Saga - 1975, Page 71
65
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT
huga, miklu fremur virðist hún hafa verið þess fýsandi
að slíkur kostur yrði tekinn.9)
Þá er að víkja að viðbrögðum flutningsmanns frum-
varpsins við tillögu nefndarinnar um afgreiðslu þess. I
umræðum þeim, sem urðu um nefndarálitið, lýsti Bjarni
frá Vogi yfir því, að hann gæti sætt sig við þessa af-
greiðslu málsins, enda þótt hann gæti með engu móti séð,
að neitt væri því til fyrirstöðu að samþykkja nú þá heimild
til handa landsstjóminni, sem frumvarpið gerði ráð fyrir.
Hann kvaðst engan kvíðboga bera fyrir niðurstöðum rann-
sóknar á öllum þáttum fossamálsins, því að þær myndu
einungis renna nýjum stoðum undir þá stefnu, sem hann
vildi að þing og þjóð mörkuðu í þessum efnum.
Að afloknum umræðum samþykktu deildarmenn í einu
hljóði að vísa málinu til landsstjórnarinnar.10)
Hér að framan hefur aðeins verið vikið að afdrifum
Sogsfossafrumvarpsins. Nefnd sú, Sogsfossanefndin, sem
kosin var sérstaklega til að fjalla um þetta mál, hélt sam-
tals 9 fundi á tímabilinu frá 11. ágúst til 13. september.11)
Á þessum fundum ræddu nefndarmenn ýmis atriði frum-
varpsins og einnig meðferð og afgreiðslu málsins. Á öðrum
fundi sínum átti nefndin viðræður við fulltrúa frá Fossa-
félaginu „Titan“. Gerðu fulltrúar „Titans“ nefndinni
grein fyrir þeim rannsóknum, sem verkfræðingar félags-
ius höfðu gert á Þjórsá og þverám hennar. 1 viðræðum
þessum kom fram að félagið hygðist innan skamms senda
landsstjórninni umsókn um sérleyfi til virkjana í Þjórsá,
en það afl sem fengist átti að nota til saltpétursfram-
leiðslu með aðferð þeirri, sem kennd hefur verið við Birke-
land og Eyde. Megintilgangur fossafélagsins „Titan“ með
þessum viðræðum var þó sá að fá tryggingu stjórnvalda
fyrir því að hagsmunir félagsins varðandi flutninga yrðu
P Nefndarálit, Alþingistíðindi 1917 A, bls. 1466—1467.
*°) Alþingistíðindi 1917 C, dálkur 955.
X1) Gerðabók Sogsfossanefndar; skjalasafn Alþingis.
5