Saga - 1975, Page 26
24
SIGURÐUK RAGNARSSON
í framkvæmd. Sérleyfisumsókn fossafélagsins, sem birtist
í „Lögrjettu" 22. ágúst 1917, ber greinilega með sér að
stjórnendur félagsins virðast hafa haft trú á því að unnt
yrði að afla nauðsynlegs fjár til framkvæmdanna.
Annað atriði, sem hafa ber í huga, þegar skýra á hin
nýju umsvif fossafélagsins, er sjálf þróun mála hér á
landi. Þar skipti mestu sú nýja staða, sem smátt og smátt
var að koma upp í rafmagnsmálum Reykvíkinga og birt-
ist í stefnumörkun bæjarstjórnar hinn 1. marz, sem áður
var getið. Ef hafizt yrði handa um framkvæmdir í anda
síðari samþykktar bæjarstjórnar, fælist í því ógnun við
áform og hagsmuni fossafélagsins. Hér er kannski að leita
orsakanna til andstöðu Guðmundar Hlíðdal við tillögu raf-
magnsnefndar um Sogsfossana, þegar sú tillaga kom til
umræðu á fundi Verkfræðingafélagsins. Ljóst má vera, að
fossafélagið varð nú að sýna frumkvæði og framkvæmda-
vilja í verki, ef það átti ekki að eiga á hættu að hagsmunir
þess yrðu fyrir borð bornir. Þær aðstæður, sem nú ríktu
á peningamarkaði Norðurlanda, gerðu að verkum, að raun-
hæfir möguleikar virtust á því að af framkvæmdum gæti
orðið.
Að lokum skal nefnt þriðja atriðið til skýringar á hinu
nýja frumkvæði fossafélagsins „Island" gagnvart stjórn-
völdum. Þar er um að ræða fossafélagið „Titan“ og um-
svif þess hér á landi þessi misserin og hin næstu á undan.
Félagið „Titan“ hafði allt frá árinu 1915 staðið fyrir um-
fangsmiklum rannsóknum og vatnsmælingum í Þjórsá til
undirbúnings stórfelldum virkjunarframkvæmdum í þágu
orkufreks iðnaðar hér á landi.8) Þess var að vænta, að
ekki myndi líða langur tími, unz sérleyfisumsókn bærizt
frá þessu félagi til landsstjómarinnar. Sé þetta haft í
huga, hlaut frá bæjardyrum fossafélagsins „lsland“ séð,
að vera hyggilegt að senda inn sérleyfisumsókn tafarlaust.
8) G. Sætersmoen: Vandkraften i Thjorsá elv, Island, Kria 1918-