Saga - 1975, Page 28
26
SIGURÐUR RAGNARSSON
I viðræðum sínum við forsvarsmenn fossafélagsins í
Kaupmannahöfn treystist Jón Magnússon forsætisráð-
herra ekki til að gefa neinar bindandi yfirlýsingar af hálfu
landsstjórnarinnar um afstöðu hennar til sérleyfisumsókn-
ar frá félaginu. Sjálfur var Jón Magnússon málinu hlynnt-
ur eins og fram kom við meðferð þess á alþingi um sum-
arið. Sérleyfisumsókn fossafélagsins ,,lsland“ var dagsett
2. júní 1917, en hún barst ekki landsstjórninni í hendur
fyrr en langt var liðið á júlímánuð. Ástæðan til þess
dráttar var sú, að þá fyrst hafði félagið tryggt umráða-
rétt sinn yfir fossunum til fullnustu.11)
Landsstjórnin ræddi mál þetta á fundum sínum, áður
en þing kom saman. Ráðherrarnir voru á einu máli um, að
hér væri á ferðinni slíkt stórmál „ að rétt væri að láta ein-
hverja þingnefnd vita af því að það væri á döfinni.“ Því
varð að ráði, að forsætisráðherra gaf fjárhagsnefnd neðri
deildar alþingis skýrslu um málið og sýndi henni beiðnina.
Umboðsmenn fossafélagsins unnu hins vegar um þessar
mundir ótrauðir að framgangi mála sinna á ýmsum öðrum
vígstöðvum, m. a. leituðu þeir eftir samningum við
Reykjavíkurbæ. Knud Zimsen borgarstjóri rekur gang
þessa máls nokkuð í endurminningum sínum.12) Hann
skýrir m. a. frá því, að þeir Jón Þorláksson hafi rætt það
sín í milli að nauðsyn bæri til að Reykjavíkurbær eignað-
ist hluta af vatnsréttindum í Soginu. Var ætlun þeirra sú,
að bærinn keypti þau vatnsréttindi, sem heyrðu til jörð-
unum Bíldsfelli og Tungu. Þeir félagarnir vöktu máls á
þessu á fundi í rafmagnsnefnd bæjarins hinn 29. júní.
Málið var síðan til meðferðar á nokkrum fundum, en á
fundi sínum hinn 5. júlí samþykkti nefndin einróma að
skora á bæjarstjórn að ráðast í þessi kaup. Auk borgar-
stjóra og Jóns Þorlákssonar stóð Þorvarður Þorvarðarson
prentsmiðjustjóri, fulltrúi Alþýðuflokksins, fyrir þessum
“) Jón Magnússon, fors. Alþ.t. 1917 C, d. 1171.
12) Úr bæ í borg. Endurminningar Knud Zimsens. Lúðvík Kristjáns-
son færði í letur, bls. 261.