Saga - 1975, Page 47
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
43
þversummanna, lögðust gegn samþykkt þess og vildu láta
vísa því til landsstjórnarinnar. Fulltrúi Framsóknar-
flokksins í landsstjórninni, Sigurður Jónsson, atvinnu-
málaráðherra, hélt örstutta ræðu við umræðuna. Þar lét
hann sér nægja að gera grein fyrir skoðun sinni á því
hverja þinglega meðferð málið ætti að fá, en leiddi hjá sér
að láta í ljós skoðun á efnisatriðum þess. Reyndar kom á
síðara stigi málsins fram við atkvæðagreiðslu, að Sig-
uvður Jónsson og flokksbróðir hans, Guðmundur Ólafsson,
þm. Húnvetninga, voru andvígir samþykkt frumvarpsins
eins og það lá fyrir.14) Afstaða þeirra til málsins á loka-
stigi verður að teljast í fullu samræmi við stefnuyfir-
lýsingu þá sem þingflokkur Framsóknarmanna hafði sam-
þykkt hinn 12. janúar 1917, en f. liður 2. greinar stefnu-
yfirlýsingarinnar hljóðaði svo: „ Eftir fremstu föngum
vdl flokkurinn stuðla að því, að hin ótömdu náttúruöfl
landsins verði hagnýtt og þau eigi látin af hendi við út-
lendinga. I því skyni vill hann láta sér annt um hagnýt-
lngu vatnsafls til rafmagnsframleiðslu vegna lýsingar og
hitunar, sem og til iðnaðar."15) Gat tæpast hjá því farið,
þingmenn sem bundnir voru af slíkum stefnuskrár-
ati'iðum, tækju áformum fossafélagsins „lsland“ af nokk-
UrTÍ varúð.
1 athugasemdum sínum við frumvarpið lögðu flutn-
mgsmenn sérstaka áherzlu á þá alvarlegu og hryggilegu
staðreynd að bókstaflega allir fossar landsins lægju enn
enotaðir, þótt aðrar þjóðir „ekki sízt nágranna- og frænd-
Þjóð okkar Norðmenn“ væru komnar langt á veg með að
notfæra sér fossaaflið.10) Þeir bentu síðan á að það sem
þnrfi sé „fyrst og fremst fjármagn“, en „öllum (sé) ljóst
að um innlent fjármagn ... geti ekki verið að ræða ... í
!!! ^hingistíðindi 1917 C, d. 1193.
Þói arinn Þórarinsson: Sókn og sigrar. Saga Framsóknarflokks-
t lns 1916—1937, bls. 37.
> Alþingistíðindi 1917 A, bls. 599—600.