Saga - 1975, Page 34
32
SIGURÐUR RAGNARSSON
farið innan landsstjórnarinnar um málið, höfðu leitt í ljós,
að ágreiningur var um það meðal ráðherranna.2) Jón
Magnússon forsætisráðherra vildi, að frv. yrði borið fram
sem stjórnarfrumvarp, en hinir ráðherrarnir tveir, þeir
Björn Kristjánsson fjármálaráðherra og Sigurður Jónsson
atvinnumálaráðherra, gátu hvorugur á það fallizt. Eink-
um sætti sú hugmynd harðri andstöðu af hálfu Björns
Kristjánssonar. Fossafélagið hafði í erindi sínu til lands-
stjómarinnar varðandi sérleyfið einmitt farið þess á leit,
að stjórnin sjálf flytti málið. Innan stjórnarinnar hafði
orðið samstaða um það eitt að gefa alþingi til kynna á
formlegan hátt að mál þetta væri á döfinni og myndi
koma til kasta þingsins. Þessi kynning fór þannig fram
að forsætisráðherra fjallaði um málið á fundi með fjár-
hagsnefnd neðri deildar alþingis.
I umræðunum um frumvarpið á alþingi kom fram í máli
forsætisráðherra, að stjórnin hefði ekkert við það að at-
huga þótt mál þetta væri flutt í þinginu. Hann lýsti einnig
yfir því, að hún teldi sér skylt að lúta þeim þingvilja, sem
fram kynni að koma í málinu. I þessu sambandi komst Jón
Magnússon m. a. svo að orði: „Það hafa mörg lög verið
samþykkt á Alþingi, sem stjórnin hefir ekki átt neinn þátt
í, mál jafnvel samþykkt á móti vilja hennar. Ogmér finnst
það ekki vera sjálfsagt, að slík mál sem þetta valdi stjórn-
arskiptum."3) Meðan sérleyfisfrumvarpið var til meðferð-
ar á alþingi, áttu sér stað mannaskipti í stjórninni. Hinn
28. ágúst lét Björn Kristjánsson af ráðherraembætti, en
Sigurður Eggerz, bæjarfógeti í Reykjavík og landskjörinn
þm., tók við embættinu af flokksbróður sínum. Ekki verð-
ur séð, að mannaskipti þessi standi í neinu sambandi við
Sogsfossafrumvarpið, heldur virðast þau eiga rót sína að
rekja til ágreinings innan stjórnarinnar og þingflokks
2) Alþingistíðindi 1917 C, d. 1179—71 og „Lögrjetta“ 6. marz og
13. marz 1918.
s)' Alþingistíðindi 1917 C, d. 1191.