Saga - 1975, Page 38
34
SIGURÐUR RAGNARSSON
samþykkt bæjarstjórnar Reykjavíkur um málið, en hins
vegar umsögn sýslunefndar Árnessýslu. Til viðbótar lagði
Jón Magnússon forsætisráðherra fram álitsgerð um málið,
sem Jón Krabbe, starfsmaður í íslenzku stjórnardeildinni
í Kaupmannahöfn, hafði tekið saman.8 9) Jón Krabbe átti
náið samstarf við formann íslenzku landsstjórnarinnar
hverju sinni og bendir allt til þess, að hann hafi tekið
ofangreinda álitsgerð saman gagngert eftir beiðni Jóns
Magnússonar. Jafnframt því að fjalla um sérleyfisumsókn
þá, sem nú lá fyrir, vék Jón Krabbe allítarlega að því
veigamikla grundvallaratriði, hver framtíðarstefna ís-
lenzkra stjórnvalda ætti að vera varðandi veitingu sérleyfa
til stórvirkjana og stóriðju í landinu. Álitsgerð Jóns
Krabbe er að ýmsu leyti merkilegt plagg. Hún var fyrsta
tilraun, sem gerð var af hálfu hins opinbera eða aðila í
tengslum við landsstjórnina, til að meta þá möguleika og
áhættu, sem fælust í beizlun íslenzkra fallvatna til raf-
orkuframleiðslu í þágu stóriðju. 1 álitsgerðinni setti Jón
Krabbe fram ákveðnar grundvallarhugmyndir um hugs-
anlega framtíðarstefnu Islendinga í þessum efnum, og
bera þær því ljóst vitni, að hann hefur verið vel heima
í gildandi löggjöf um þessi mál í öðrum löndum og kunnað
glögg skil á þeim umræðum og deilum, er þar höfðu sums
staðar orðið um þessi efni. Einkum virðist honum vel
kunnugt um framvindu þessara mála í Noregi. Því til
staðfestingar má nefna, að hann vitnar m. a. beint til
norsku sérleyfislaganna frá 1909 og víkur einnig að um-
ræðum um málið í norska „Hagfræðafélaginu" (Stats-
okonomisk forening) árið 1910.°) Um þá sérleyfisumsókn,
sem nú lá fyrir frá fossafélaginu „lsland“ fórust Jóni
8) „Bemærkninger om Koncessioner paa Vandfaldsudnyttelser i
Anledning av Koncessionsandragandet vedrorende Sogfallene."
Skjalasafn Alþingis 1917, Nd. 433.
9) „Om Koncessionslovgivning for vandfald, bergverk og skog. Et
foredrag af advokat Einar Einarsen. Statsokonomisk Tidsskrift
1910, bls. 161—208.