Saga - 1975, Page 29
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
27
tillöguflutningi í rafmagnsnefndinni. Tillaga rafmagns-
nefndar var eftir nokkrar umræður samþykkt samdægurs
í bæjarstjórn.
Með kaupsamningi, dagsettum 12. júlí 1917, keypti
Reykjavíkurbær af Guðmundi Þorvaldssyni, bónda á Bílds-
felli í Grafningi, öll þau vatnsréttindi í Soginu, sem heyrðu
til þeirri jörð.13)Hér var þó undanskilinn hluti Bíldsfells í
Kistufossi, sem fossafélagið „Island" hafði tryggt sér á
sínum tíma. Með samningi þessum tryggði Reykjavíkur-
bær sér einnig nægilegt landrými úr landi Bíldsfells til að
reisa þau mannvirki, sem nauðsynleg væru vegna virkj-
unar. Umsamið kaupverð nam 30 þús. kr.
Knud Zimsen skýrir svo frá í endurminningum sínum,
að þeim Jóni Þorlákssyni hafi einkum gengið það til með
frumkvæði sínu um þessi kaup að styrkja samningsað-
stöðu bæjarins gagnvart fossafélaginu, ef til samninga
kæmi milli þessara tveggja aðila. Þess varð heldur ekki
langt að bíða að á þetta reyndi, því að fossafélagið óskaði
þegar eftir viðræðum við bæjarstjórn Reykjavíkur um
vatnsafl Sogsins. Af hálfu rafmagnsnefndar tóku þátt í
viðræðunum þeir Jón Þorláksson og Sveinn Björnsson
yfirdómslögmaður, sem sat í bæjarstjórn fyrir Langsum-
menn, en af hálfu fossafélagsins þeir verkfræðingarnir
Guðmundur Hlíðdal og N. P. Kirk. Samningaviðræðum
þessum miðaði greiðlega og þegar líða tók að lokum júlí-
uiánaðar virtist einsýnt að samkomulag tækist um, að
fossafélagið sæi Reykvíkingum fyrir raforku, ef það fengi
sérleyfi til virkjunar Sogsfossa.
Pegar málin höfðu skýrzt að þessu leyti, var bæjar-
stjórn Reykjavíkur kvödd saman til aukafundar hinn 25.
iúlí. Á fundi þessum var samþykkt í einu hljóði tillaga,
sem flutt var sameiginlega af rafmagnsnefnd og fjárhags-
nefnd bæjarins. Með þessari samþykkt dró bæjarstjórn til
baka áskorun sína til landsstjórnarinnar um að taka Sogs-
13) Þjóðskjalasafn, Atv.m.skrifstofa, Db. 4, nr. 83.