Saga - 1975, Page 33
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
31
um yrði, en þess sjást engin merki að nefndarmenn hafi
sett málið inn í víðara pólitískt samhengi. Nærtækt er að
álykta, að afstaða sýslumanns hafi haft einhverja þýðingu
fyrir úrslit mála í sýslunefndinni, en um þessar mundir
var Eiríkur Einarsson frá Hæli settur sýslumaður í Ár-
nessýslu. Eins og áður getur var Eiríkur einn þeirra
þriggja Islendinga, er sæti áttu í stjóm fossafélagsins
>,Island.“
Rétt er að geta þess, að til eru frekari heimildir fyrir já-
kvæðri afstöðu sýslunefndar Árnessýslu til fossavirkjana
í stórum stíl. Slík afstaða hafði áður komið fram í um-
sögn sýslumanns um erindi frá Eggert Claessen yfirdóms-
lögmanni varðandi áform fossafélagsins „Titan“ um virkj-
un Þjórsár.21) Eiríkur Einarsson sýslumaður gaf umsögn
þessa sem oddviti sýslunefndar og var hún fylgiskjal með
bréfi frá Eggert Claessen til stjórnarráðsins, þar sem
hann gerði nokkra grein fyrir starfsemi og áformum fossa-
félagsins ,,Titan“.22)
Afdrif sérleyfisumsóknarinnar í meðförum alþingis.
Á fundi í efri deild alþingis hinn 8. ágúst var lagt fram
"fyumvarp til laga um heimild fyrir landsstjómina til að
yeita leyfisbréf til mannvirkja til notkunar vatnsaflsins
i Soginu."1) Frumvarpið var ekki borið fram sem stjórn-
arfrumvarp, heldur voru flutningsmenn þess þrír úr hópi
þingdeildarmanna, þeir Hannes Hafstein, bankastjóri og
formaður Heimastjómarflokksins, Eggert Pálsson prófast-
Up, þm. Rangæinga, og Magnús Kristjánsson kaupmaður,
þ®- Akureyrar. Tveir hinir síðarnefndu tilheyrðu einnig
Heimastjórnarflokknum. Þær umræður, sem fram höfðu
y Þjóðskjalasafn, Atv. Db. 5, nr. 633.
22)l Ibid.
A1l»ngistíðindi 1917 A, þskj. 353, bls. 597—604.