Saga - 1975, Page 37
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT 33
þversummanna, um stefnuna í bankamálum og um Lands-
verzlunina.4)
1 umræðum þeim, sem urðu um Sogsfossafrumvarpið við
1. umræðu, staðfesti Sigurður Jónsson atvinnumálaráð-
herra frásögn forsætisráðherra af meðferð málsins í ríkis-
stjórninni og af afstöðu sinni.5)
Frumvarpið, eins og það lá fyrir þinginu, var í öllum
meginatriðum samhljóða handriti, sem dreift hafði verið
meðal þingmanna fáeinum dögum áður.6) Það var samið
af Guðmundi Hlíðdal.7) Umræðurnar í þinginu bera hins
vegar ekki með sér hvort þingmönnum var almennt um
þetta kunnugt.
Af því sem hér hefur verið sagt, sést, að Sogsfossafrum-
varpið kemur fyrir þingið sem hreint flokksmál og formað-
ur Heimastjórnarflokksins er einn flutningsmanna þess.
Þetta bendir ótvírætt til þess, að flokkurinn hafi talið að
til mikils væri að vinna að fá það samþykkt.
Einhver kann að spyrja, hvort tilviljun ein hafi ráðið
því, að frumvarpið varborið fram í efri deild?
Þessu er því til að svara, að trúlega hefur forysta
Heimastjórnarflokksins metið aðstæður svo, að frumvarp-
ið myndi hafa meiri byr í efri deild en í þeirri neðri. I
efri deild var styrkur Heimastjómarmanna hlutfallslega
ftieiri, m. a. áttu allir hinir landkjörnu þingmenn sæti þar,
en réttur helmingur þeirra var kjörinn á vegum Heima-
stjórnarflokksins. Einnig má ætla, að forsætisráðherra
hafi fengið einhverja hugmynd um viðhorf þingmanna
tteðri deildar, er hann gaf fjárhagsnefnd deildarinnar
skýrslu sína um málið, áður en það kom fram.
Hér að framan hefur þegar verið getið tveggja fylgi-
shjala með frumvarpinu. Var þar annars vegar um að ræða
) Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Islands I, bls. 161.
' A1i>ingistíðindi 1917 C, d. 1192.
c) „Vísir“, 9/8 1917.
7) Verkfræðingatal; Guðm. Hlíðdal ; æviágrip.
3