælingar í Sogi og gaf
út lítinn bækling um niðurstöðurnar 1911.6) Ekki reyndist
þó unnt að afla nægilegs fjármagns til þessa fyrirtækis í
það skiptið. Erfitt er að kveða með nokkurri vissu upp úr
um það, hverjar voru orsakir þess. Líklegt má telja, að
ýmsum aðstandendum félagsins hafi við nánari athugun
vaxið talsvert í augum þeir erfiðleikar, sem óhjákvæmi-
lega hlutu að vera samfara framkvæmdum af þessu tagi
hér á landi, eins og til hagaði, og má því ætla, að fjármagn
það, sem á annað borð lá á lausu til framkvæmda af þessu
tagi, hafi beinzt til annarra og gróðavænlegri fyrirtækja.
Þá er ennfremur þess að gæta í þessu sambandi, að árin
næstu fyrir 1914 voru víða um lönd uppi miklar efasemdir
um arðsemi fyrirtækja af þessu tagi, þar sem verðlag á
kalksaltpétri og skyldum vörum hafði þá um nokkurt skeið
s) Nefndarálit meirihluta fossanefndar 1917, Rvík 1919, XXXV—
XXXVII.
*) Ibid.
5) Signrjón Rist: íslenzk vötn I, bls. 45.