Saga - 1975, Page 66
60
SIGURÐUR RAGNARSSON
varpinu. Hann kvaðst ekki mundu hafa borið mál þetta
fram, fyrr en útséð hefði verið með ófriðinn, ef fossa-
málinu hefði ekki verið hreyft á alþingi á þann hátt, að
hann gæti ekki við unað. Sjálfan tilganginn með flutn-
ingi frumvarpsins sagði hann vera „að koma að þeirri
stefnu, að sjálft þjóðfélagið en ekki einstaklingarnir eigi
að hafa með höndum hagnýtingu fossaaflsins í landinu“.
Slík stefna hlaut að byggjast á því, að ríkið hefði með
einum eða öðrum hætti umráð yfir allri vatnsorku lands-
ins. Bjarni frá Vogi var þeirrar skoðunar að þetta væri
eðlileg skipan mála, þar eð vatnsorka — og raunar einnig
námur — væri „í eðli sínu alþjóðareign", því að einstakir
menn gætu ekki hagnýtt sér slíkar afllindir, þótt kallað
væri að þeir ættu þær.
Rök þau, er Bjarni færði fram fyrir stefnu þeirri er
frumvarp hans markaði, voru einkum tvenns konar:
Efnahagsleg og þjóðernisleg. Hvað fyrra atriðið áhrærði
var honum mest í mun að árétta, hve aðstæður allar hefðu
nú breytzt á skömmum tíma. Hin breyttu viðhorf lýstu
sér m. a. í því, að ekki var lengur litið á Island sem fá-
mennt, fátækt og hrjóstrugt land, heldur sem land, er
hefði yfir að ráða miklum og verðmætum afllindum. Vegna
þessara breyttu viðhorfa væri nýtt og brennandi úrlausn-
arefni komið á dagski-á með þjóðinni: Hvernig á að hag-
nýta þessar afllindir þannig að þær komi landi og þjóð
að sem mestum notum? Bjarni frá Vogi svaraði þessari
spurningu skýrt og afdráttarlaust með frumvarpsflutn-
ingi sínum. Að hans mati gat einungis ein farsæl leið
komið til greina í þessu efni, sú, að samfélagið í heild hefði
yfirráð þessara afllinda og allan veg og vanda af nýtingu
þeirra. Ef þessari leið yrði hafnað, gæti aðeins verið um
einn valkost annan að ræða varðandi framkvæmdir í fossa-
málinu: Að fela erlendum auðmönnum forsjá þessara mála,
rnönnum, sem hefðu gróðann einan að leiðarljósi, en litu
ekki einu sinni „hornauga á hag lslands“. Þessi ályktunar-
orð leiða okkur að hinum þjóðernislegu rökum Bjarna